Alþýðublaðið - 23.08.1923, Síða 1

Alþýðublaðið - 23.08.1923, Síða 1
1923 Fimtudagitío 23 ágúst. 191. tölublað. Steinolíaeinkasalan. Lögtak. Hoinismarkaðiirinn. Steinolíuverzlunin úti í heimi heflr síðasta aldarhelming'mn eins og veizlun með ýmsar aðrar vörur farið úr samkeppnishammim yfir í verzlunar- og framleiðsluhringa, sem eru að verða einráðlr á markaðnum. Fyrstu sporin verða rakin til sambræðslufélags Rocke- fellers Standard Oil Co. 1872 og 1882. Fessum mikla olíuhring tókst fyrst að leggja undir sig steinolíuverzlunina í Vesturhéimi,. svo að 1904 hafði hann 85% af veitunni og var bví einráður þar. Siðan flutti hann valdsvið sitt yflr til Norðurálfu og kúgar á árunum 1896, 1906 og 1912 öll helztu / Öli ógreidd erfðafestugjöid, sem féllu í gjalddaga 1. október og 31. dezember 1922. verða tekin lögtaki að 8 dögum iiðnum frá birt- ingu þessarar auglýsingar, ef ekki eru gerð skil innan þess tírna. Bæjarfógetinn í Reykjavík* 21. ágúst 1923. Lárus Jðhannesson settur. F rí kirk jan. Safnaðargjö'd til Fríkirkjunnar eru fallin í gjalddaga; eru því safnaðarmenn hér með beðnir að greiða þau sem fyrst. Stjörnin. fólög þar undir sig eða til þess að láta þau lönd atskiftalaus, er hann verzlaði við. Fyrir stríðið var olíuverzlunin í heiminum því um það bil að komást á þrjár hendur, Standard Oil í Ameríku og Evrópu, utan Rússlands, Royal Dutch Shell, ensk-hollenzkt fólag, sem bafði mest a.lla Kyrrahafs- verzlunina, og E. P. U. sem hafði rússneskar og rúmenskar oliulindir, en öll þessi félög veizluðu þá hvert á sínu svæði. Ebn fremur má nefna Burmah Oil Co. sem var æðistórt félag, en óháð. í striðinu breyttist þetta þannig að Shellfélagiö, sem þá var aðal- iega enskt, komst yfir mjög miklar olíulindir víða og tók að færa sig til NorðurAlfunnar. Standard Oil stóð svo að segja í stað. Rúss- nesku oiíulindimar komust undir Sovjetsljórnina, og afurðir þeirra, urðu ekki til sölu utan Russlands. Aftur á móti tók enska stjórnin í kyrþey að mynda stórfelt stein- olíufélag, Anglo-Persian Co., og lagði tii % hlutafjái. Þetta félag er sameign stjórnarinnarogBurmah Oil og svo einstakra hlutafjáreig- enda. Hefir það lagt undir sig mestan hluta olíulindanna í Persíu, Litlu-Asíu, Macedoníu og miklar lindir í Rúmeníu, Columbíu, Ar- gentínu, Mexico og víðar. Heflr það verið rekið af svo miklum dugnaði, að nú má telja það hafa ótákmarkaðar olíulindir og fjárafl og vera einn hinna þriggja miklu steinolíuhringa, sem öllu ráða um olíuframleiðslu og olíuverð á heims* markaðnum. Starfa við það sjálft 60 — 80 þús. manns og undirfélög þess eru viðs vegar um heim. Nýjasta olíuhreinsunarstöð þess í Llandarcy á Englandi getur íull- nægt helmingi oiíuþarfar Englands og kostaði hún 90 millj- kr., en auk hennar eru hreinsunarstöövar víða annars staðar, og jafnvel helmingi stærri, eins og í Abadan. Standard Oil og Shellfélagiö eru fjárhagslega óháð hvort öðru, en samband er talið að vera milli þeirra. Anglo-Persian er aft- ur á móti beint gegn þessum hringum með það fyrir p,ugum, að það geti fullnægt þörfum Breta- veldis og haldið verðinu niðri. ' Bardagaaðferð Standard Oil á Sðngæfing barnaskólabarna verður föstu- dag 24. þ. m. í barnaskól- anum kl. 6 SÍðdegiS. móti minni fólögum var sú að lækka verðið í bili til þess • að kúga þau, en við sterkari félögin kaupa upp hlutina. Hvorugu þessu getur það beitt gegn Anglo-Persian, sem er jafnoki þess. Yonin um að steinolíuverð geti haldist skaplegt í heiminum erþví undir því komiu að Anglo-Persian nái sem víð- ast til. (Frh.) Héðinn Valdimarsson. Þjóðnýtt 8Jcipulag á framleiðslu og verzlun í stað frjálsrar og skipulagsluusrar framleiðslu og verzlunar í höndum áhyrgðarlausra einstaklinga.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.