Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 70
46 21. október 2010 FIMMTUDAGUR Fólk skrifar stöðugt um mig á netinu vegna þess að ég er kvik- myndaleikari og ég er ekkert sérlega hrifinn af því. JESSE EISENBERG LEIKARI Jesse Eisenberg fer með aðalhlutverkið í The Social Network sem er nýkomin í bíó hérlendis. Eisenberg ræddi um Facebook, frægð- ina og Mark Zuckerberg á blaðamannafundi í París. Jesse Eisenberg leikur stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, í kvik- myndinni The Social Network. Hún hefur hlotið frábæra dóma og Eisen- berg stendur sig með mikilli prýði í aðalhlutverkinu. Hinn 27 ára leik- ari vakti heimsathygli í myndunum Adventureland og Zombieland sem komu út í fyrra en með vinsældum The Social Network hefur frægðar- sól hans risið enn hærra og margir spá honum miklum frama í Holly- wood á næstu árum. Eisenberg var mjög viðkunnan- legur þegar Fréttablaðið hitti hann í París í hópi blaðamanna. Hann byrjaði á að svara því hvort hann hefði vitað eitthvað um Mark Zuck- erberg áður en hann var beðinn um að leika í myndinni. „Ég hafði aldrei séð ljósmynd af Mark eða lesið viðtal við hann. Ég var svo heppinn að hafa mikið af efni til að skoða og rannsaka þegar ég bjó mig undir hlutverkið, þar á meðal umsókn Marks í Harvard-háskóla,“ segir Eisenberg og er sammála því að töluverð ábyrgð hafi fylgt því að leika þennan milljarðamæring. „Ábyrgðin var samt mest gagn- vart handriti Aarons [Sorkin]. Í því var gerð grein fyrir persónunni en þegar ég fór að leika hana fór mér að þykja vænt um hana og í fram- haldinu hinn raunverulega Zuck- erberg. Mér fannst ég túlka hann á sanngjarnan hátt í myndinni.“ Aldrei hitt Zuckerberg Zuckerberg hefur lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á að sjá The Social Network. Hvað finnst þér um þessi viðbrögð hans? „Ég get vel skilið þau. Það er örugglega mjög óþægilegt að búin sé til mynd um eitthvað sem maður gerðir í háskóla. Ég beið sjálfur í nokkra mánuði með að sjá myndina því ég hef ekki gaman af að horfa á sjálf- an mig leika. Mér finnst það óþægilegt. Ég get þess vegna rétt ímyndað mér hvernig alvöru mann- eskjunni líður.“ Eisenberg hefur aldrei hitt Zuckerberg en hvað myndi hann segja við hann ef þeir myndu hitt- ast? „Ég held ég eigi nú eftir að hitta hann. Frændi minn vinnur fyrir hann og þeir hittast í hverri viku. Ég er viss um að við eigum eftir að hittast því ég hef hitt alla þá sem frændi minn vinnur fyrir. Ég veit ekki hvað ég myndi segja en ég hlakka mikið til að hitta hann. Ég er mikill aðdáandi hans,“ segir Eisenberg. Notar ekki Facebook Facebook-síðan hefur verið gagn- rýnd fyrir að stuðla að því að tengsl fólks við umheiminn minnki, því það eyði of miklum tíma fyrir fram- an tölvuna. Eisenberg er ekki alveg sammála þessu. „Þegar ég var í menntaskóla fór ég heim og sett- ist aleinn fyrir framan sjónvarpið. Systir mín sem er tíu árum yngri en ég kemur heim eftir skóla, fer beint á Facebook og talar við vin- konur sínar. Það er því hægt að segja að hún sé í meiri samskipt- um en ég því þegar hún fer í skól- ann daginn eftir og hittir vinkonur sínar hafa þær eytt meiri tíma í að tala saman en ég. Persónuleg tengsl þeirra eru því kannski sterkari,“ segir hann. „Þetta er eins og með símann. Á sama tíma og hann aðskilur okkur færir hann okkur nær hvert öðru. Þeir sem gagnrýna Facebook fyrir að ýta okkur í sundur átta sig ekki á mikilvægum hluta þess.“ Eisenberg er sjálfur ekki á Facebook og það er góð ástæða fyrir því: „Fólk skrifar stöðugt um mig á netinu vegna þess að ég er kvik- myndaleikari og ég er ekkert sérlega hrifinn af því. Ég vil ekki verða til þess að menn skrifi enn meira um mig á netinu.“ Ánægður með Fincher David Fincher, maðurinn á bak við Se7en, The Fight Club og The Curi- ous Case of Benjamin Button, leik- stýrir The Social Network. Vinnu- brögð Finchers komu Eisenberg á óvart. „Ég bjóst við því að einhver sem er eins tæknilega góður og David Fincher hefði minni áhuga á leikurunum sjálfum en það kom í ljós að hann hafði mestan áhuga á þeim. Persónurnar í myndinni eiga í alls konar deilum og hver og ein þeirra virðist hafa rétt fyrir sér. Þess vegna heimtaði hann ákveð- inn sannfæringarkraft frá leikur- unum og vildi að þeir tryðu því að persónurnar sínar hefðu rétt fyrir sér. Þannig tókst honum að búa til svona áhugaverða mynd þar sem áhorfendur skiptast á að halda með persónunum,“ segir hann. Hræðist miklar vinsældir Eisenberg er þegar orðinn einn heitasti ungi leikarinn í Hollywood. Margar ungar stjörnur eiga erf- itt með að fylgja eftir vinsældum sínum og brenna margar hverjar út. Hefðirðu viljað bíða með að ná svona miklum frama svona ungur að árum? „Leiklistin er þannig að maður getur verið vinsæll mjög ungur vegna þess að framleiðendur þurfa leikara til að leika ungt fólk. Á sama hátt getur maður í framhald- inu eytt öllu lífinu í að svekkja sig á því að maður nái ekki að viðhalda vinsældunum.“ Hann viðurkenn- ir að vera sjálfur hræddur við það. „Ég reyni að hafa önnur áhugamál í lífinu. Ég hef gaman af því að fara í hjólreiðartúra og ég sem líka leikrit. Það er nokkuð sem tekur oft tíma að verða góður í.“ freyr@frettabladid.is Er aðdáandi Zuckerbergs og hlakkar til að hitta hann JESSE EISENBERG Aðalleikari The Social Network hlakkar mikið til að hitta Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook. NORDICPHOTOS/GETTY Rio (Teiknimynd - 2011) The Social Network (2010) Solitary Man (2009) Zombieland (2009) Adventureland (2009) The Hunting Party (2007) The Squid and the Whale (2005) The Village (2004) HELSTU MYNDIR JESSE EISENBERG SÍMI 564 0000 7 7 14 12 L 16 L L SÍMI 462 3500 7 L 14 L SOCIAL NETWORK kl. 8 - 10.30 BRIM kl. 5.30 THE AMERICAN kl. 10.30 Síðasta sýning EAT PRAY LOVE kl. 5.30 Síðasta sýning SÍMI 530 1919 7 12 L L L SOCIAL NETWORK kl. 6 - 9 BRIM kl. 6 - 8 - 10 EAT PRAY LOVE kl. 6 - 9 SUMARLANDIÐ kl. 6 - 8 WALL STREET 2 kl. 10 SOCIAL NETWORK kl. 5.20 - 8 - 10.35 SOCIAL NETWORK LÚXUS kl. 5.20 - 8 - 10.35 THE AMERICAN kl. 8 - 10.20 BRIM kl. 4 - 6 - 8 EAT PRAY LOVE kl. 5 - 8 PIRANHA 3D kl. 10.45 WALL STREET 2 kl. 10 AULINN ÉG 3D kl. 3.40 - 5.50 .com/smarabio J.V.J. - DV Stórkostlegt listaverk! K.I. -Pressan -H.G., MBL NÝTT Í BÍÓ! -H.V.A., FBL - bara lúxus Sími: 553 2075 THE SOCIAL NETWORK 5, 7.30 og 10 7 DINNER FOR SCHMUCKS 5.45, 8 og 10.20 7 THE AMERICAN 8 og 10.20 14 AULINN ÉG 3D 6 L  “This is, quite simply, the best movie I’ve seen all year.” LEONDARD MALTIN “the town is that rare beast.” EMPIRE BEN AFFLECK LEIKUR BANKARÆNINGJA Í SINNI BESTU MYND TIL ÞESSA BESTA SKEMMTUNIN ÁLFABAKKA KRINGLUNNI SELFOSSI AKUREYRI ÓRÓI kl. 5:50 - 8 - 10:20 THE TOWN kl. 6 - 8 - 10:40 THE TOWN kl. 8 - 10:40 FURRY VENGEANCE kl. 6 - 8 DINNER FOR SCHMUCKS kl. 5:40 - 8 - 10:20 SOLOMON KANE kl. 10:20 SOLOMON KANE kl. 5:40 GOING THE DISTANCE kl. 8:30 - 10:40 ALGJÖR SVEPPI-3D kl. 6 ÓRÓI kl. 5:50 - 8 - 10:20 THE TOWN kl. 8 - 10:40 FURRY VENGEANCE kl. 6 ALGJÖR SVEPPI-3D kl. 6 STEP UP 3 kl. 8 INCEPTION Sýnd í síðasta sinn 21.okt. kl. 10:10 ÓRÓI kl. 8 - 10:20 DINNER FOR SCHMUCKS kl. 8 - 10:20 FURRY VENGEANCE kl. 6 ÓRÓI kl. 8 - 10 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 THE TOWN kl. 8 - 10:30 10 10 10 10 7 7 16 16 L L L 12 7 16 16 L L L L frá leikstjóra “MEET THE PARENTS” Steve Carell og Paul Rudd SJÁÐU - STÖÐ 2 R.E. FBL H.S. MBL „Besta mynd sinnar tegundar á klakanum og hiklaust ein af betri íslenskum myndum sem ég hef séð.“ T.V. KVIKMYNDIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.