Fréttablaðið - 21.10.2010, Side 66

Fréttablaðið - 21.10.2010, Side 66
42 21. október 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Óskarsverðlaunahafinn Adrien Brody stendur nú í miklu stappi við ítalska kvikmyndaframleiðend- ur og reynir að fá lögbann á hryll- ingsmyndina Giallo. Leikstjóri myndarinnar er Dario Argento, heimsfrægur í hryllingsmyndageir- anum, og hafði Brody lengi dreymt um að vinna með honum. Tækifær- ið kom með Giallo en Brody hefur hins vegar enn ekki fengið greitt fyrir leik sinn. Samkvæmt vefsíðu Empire virðist myndin sjálf vera mesti hryllingurinn því hún þykir skelfileg og hefur verið slátrað af gagnrýnendum, var meðal annars send beint á DVD í Ameríku en þar- lendir unglingar hafa löngum verið ginnkeyptir fyrir hryllingi. Brody krefst þriggja milljóna dala og vill blátt bann á dreif- ingu myndarinnar þar til skuldin hefur verið greidd. Brody segir að framleiðendur myndarinnar hafi ítrekað logið að honum, hann hafi til að mynda hætt á einum tímapunkti sökum þess að mynd- in var ekki fullfjármögnuð eins og framleiðendurnir höfðu lýst yfir. Þeir fengu Brody síðan til að koma aftur með loforðum um að dreifingarsamningar hefðu gefið vel af sér. En þau loforð virtust líka hafa verið byggð á sandi. Talið er líklegt að Brody verði að bíða ansi lengi áður en næst í skottið á framleiðendum myndarinnar. Vill fá launin sín FÆR EKKI LAUN Adrien Brody var svikinn af ítölskum framleiðendum um laun upp á þrjár milljónir dala. Þeir sem hafa gaman af flóknum fjölskyldumynstrum og barneign- um ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í kvikmyndahúsum borgarinnar því tvær myndir, The Kids Are Alright og The Switch, verða frumsýndar um helgina. Fyrri myndin er á öllu alvar- legri og dramatískari nótunum og fjallar um systkinin Joni og Laser sem eru alin upp af tveim- ur mæðrum. Þau ákveða að finna líffræðilegan föður sinn, með ófyrirséðum afleiðingum. Með aðalhlutverkin fara þau Julianne Moore, Annette Bening og Mark Ruffalo auk Miu Wasikowska og Josh Hutcherson. Leikstjóri myndarinnar er Lisa Cholodenko sem hefur að mestu leyti leikstýrt í sjónvarpi, meðal annars þáttum á borð við Hung, The L Word og Six Feet Under. Hin myndin er í aðeins léttari kantinum og heitir The Switch. Hún skartar þeim Jason Bate- man og Jennifer Aniston í aðal- hlutverkum. Myndin segir frá Wally Mars, sem fréttir að besta vinkona hans hafi fengið sæði og vilji verða ólétt. Hann ákveður að skipta á því sæði og sínu eigin og verður því óvænt faðir í fyrsta sinn. Leikstjóri myndarinnar eru Josh Gordon og Will Speck sem gerðu hina sprenghlægilegu Blades of Glory. ÓLÉTT Jennifer Aniston gengur með barn besta vinar síns án þess að vita af því í gamanmyndinni The Switch. Mel Gibson hyggst koma lífi sínu og ferli á réttan kjöl og telur besta ráðið til þess að leika lítið gestahlutverk í kvikmynd- inni The Hangover 2. Samkvæmt vefsíð- unni Pagesix.com hefur verið gengið frá samningum við Hollywood-stjörn- una og mun Gibson leika húðflúr- listamann í Bangkok. Tökur fara fram í myndveri Warner Bros, þar sem nákvæm eftirmynd af Bangkok hefur verið byggð, en myndin segir frá því þegar gengið úr fyrri myndinni heldur í stórhættulega ferð til Taílands. Þeir Bradley Cooper, Ed Helms, Zack Galifianakis og Justin Bartha verða á sínum stað, auk þess sem Ken Jeong mun endurtaka hlutverk sitt sem hinn hættulegi glæpaforingi Mr. Chow. Gibson er sagður vonast til þess að hlutverkið muni endurreisa ímynd hans, svipað og fyrri myndin gerði fyrir Mike Tyson. Ferill Mel Gibson hefur verið í mikilli lægð undanfarin ár; fyrst var hann handtekinn fyrir ölvunarakst- ur og blótaði gyðingum í sand og ösku. Og var ákaflega drukkinn eftir að hafa verið edrú í dágóðan tíma. Síðan skildi hann við eiginkonu sína og tók saman við rússnesku söngkonuna Oksönu Grigorievu en ekki sér fyrir endann á því hvernig því sambandi lýkur þar sem ásakanir um heimilisofbeldi og kúgun hafa flogið á milli þeirra. Þar að auki treystir enginn sér til að dreifa kvik- myndinni The Beaver með Gibson og Jodie Foster í aðalhlutverkum. Mel Gibson í Timburmönnum tvö BJARGAR SÉR Mel Gibson vonar að Timbur- menn tvö bjargi sér og ferli sínum og kannski engin vanþörf á. > KEITH Í NÚMER FJÖGUR Rolling Stones-goðsögnin Keith Richards hefur staðfest að hann muni endurtaka hlutverk sitt sem pabbi Jacks Sparrow í mynd- unum um sjóræningjana á Karíbahafinu. Sem er gott, því Richards var eini ljósi punkturinn í þriðju mynd- inni. Óttar Guðnason kvik- myndatökumaður segir að vinnan við Inhale hafi verið stíf enda myndin gerð á aðeins 29 dögum. Hann segir jafnframt sig langa til að gera mynd á íslensku. Óttar Guðnason hefur verið á far- aldsfæti undanfarin ár, unnið við tökur á kvikmyndum og auglýs- ingum. Nýjasta kvikmynd hans, Inhale í leikstjórn Baltasars Kor- máks, verður frumsýnd á föstu- daginn en Óttar segir tökurnar hafa bæði verið skemmtilegar og erfiðar. „Það var náttúrulega heitt og mesta áskorunin fólst í því að breyta þessum bæ, Las Vegas í Nýju Mexíkó, í Mexíkó,“ útskýrir Óttar en að gefnu tilefni skal tekið fram að umræddur bær á ekkert skylt við syndaborgina í Nevada og að bærinn var einnig sögusviðið fyrir Coen-myndina No Country for Old Men. „Það var sett ryk yfir allar göturnar, mold og ljósamöstur og þetta gekk allt mjög vel.“ Að sögn Óttars var dagskráin mjög þéttskipuð enda stóðu tökurnar yfir í aðeins 29 daga, sem þykir frekar lítið. Óttar hefur áður unnið með Baltasar Kormáki, það var við A Little Trip to Heaven. Hann segir leikstjórann vera vinnu- fíkil á tökustað, hann sé alltaf að, nánast allan sólarhringinn. „Mér sjálfum fannst frábært hversu miklu Baltasar náði út úr aðalleikaranum, Dermot Mul- roney. Þetta hlutverk var svolít- ið nýtt fyrir Mulroney, hann er í mynd nánast allan tímann og hann var algjörlega búinn á því undir lokin. Balti vinnur alltaf eins, og hjólar í fólk ef hann er ekki sáttur, alveg sama hvað það heitir. Hann barðist með kjafti og klóm fyrir öllu í myndinni og það var virkilega gaman að upplifa þetta með honum.“ Svo skemmti- lega vildi til að Óttari og Dermot varð vel til vina og þegar leikar- inn fékk tækifæri til að leikstýra sinni fyrstu mynd fékk hann Óttar sem tökumann. Myndin heitir Love, Wedding, Marriage og skartar Mandy Moore, Kellan Lutz og Jane Seymour í aðalhlut- verkum. Óttar staldrar ekki lengi við á Íslandi því hann heldur eftir tíu daga til Kína að taka upp ævin- týramyndina Mulan undir stjórn hollenska leikstjórans Jan de Bont. De Bont er hvað þekkt- astur fyrir stórmyndina Speed en Óttar og hann hugðust gera saman Stopping Power, hasar- mynd í Berlín, sem hætt var við. „Þetta er taka tvö hjá okkur. Ég er akkúrat á leiðinni niður í kín- verska sendiráðið til að ná í papp- íra. Myndin er stór, það verða nokkur hundruð manns við störf á henni, tvær leikmyndir byggð- ar og mér skilst að þeir ætli að reisa líkan af Kínamúrnum. Þetta verður bara virkilega spenn- andi, mikið af stórum hesta- og bardagasenum.“ Þrátt fyrir allt heimshornaflakkið hefur Óttar hins vegar aldrei gert kvikmynd á íslensku en hann segist gjarn- an vilja það. „Ég auglýsi hér með bara eftir áhugasömum.“ freyrgigja@frettabladid.is ÓTTAR Á LEIÐ TIL KÍNA BALTASAR VINNUFÍKILL Óttar Guðnason segir Baltasar vera algjöran vinnufíkil á tökustað en hann sé góður verkstjóri og nái því besta úr sínu fólki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Barnaflækjur í bíóhúsum Heimsfrumsýnd 22. október Það var náttúrulega heitt og mesta áskor- unin var að breyta Las Vegas í New Mexico í Mexíkó. ÓTTAR GUÐNASON KVIKMYNDATÖKUMAÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.