Fréttablaðið - 21.10.2010, Síða 60

Fréttablaðið - 21.10.2010, Síða 60
36 21. október 2010 FIMMTUDAGUR36 menning@frettabladid.is EKKI MISSA AF Sgt. Miller’s Misbehavious Daughter og The Assassin of a Beautiful Brunette spila á fimmtudagsforleik Hins hússins í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 19.30 og tónleikarnir byrja klukkan 20.00. Allir velkomnir og frítt inn. The Fragrance of Power eða Angan af valdi nefn- ist myndlistarsýning eftir Gardar Eine Einarsson sem verður opnuð í Hafnarhús- inu í dag. Í verkum sínum rýnir Gardar í valdastrúkt- úr samfélagsins og sækir ríkulega í sarp pönks og poppmenningar. Gardar Eide Einarsson er íslensk- ur í föðurætt, fæddur í Noregi en býr og starfar jöfnum höndum í Osló, Tókýó og New York. Í svart- hvítum verkum Gardars Eide eru vald og uppreisn ráðandi þættir. Þau eru sett fram á ólíkan hátt, til dæmis í skúlptúrum, ljósmyndum, skjáverkum, flöggum og dreifi- miðum, en eiga það sameiginlegt að þar gætir sterkra áhrifa frá götulist og pönktónlist þar sem framúrstefnu- og jaðarmenning kallast á við gangverk nútíma- samfélagsins. Gardar kveðst lengi hafa verið heillaður af fagurfræði pönksins og kynntist andófi ungur að aldri. „Bakgrunnur minn liggur í hjóla- brettasenunni í Noregi og pönksen- unni sem henni fylgir,“ segir hann. „Hjólabretti voru bönnuð í Nor- egi þegar ég var að alast upp; það þurfti að smygla þeim inn í land- ið og lögreglan gerði þau upptæk ef hún komst yfir þau. Það gerði mig snemma afar meðvitaðan um valdaskipanina í samfélaginu.“ Áhugi hans á valdi stafar ekki síður af veru hans í Bandaríkjun- um, þar sem hann hefur búið und- anfarin níu ár. „Þemað sem ég vinn með hefur verið mjög áber- andi undanfarin áratug. Ég flutti til New York daginn fyrir árásina á Tvíburaturnana og hef fylgst með þessum miklu ólgutímum sem gengu í garð eftir það. Þess sjást að ég held greinileg merki í verk- um mínum.“ Þrátt fyrir hápólitískt umfjöll- unarefni segist hann ekki leggja upp með ákveðinn boðskap í verk- um sínum. „Ég held að listin virki ekki þannig, eins og áróðursplak- at. Ég er miklu frekar að rýna í hvernig valdskipanin er, hvernig hún riðlast og hvernig fólk semur um völd eða afsalar sér þeim við tilteknar aðstæður.“ Gardar er hálfur Íslendingur; á ættir að rekja til Akureyrar og kom nokkuð oft til Íslands sem barn. „Eftir að amma og afi dóu dró hins vegar mjög úr heimsóknum hingað. Þegar ég kom hingað í sumar til að skoða rýmið í Hafn- arhúsinu hafði ég til dæmis ekki komið hingað í um tuttugu ár. En íslensku ræturnar voru alltaf hluti af uppeldinu; það var íslenskur matur á jólunum og ég ber því allt- af sterkar taugar til þessa lands. Þótt það sé alltaf rigning þegar ég kem hingað!“ segir hann og hlær. Sendiherra Noregs á Íslandi, Dag Wernö Holter, opnar sýning- una klukkan 17 í dag en hún stend- ur fram í janúar. bergsteinn@frettabladid.is Valdapönk í Hafnarhúsinu GARDAR EIDE EINARSSON Byrjaði ungur í félagslegu andófi þegar hann renndi sér á hjólabretti í Noregi, sem var ólöglegt á þeim tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Íslenzkir þjóðhættir Jónas Jónasson Morgunengill Árni Þórarinsson Blóðnætur - kilja Åsa Larsson Arsenikturninn - kilja Anne B. Ragde Mataræði - handbók um hollustu - Michael Pollan 10.10.10 - Logi Geirs Henry Birgir Gunnarsson METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 13.10.10 - 19.10.10 Borða, biðja, elska - kilja Elizabeth Gilbert Barnið í ferðatöskunni - kilja Lene Kaaberbøl/Agnete Frills Snjóblinda Ragnar Jónsson Kvöldverðurinn - kilja Herman Koch Sjötta ljóðahátíð Nýhil hefst í dag með opnunarkokkteil í Nor- ræna húsinu klukkan 17 og held- ur áfram með ljóðapöbbkvissi á Næsta bar klukkan 21 í kvöld. Annað kvöld klukkan 20 hefst eiginleg dagskrá hátíðarinnar, sem fer fram á skemmtistaðnum Venue. Ellefu skáld og tónlistar- menn koma þar fram, þar á meðal Jón Örn Loðmfjörð, Þórdís Gísla- dóttir (sem hlaut bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmundssonar á dögunum), Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson og Hildur Lilli- endahl. Á laugardagskvöld hefst dag- skráin á sama stað á sama tíma þar sem meðal annars koma fram Bjarni Klemenz, Angela Rawlings, Sindri Freyr Steinsson, Kristín Svava Tómasdóttir, Jón Bjarki Magnússon, Ingólfur Gíslason, Jean-Michel Espitallier og Anton Helgi Jónsson. Nánari upplýsingar um dag- skrána má finna á Facebook-síðu hátíðarinnar. - bs Ljóðahátíð Nýhil hefst í dag ANTON HELGI JÓNSSON HILDUR LILLIENDAHL ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR JÓN LOÐMFJÖRÐ Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.