Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 72
 21. október 2010 FIMMTUDAGUR48 sport@frettabladid.is 110 ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ er enn í frjálsu falli á styrkleikalista FIFA. Liðið er í 110. sæti á listanum sem gefinn var út í gær og fellur um tíu sæti á milli mánaða. Ísland er nú áttunda versta Evrópuþjóðin í knattspyrnu samkvæmt listanum. Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Spennan magnast áfram í N1 deildinni. Við á N1 hvetjum alla unnendur skemmtilegs handbolta til að mæta nú á völlinn og styðja sitt lið til sigurs. Góða skemmtun! BARÁTTA Í BOLTANUM N1 DEILD KARLA Selfoss – Afturelding Selfoss 21. okt. kl. 19:30 Fram – Valur Framhús 21. okt. kl. 19:30 Akureyri – Haukar Höllin Akureyri 22. okt. kl. 19:00 HK – FH Digranes 23. okt. kl. 15:45 N1 DEILD KVENNA ÍBV – Haukar Vestmannaeyjar 23. okt. kl. 13:00 HK – Grótta Digranes 23. okt. kl. 13:30 Stjarnan – Valur Mýrin 23. okt. kl. 14:00 ÍR – FH Austurberg 23. okt. kl. 16:00 FÓTBOLTI Wayne Rooney sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem að hann staðfesti að hann vilji fara frá Manchester United. „Ég hitti David Gill [fram- kvæmdastjóra United] í síðustu viku og hann gat ekki gefið mér þau svör sem ég vildi fá um fram- tíðarskipan liðsins. Það var þá sem ég sagði honum að ég myndi ekki skrifa undir nýjan samning,“ sagði Rooney í yfirlýsingu. „Hvað mig varðar snýst þetta allt um að vinna til verðlauna, eins og félagið hefur alltaf gert undir stjórn Sir Alex. Ég stend ævinlega í stórri þakkarskuld við Sir Alex Ferguson. Hann er frá- bær stjóri og lærifaðir sem hefur stutt mig frá fyrsta degi er ég kom til félagsins frá Everton, 18 ára gamall,“ sagði Rooney. „Ég óska þess fyrir hönd Manchester United að hann verði áfram í starfi að eilífu því hann er einstakur og snillingur.“ -esá Yfirlýsing frá Rooney í gær: Efast um fram- tíð Man. United SPILAR HANN AFTUR MEÐ UNITED? Wayne Rooney. NORDICPHOTOS/GETTY N1 deild kvenna Valur-HK 30-19 (14-7) Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 8, Hildi gunnur Einarsdóttir 6, Ágústa Edda Björnsdóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Kristín Guðmunds dóttir 3, Anett Köbli 3, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Karólína B. Gunnarsdóttir 1. Mörk HK: Elva Björg Arnarsdóttir 5, Elín Anna Baldursdóttir 3, Elísa Ósk Viðarsdóttir 2, Líney Rut Guðmundsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Tinna Rögnvaldsdóttir 1, Gerður Arinbjarnar 1, Heiðrún Björk Helgadóttir 1, Harpa Baldursdóttir 1, Salka Þórðardóttir 1. Iceland Express kvenna Njarðvík-Fjölnir 90-50 (42-23) Stigahæstar: Dita Liepkalne 22, Shayla Fields 18 (9 stoðs.), Ína María Einarsdóttir 13, Ólöf Helga Pálsdóttir 10, Eyrún Líf Sigurðardóttir 9, Heiða Valdimarsdóttir 8 - Margareth McCloskey 22, Inga Buzoka 10, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6. Sænski körfuboltinn Sundsvall Dragons-Uppsala Basket 78-65 Hlynur Bæringsson var með 10 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar fyrir Sundsvall og Jakob Sigurð arsonar skoraði 16 stig. Helgi Már Magnússon var með 6 stig og 6 fráköst í liði Uppsala. Þýski bikarinn í handbolta Emsdetten-Huttenberg 35-34 Patrekur Jóhannesson þjálfari Emsdetten. Hannover Burgdorf-Lemgo 28-25 Vignir Svavarsson skoraði 5 mörk á móti sínum gömlu félögum, Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 4 mörk og Hannes Jón ´nsson skoraði 3 mörk. Rheinland-Kiel 27-32 Sigurgbergur Sveinsson skoraði 9 mörk og Árni Þór Sigtryggson var með 1 mark fyrir Rheinland. Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk fyrir Kiel. Bittenfeld-Rhein-Neckar Lowen 28-39 Róbert Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Rhein- Neckar Löwen og Ólafur Stefánsson var með eitt. Arnór Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Bittenfeld. ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI Internazionale, Manchest- er United og Barcelona eru öll í efsta sæti í sínum riðlum eftir sigra í 3. umferð Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Franska liðið Lyon er hins vegar eina liðið í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir fyrstu þrjá leikina. Inter vann 4-3 sigur á Tottenham í uppgjöri efstu liðanna í A-riðli þar sem úrslitin réðust í rauninni í upp- hafi leiks. Inter var komið yfir eftir rúma mínútu og orðið manni fleiri sjö mínútum síðar. Inter var síðan 4-0 yfir í hálfleik en Gareth Bale skoraði þrennu í seinni hálfleik fyrir tíu manna lið Tottenham. Gareth Bale gafst ekki upp þrátt fyrir vonlitla stöðu og skoraði þrjú stórbrotin mörk í seinni hálf- leik. Tvö þau fyrstu skoraði hann með frábærum einleik upp vinstri vænginn. „Við vorum einbeitingar- lausir í upphafi leiks og erum hreinlega ekki með á hreinu hvað gerðist eigin- lega. Það er margt jákvætt sem við getum tekið úr seinni hálfleiknum því við sýndum það með tíu menn hversu gott lið við erum með,“ sagði Bale. „Það er ekki hægt að f i n n a betri vinstri vængmann í heiminum og það eru öruggleg ekki marg- ir leikmenn í heiminum betri en hann á þessari stundu,“ sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham um hinn magnaða Gar- eth Bale. Manchester United er komið með tveggja stiga forskot í C-riðli eftir 1- 0 sigur á tyrkneska liðinu Bursapor og 1-1 jafntefli hjá Rangers og Val- encia í Glasgow. Nani skoraði frá- bært sigurmark fyrir Manchester United strax á sjöundu mínútu þegar hann fékk boltann 40 metrum frá marki, lék í átt að markinu, lét vaða á 25 metra færi og bolt- inn söng í marknetinu. „Við hefðum getað gert betur í síðasta þriðjungnum en þetta var mjög mikilvæg- ur sigur fyrir stuðningsmenn- ina,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United. Barcelona tók toppsætið af danska liðinu FC Kaupamannahöfn með 2-0 sigri í leik lið- anna á Nývangi. Lion- el Messi skoraði bæði mörkin. Raúl González skor- aði tvö mörk í 3-1 sigri Schalke en hann hefur þar með skorað á fimmtán tímabilum í Meistaradeildinni. ooj@frettabladid.is Mögnuð þrenna hjá Bale Gareth Bale skorað þrennu fyrir tíu manna lið Tottenham í 3-4 tapi á móti Inter í Mílanó. Man. United og Barcelona eru á toppnum í sínum riðlum. Meistaradeildin í gær A: Twente-Werder Bremen 1-1 1-0 Janssen (75.), 1-1 Arnautovic (80.) A: Inter Milan-Tottenham 4-3 1-0 Javier Zanetti (2., 2-0 Samuel Eto’o, víti (11.), 3-0 Stankovic (14.), 4-0 Eto’o (35.), 4-1 Gareth Bale (52.), 4-2 Bale (90.), 4-3 Bale (90.+1) B: Olympique Lyon-Benfica 2-0 1-0 Jimmy Briand (22.), 2-0 López (52.) B: Schalke 04-Hapoel Tel Aviv 3-1 1-0 Raúl (3.), 2-0 Raúl (58.), 3-0 José Manuel Jurado (68.), 3-1 Shechter (90.) C: Glasgow Rangers-Valencia 1-1 1-0 Maurice Edu (34.), 1-1 Sjálfsm. (43.) C: Manchester United-Bursaspor 1-0 1-0 Nani (7.) D: Barcelona-FC Kaupmannah. 2-0 1-0 Lionel Messi (19.), 2-0 Messi (90.) D: Panathinaikos-Rubin Kazan 0-0 HETJULEG FRAMMI- STAÐA Gareth Bale með boltann í leikslok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.