Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 60
36 21. október 2010 FIMMTUDAGUR36 menning@frettabladid.is EKKI MISSA AF Sgt. Miller’s Misbehavious Daughter og The Assassin of a Beautiful Brunette spila á fimmtudagsforleik Hins hússins í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 19.30 og tónleikarnir byrja klukkan 20.00. Allir velkomnir og frítt inn. The Fragrance of Power eða Angan af valdi nefn- ist myndlistarsýning eftir Gardar Eine Einarsson sem verður opnuð í Hafnarhús- inu í dag. Í verkum sínum rýnir Gardar í valdastrúkt- úr samfélagsins og sækir ríkulega í sarp pönks og poppmenningar. Gardar Eide Einarsson er íslensk- ur í föðurætt, fæddur í Noregi en býr og starfar jöfnum höndum í Osló, Tókýó og New York. Í svart- hvítum verkum Gardars Eide eru vald og uppreisn ráðandi þættir. Þau eru sett fram á ólíkan hátt, til dæmis í skúlptúrum, ljósmyndum, skjáverkum, flöggum og dreifi- miðum, en eiga það sameiginlegt að þar gætir sterkra áhrifa frá götulist og pönktónlist þar sem framúrstefnu- og jaðarmenning kallast á við gangverk nútíma- samfélagsins. Gardar kveðst lengi hafa verið heillaður af fagurfræði pönksins og kynntist andófi ungur að aldri. „Bakgrunnur minn liggur í hjóla- brettasenunni í Noregi og pönksen- unni sem henni fylgir,“ segir hann. „Hjólabretti voru bönnuð í Nor- egi þegar ég var að alast upp; það þurfti að smygla þeim inn í land- ið og lögreglan gerði þau upptæk ef hún komst yfir þau. Það gerði mig snemma afar meðvitaðan um valdaskipanina í samfélaginu.“ Áhugi hans á valdi stafar ekki síður af veru hans í Bandaríkjun- um, þar sem hann hefur búið und- anfarin níu ár. „Þemað sem ég vinn með hefur verið mjög áber- andi undanfarin áratug. Ég flutti til New York daginn fyrir árásina á Tvíburaturnana og hef fylgst með þessum miklu ólgutímum sem gengu í garð eftir það. Þess sjást að ég held greinileg merki í verk- um mínum.“ Þrátt fyrir hápólitískt umfjöll- unarefni segist hann ekki leggja upp með ákveðinn boðskap í verk- um sínum. „Ég held að listin virki ekki þannig, eins og áróðursplak- at. Ég er miklu frekar að rýna í hvernig valdskipanin er, hvernig hún riðlast og hvernig fólk semur um völd eða afsalar sér þeim við tilteknar aðstæður.“ Gardar er hálfur Íslendingur; á ættir að rekja til Akureyrar og kom nokkuð oft til Íslands sem barn. „Eftir að amma og afi dóu dró hins vegar mjög úr heimsóknum hingað. Þegar ég kom hingað í sumar til að skoða rýmið í Hafn- arhúsinu hafði ég til dæmis ekki komið hingað í um tuttugu ár. En íslensku ræturnar voru alltaf hluti af uppeldinu; það var íslenskur matur á jólunum og ég ber því allt- af sterkar taugar til þessa lands. Þótt það sé alltaf rigning þegar ég kem hingað!“ segir hann og hlær. Sendiherra Noregs á Íslandi, Dag Wernö Holter, opnar sýning- una klukkan 17 í dag en hún stend- ur fram í janúar. bergsteinn@frettabladid.is Valdapönk í Hafnarhúsinu GARDAR EIDE EINARSSON Byrjaði ungur í félagslegu andófi þegar hann renndi sér á hjólabretti í Noregi, sem var ólöglegt á þeim tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Íslenzkir þjóðhættir Jónas Jónasson Morgunengill Árni Þórarinsson Blóðnætur - kilja Åsa Larsson Arsenikturninn - kilja Anne B. Ragde Mataræði - handbók um hollustu - Michael Pollan 10.10.10 - Logi Geirs Henry Birgir Gunnarsson METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 13.10.10 - 19.10.10 Borða, biðja, elska - kilja Elizabeth Gilbert Barnið í ferðatöskunni - kilja Lene Kaaberbøl/Agnete Frills Snjóblinda Ragnar Jónsson Kvöldverðurinn - kilja Herman Koch Sjötta ljóðahátíð Nýhil hefst í dag með opnunarkokkteil í Nor- ræna húsinu klukkan 17 og held- ur áfram með ljóðapöbbkvissi á Næsta bar klukkan 21 í kvöld. Annað kvöld klukkan 20 hefst eiginleg dagskrá hátíðarinnar, sem fer fram á skemmtistaðnum Venue. Ellefu skáld og tónlistar- menn koma þar fram, þar á meðal Jón Örn Loðmfjörð, Þórdís Gísla- dóttir (sem hlaut bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmundssonar á dögunum), Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson og Hildur Lilli- endahl. Á laugardagskvöld hefst dag- skráin á sama stað á sama tíma þar sem meðal annars koma fram Bjarni Klemenz, Angela Rawlings, Sindri Freyr Steinsson, Kristín Svava Tómasdóttir, Jón Bjarki Magnússon, Ingólfur Gíslason, Jean-Michel Espitallier og Anton Helgi Jónsson. Nánari upplýsingar um dag- skrána má finna á Facebook-síðu hátíðarinnar. - bs Ljóðahátíð Nýhil hefst í dag ANTON HELGI JÓNSSON HILDUR LILLIENDAHL ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR JÓN LOÐMFJÖRÐ Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.