Fréttablaðið - 21.10.2010, Page 64

Fréttablaðið - 21.10.2010, Page 64
40 21. október 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is Belle & Sebastian gaf fyrir skömmu út sína áttundu hljóðversplötu, þar sem góðir gestir koma við sögu. Umfjöllunarefnið er ástin í allri sinn dýrð. Áttunda hljóðversplata skosku popp- sveitarinnar Belle & Sebastian, sem nefnist Belle & Sebastian Write About Love, kom út fyrir skömmu. Stuart Murdoch hefur verið for- sprakki sveitarinnar síðan hann stofnaði hana ásamt Stuart David árið 1996. Murdoch kom fyrst nálægt tónlist opinberlega sem útvarpsmaður í Glasgow-háskóla. Á háskólaárum sínum undir lok níunda áratugarins veiktist hann af síþreytu og gat ekki unnið í sjö ár. Á þessum erfiða tíma, þegar hann var mikið einn með sjálfum sér, fékk hann áhuga á lagasmíðum. „Þetta var mikil eyðimerkurganga og hálfgert tómarúm í lífi mínu. Út frá þessu fór ég að semja þessi lög og melódíur þar sem ég fékk útrás fyrir líðan mína,“ sagði Murdoch. Árið 1995 hafði hann að mestu jafn- að sig á veikindunum og fór að smala saman í hljómsveit, sem varð á end- anum hin ástsæla Belle & Sebasti- an. Á þessum tíma fékk hann vinnu sem húsvörður í safnaðarheimili og bjó einnig á efri hæð þess. Þar starf- aði hann allt til ársins 2003. Text- ar Belle & Sebastian hafa einmitt á köflum endurspeglað áhuga Mur- dochs á trúmálum. Nýjasta plata sveitarinnar fjallar eins og nafnið gefur til kynna um ástina og var tekin upp í Los Angel- es. Upptökustjóri var Tony Hoffer, sem einnig stjórnaði upptökum á síðustu plötu sveitarinnar, The Life Pursuit. Góðir gestir koma við sögu á nýju plötunni, en það eru banda- ríska söngkonan Norah Jones og enska leikkonan Carey Mulligan, sem sló í gegn í kvikmyndinni An Education og var tilnefnd til Óskars- verðlauna fyrir frammistöðu sína. Fjögur ár eru liðin síðan The Life Pursuit kom út. Hún seldist í um 250 þúsund eintökum og þótti vel heppnuð. Sveitin fylgdi plöt- unni eftir með stórri tónleikaferð og spilaði meðal annars á tvenn- um tónleikum á Íslandi í júlí 2006, á Nasa og á Bræðslunni á Borgar- firði eystri. Belle & Sebastian Write About Love hefur verið vel tekið. Hún fór beint í áttunda sætið á breska breið- skífulistanum, sem jafnar besta árangur sveitarinnar sem hún náði með The Life Pursuit. Tónleikaferð um Suður-Ameríku er fyrirhuguð í nóvember en í desember verður ferðast vítt og breitt um Bretlands- eyjar. freyr@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Góðir gestir á ástarplötu Þá er fyrsta Airwaves-hátíðin undir nýrri framkvæmdastjórn að baki og ekki hægt að segja annað en að hún hafi tekist mjög vel. Fimm daga tónlist- arfyllerí og tilfinningin daginn eftir mikil gleði yfir öllu þessu frábæra sem manni tókst að sjá og smá tregi yfir því sem maður náði ekki. Alveg eins og það á að vera. Iceland Airwaves byggir á formúlu sem er margbúin að sanna sig, en það voru samt smá áherslubreytingar á hátíðinni í ár. Airwaves hefur allt- af lagt mest kapp á að kynna nýja og upprennandi listamenn og það var enn þá aðalhugsunin á bak við valið á tón- listaratriðunum í ár. En nú fengu eldri listamenn samt að fljóta með í ríkari mæli en áður. Fimmtudags- kvöldið á Nasa var t.d. hálfgert end- urkomukvöld, með S.H. Draum, Ham og Ensími, allt sveitir sem sjald- an koma fram og S.H. Draumur meira að segja að spila í fyrsta sinn í sautján ár. „Gömlukallakvöldið“, eins og einhver kallaði það, tókst frábærlega, sem væntanlega verður til þess að áframhald verður á einhverju svipuðu. Það er mikilvægt að hátíðin einbeiti sér áfram að nýrri tónlist, en eftir tíu ár má líka alveg breyta einhverju og það styrkir bara hátíðina að víkka hana aðeins út. Hvaða sveit ætli verði endurvakin næst? Kannski Risaeðlan, Bubbleflies eða Lojpippos og Spojsippus? Hvað með KUKL? Airwaves 2.0 fór vel af stað HAM Var flott á „gömlukallakvöldinu“ á Nasa. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR > Plata vikunnar JÓNAS SIGURÐSSON - ALLT ER EITTHVAÐ ★★★★ „Jónas Sigurðsson fylgir Malbikinu eftir með enn betri plötu.“ - tj Sýningin Pönkið fært til fjöldans, þar sem rokksveitin Nirvana verður í aðalhlutverki, verður opnuð í heimaborg hennar Seattle í apríl á næsta ári. Sýningin mun standa yfir í tvö ár. Ýmsir áhugaverðir munir úr sögu Nirvana verða þar sýndir, þar á meðal nokkur málverk sem söngvarinn Kurt Cobain gerði í menntaskóla, hand- skrifaðir textar við lögin Spank Thru og Floyd the Barber og partar af fyrsta gítarnum sem hinn sálugi Cobain eyðilagði á sviði. „Cobain var framsækinn listamaður sem náði til fólks úti um allan heim,“ sagði bassaleikarinn Krist Nov- oselic. „Það er frábært að brátt verði hlutum safnað saman þar sem framlagi hans til tónlistar og menningar er gert hátt undir höfði. Nirvana er miðdep- illinn í þessari sögu,“ sagði hann. „En svo margt fólk, hljómsveitir og stofnanir sem voru hluti af þessu tónlistarsamfélagi koma líka við sögu. Tónlist norðvesturríkjanna er hyllt á þessari sýningu.“ Á meðal fleiri muna sem verða á sýn- ingunni er fræg peysa sem Cobain klæddist oft snemma á níunda áratugnum og engill sem var notaður á tónleikaferð Nirvana til að kynna plötuna In Utero. Nirvana-sýning á næsta ári > Í SPILARANUM Elvis Costello - National Ransom Tryggvi Hübner - 2.0 Ýmsir - Weirdcore 3 Órói - Tónlist úr mynd MEIRA FRÁ SKOTLANDI The Vaselines Simple Minds The Proclaimers Primal Scream Mogwai Travis Paolo Nutini Franz Ferdinand Biffy Clyro The Fratellis NÝ PLATA KOMIN ÚT Stuart Murdoch, forsprakki Belle & Sebastian, á tónleikum í Englandi í sumar. Norah Jones og Carey Mulligan eru gestir á nýjustu plötu sveitarinnar. NORDICPHOTOS/GETTY TÓNLISTINN Vikuna 14. - 20. október 2010 LAGALISTINN Vikuna 14. - 20. október 2010 Sæti Flytjandi Lag 1 Páll Óskar og Memfismafían ......Það geta ekki allir... 2 Cee Lo Green ....................................... Forget You (F U) 3 Sálin hans Jóns míns.........Fyrir utan gluggann þinn 4 Hurts ..........................................................Wonderful Life 5 Kings Of Leon ................................................Radioactive 6 Bjartmar og Bergrisarnir ........................................Negril 7 Robbie Williams / Gary Barlow ........................Shame 8 Klassart ............................................. Gamli grafreiturinn 9 Bubbi Morthens.............................................................Sól 10 Lifun ..................................................................Ein stök ást Sæti Flytjandi Plata 1 Helgi Björnsson og reiðmenn ......Þú komst í hlaðið 2 Amiina ....................................................................... Puzzle 3 Jónas Sigurðsson ........................................ Allt er ekkert 4 Ólöf Arnalds .............................................Innundir skinni 5 Rökkurró ..................................................... Í annan heim 6 FM Belfast ....................................How To Make Friends 7 Retro Stefson ...................................................Kimbabwe 8 Skúli Sverrisson ......................................................Sería II 9 Friðrik Ómar .................................................................Elvis 10 Bloodgroup .........................................................Dry Land Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: KURT COBAIN Peysa Cobains verður til sýnis í Seattle.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.