Fréttablaðið - 21.10.2010, Side 62

Fréttablaðið - 21.10.2010, Side 62
38 21. október 2010 FIMMTUDAGUR Tónlist ★★★ Kammermúsíkklúbburinn í Bústaðakirkju. Verk eftir Zelenka og Bartók „Munurinn á Bach og Zelenka er eins og munurinn á Benz og Skoda.“ Þetta sagði einn náungi við mig í hléinu á tónleikum Kammer- músíkklúbbsins á sunnudagskvöld- ið. Tilefnið var nýafstaðinn flutn- ingur á tveimur sónötum, op. 181 nr. 1 og 2 eftir Jan Dismas Zelenka, sem var tékkneskur samtímamað- ur Bachs. Ég veit nú ekki hvort þetta er rétt. Zelenka hefur sinn eigin stíl sem gengur alveg upp. Tónlist hans er öðruvísi en sú sem Bach samdi, hún er ekki eins öguð. Á vissan hátt er hún öfgafyllri. Hljóma- gangurinn er stundum óvæntur og hljóðfæraleikararnir þurfa að spila mikið af hröðum nótum. Ekki er það neitt verra. Fyrir utan Guðrúnu Óskarsdótt- ur semballeikara, Sigurð Halldórs- son sellóleikara og Kristínu Mjöll Jakobsdóttur fagottleikara héldu tveir óbóleikarar uppi fjörinu. Óhætt er að segja að þeir hafi þurft að vinna fyrir kaupinu sínu. Þetta voru þau Eydís Franzdóttir og Peter Tompkins. Dálítill glímu- skjálfti var fremur áberandi hjá hinni fyrrnefndu, en hann lagaðist er á leið. Hljómurinn í óbóinu hjá Tompkins var fágaðri og öruggari. Kannski hefðu þó mátt vera fleiri litir og blæbrigði hjá þeim báðum. Andstæðurnar hefðu þurft að vera snarpari. Útkoman var nokkuð eins- leit; það gerðist ekki mikið í túlkun- inni þrátt fyrir hraðar nótur. Meira var varið í tónlistarflutn- inginn eftir hlé. Þar stigu á sviðið fiðluleikararnir Hildigunnur Hall- dórsdóttir og Bryndís Pálsdótt- ir, Svava Bernharðsdóttir víólu- leikari og Sigurður sellóleikari. Á dagskránni var þriðji strengja- kvartettinn eftir Bartók. Hann er ekki beint aðgengilegur, hljómarn- ir eru sérkennilegir og laglínurnar hráar, jafnvel kuldalegar. Þetta er „vitræn“ tónlist, formið er úthugs- að og framvindan rökrétt. Það er hins vegar fátt sem maður getur blístrað við uppvaskið. Fráhrindandi tónlistin kom undar lega vel út á tónleikun- um. Fjórmenningarnir spiluðu af öryggi, túlkunin var heiðarleg, blátt áfram og stílhrein. Það var hvergi dauður punktur í leiknum. Kannski hefði mátt vera meiri fágun, tærari fiðluraddir og fyllri sellóhljómur – en í það heila var útkoman góð. Allir strengjakvartettar Bartóks verða fluttir á tónleikum Kamm- ermúsíkklúbbsins í vetur. Þessi mergjaða tónlist er frábær. Maður hlakkar óneitanlega til. Jónas Sen Niðurstaða: Líflegur en dálítið einhæfur flutningur á tónlist eftir Zelenka. Strengjakvartett eftir Bartók kom betur út. Stílhreint og blátt áfram HILDIGUNNUR HALLDÓRSDÓTTIR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 21. október ➜ Fundir 20.00 Félagið Matur-saga-menning stendur fyrir fundaröð um „Mat úr villtri náttúru Íslands“. Fyrsti fundur fer fram í Sjóminjasafninu Víkinni, Grandagarði, í kvöld frá kl. 20-22. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. ➜ Ópera 20.00 Söngleikhús- ið „Lífsins karnival“ verður fært á svið í Íslensku óperunni í kvöld kl. 20. Á tónleikunum koma fram Ingveldur Ýr, Garðari Thór Cortes auk leynigesta. ➜ Tónleikar 20.00 Fimmtudagsforleikur Hins hússins verður haldinn í kvöld kl. 20.00. Fram koma Sgh. Miller Misbeh- avious daughter og The Assassin of a Beautiful Brunette. Húsið opnar kl. 19.30 og eru allir velkomnir. Frítt inn. 20.30 Í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri fara fram tónleikar í kvöld undir yfirskriftinni „Konur fyrir konur“. Allur aðgangseyrir rennur óskiptur til Bleiku slaufunnar, en miðaverð er 2.500 krónur. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. 22.00 Hljómsveitin Ég efnir til útgáfu- tónleika á Faktorý í kvöld kl. 22 í tilefni af útgáfu nýrrar plötu sinnar Lúxus upp- lifun. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og opnar húsið kl. 21. ➜ Opnanir 17.00 Í Hafnarhúsi opnar sýning Gardars Eide „Power has a fragrance“. Norski sendiherrann á Íslandi, Hr. Dag Wernö Holter opnar sýninguna kl. 17 í dag. ➜ Sýningar 20.00 Í Salnum, Kópavogi, verður haldið Töfrakvöld HÍT 2010. Dagskrá hefst kl. 20.00 og er kynnir kvöldsins Eiríkur Fjalar. Aðgangseyrir 2.900 krónur. ➜ Kvikmyndir 17.30 Kvikmyndin Stofnun lýðveldis verður sýnd í Öskju, stofu 132, í kvöld kl. 17.30. Sýningin er á vegum Konfús- íusarstofnunarinnar Norðurljós. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. ➜ Bókmenntir 17.00 Í tilefni af end- urútgáfu Sturlungu verður efnt til hátíðar- dagskrár í Þjóðmenn- ingarhúsinu í dag frá 17-19. Sérlegur hátíð- arstjóri er Einar Kára- son. Léttar veitingar og allir velkomnir. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Dr. Brigit Toebes heldur fyrir- lestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík í dag frá 12-13 í stofu v.1.0.2. (Betelgás) í húsnæði HR, að Mennta- vegi 1. Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. 17.00 Fræðslufundur Minja og sögu verður haldinn í Þjóðminjasafni Íslands í dag kl. 17.00. Fyrirlesari er Steinunn Kristjánsdóttir, en erindi hennar fjallar um uppgröftinn á Skriðu- klaustri. Allir velkomnir og ókeypis inn. 20.00 Annað rann- sóknarkvöld Félags íslenskra fræða verður haldið í kvöld kl. 20.00 í húsi Sögufélagsins, Fischer- sundi 3. Haukur Ingvarsson flytur erindi. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Sækir í sterkar konur Sjónvarpsmaðurinn Hjörvar Hafliðason slær í gegn hjá kvenþjóðinni. Tónleikaröð Tríós Reykjavíkur í samvinnu við Hafnarborg, menn- ingarmiðstöð Hafnarfjarðar, hefur göngu sína í 21. sinn sunnudaginn 24. október klukkan 20. Ástríður Alda Sigurðardóttir leikur þá þrjár sónötur fyrir fiðlu og píanó ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur, fiðluleikara Tríós Reykjavíkur. Ástríður Alda hefur nú þegar, þrátt fyrir ungan aldur, skipað sér í flokk fremstu píanóleikara landsins. Hún hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit Íslands, leikið marga einleikstónleika og komið fram á tónlistarhátíðum, meðal annars á Björtum sumarnóttum í Hvera- gerði með Tríói Reykjavíkur síð- astliðið vor. Fyrst á efnisskrá tónleikanna verður sónata eftir Jón Nordal. Því næst frumflytur tríóið á Íslandi sónötu eftir rússneska tón- skáldið Sergei Bortkiewicz. Næstu tónleikar í röðinni, Klassík við kertaljós, verða 28. nóvember. Þá verður Chopin heiðraður á 200 ára afmæli með flutningi á sönglögum, sellósónötu og píanótríói. Tónleikaröð í Hafnarborg ÁSTRÍÐUR ALDA SIGURÐARDÓTTUR Leikur þrjár sónötur fyrir fiðlu og píanó á sunnudagskvöld.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.