Fréttablaðið - 21.10.2010, Page 78

Fréttablaðið - 21.10.2010, Page 78
54 21. október 2010 FIMMTUDAGUR LÖGIN VIÐ VINNUNA „Djöfulsins klassi það – á þess- um síðustu og verstu,“ segir stór- söngvarinn Helgi Björnsson þegar blaðamaður tjáir honum að plata hans og Reiðmanna vindanna, Þú komst í hlaðið, hafi eytt síðustu 16 vikum á toppi Tónlistans. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu (sem gaf út plötuna) og stjórnarmaður í Félagi hljómplötu- framleiðenda, segir engin gögn til um að ein plata hafi verið á toppi Tónlistans samfleytt í fjóra mán- uði. Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna hafa því sett glæsilegt Íslandsmet. Laga- og Tónlistarnir eru birtir í fyrsta skipti í Frétta- blaðinu í dag á blaðsíðu 40. Þeir voru áður birtir í Morgunblaðinu. Spurður um uppskriftina að slík- um vinsældum segir Helgi að þetta hafi verið spurning um að standa við gefin loforð. „Ég var búinn að vera að syngja og djamma lög í hestaferðum og tala um það lengi að gefa út hestamannaplötu,“ segir hann. „Ég henti plötunni saman og það gekk rosalega vel. Þannig að það var kjörið að gera aðra. Fólk hefur talað um að sú nýrri sé betri en hin – ég skal ekki leggja dóm á það sjálfur en við lögðum vel í hana.“ Þú komst í hlaðið hefur selst í tæplega 10.000 eintökum sam- kvæmt upplýsingum frá Senu, en fyrri plata Helga og Reiðmanna vindanna hefur selst í tæplega 9.000. En er sú þriðja væntanleg? „Ég veit það ekki. Hins vegar er strax byrjað að gauka að mér lögum – ég skal játa það,“ segir Helgi og bætir við að menn séu duglegir við að minna hann á hvaða lög hafi gleymst á fyrstu plötunum tveimur. „Verkefnið hefur einhvern veginn öðlast sjálfstæðan vilja.“ En útgefandinn er væntanlega æstur? „Ég efa það ekki. Ég er samt ekki búinn að gera nein plön um það. Það er fullt af öðrum hlutum sem þurfa að komast að fyrst,“ segir Helgi og laumar að blaða- manni að ný plata með SSSól sé jafnvel væntanleg í vor eða sumar. atlifannar@frettabladid.is HELGI BJÖRNSSON: LÖGÐUM VEL Í PLÖTUNA ÞÚ KOMST Í HLAÐIÐ Þú komst í hlaðið setur Íslandsmet á Tónlistanum Á TOPPNUM Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna hafa setið á toppi Tónlistans með plötu sína Þú komst í hlaðið í fjóra mánuði. MYND/SPESSI þúsund eintök af tveimur plötum Helga Björns og Reiðmanna vindanna hafa selst á tveimur árum. 18 „Þetta er bara svona, maður verður að taka þessu,“ segir Jón Atli Jónasson, leikskáld og leikstjóri. Jón Atli er að leggja lokahönd á leiksýninguna Mojito sem hann leikstýrir og skrifar sjálfur og verður frumsýnd í Tjarn- arbíói á næstunni. Jón Atli var líka langleiðina kominn með að setja upp einleikinn Djúpið í Svíþjóð með sænsku stórstjörnunni Michael Nyqvist. Nyqist er hvað þekktastur fyrir leik sinn í spennumyndunum um Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander eftir Millennium-þríleik Stiegs Larsson. „En svo hringdi hann bara í mig frá Hollywood og sagði að við þyrftum að fresta þessu í hálft ár, hann væri að fara að leika í Mission: Impossible 4,“ segir Jón Atli en eins og flestum ætti að vera kunn- ugt um eru þær myndir hugarfóstur Tom Cruise, hinnar smávöxnu stórstjörnu. Leiðir Jóns og Nyqvists lágu saman fyrir um ári. „Ég setti upp Djúpið í Skot- landi og langaði til að prófa að fara með það aðeins víðar. Ég sendi honum því bara handritið og hann varð svona hrif- inn að hann bauð mér heim til sín í mat í Svíþjóð þar sem ég hitti hann og fjölskylduna hans. Og síðan þá höfum við verið að vinna að því að láta þetta gerast.“ Örlögin gripu hins vegar í taumana og Nyqvist er nú á leið til Holly- wood eins og annar samstarfs- félagi Jóns Atla, Baltasar Kormákur. „Þeir tveir eiga þetta báðir skilið, þetta eru miklir hæfileikamenn.“ - fgg Tom Cruise rænir leikara af Jóni Atla „Ég hlusta nú ekkert voðalega mikið, en svolítið á Muse og Kaiser Orchestra og svo er það bara Kaninn og Bylgjan.“ Stefán Jóhann Arngrímsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í póker. „Þetta er mjög fallegur pakki,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri Nætur-, Dag- og Fangavaktarinn- ar. Vaktabókin kemur út í dag. Við- hafnarútgáfa af kvikmyndinni Bjarnfreðarson fylgir bókinni sem inniheldur að sögn Ragnars alls kyns dót sem féll til við gerð myndarinnar og þáttanna. „Það er ýmislegt sem hefur ekki komið fram; bréf, póstkort og alls konar hlutir sem við höfum unnið en hafa ekki birst í seríunum,“ segir Ragnar. „Þessu var safnað saman í úrklippubók. Bókin er tvískipt. Helm- ingurinn er alls konar dót sem gefur okkur skemmtilega mynd af þessum persónum og þeirra lífs- hlaupi. Seinni hlutinn er handritið af Bjarnfreðarsyni í heild sinni.“ Frosti Gnarr, stjúpsonur Jóns Gnarr, hannaði bókina og tók efnið saman ásamt Ævari Grímssyni, einum af fimmmenningunum á bak við þættina og myndina. En er ekki búið að mjólka það sem hægt er að mjólka úr Vöktun- um? „Jú, ég held það nú. Þetta er loka- hnykkurinn. Okkur fannst þegar við fórum að skoða efnið sem strákarnir voru búnir að vinna að það þyrfti að koma út fyrir nörd ana. Þetta verður líka í takmörkuðu upplagi – ég held að það séu bara 3.000 eintök gerð.“ - afb Georg og félagar í nýrri úrklippubók Í SÉÐ OG HEYRT Á meðal þess sem finna má í bók- inni er mynd af Ólafi Ragnari og Georg á forsíðu Séð og heyrt. Í NÝJU LJÓSI Bókin varpar nýju ljósi á félagana Georg, Ólaf Ragnar og Daníel. „Þetta er rómantísk gamanmynd sem er innblásin af áhuga mínum á rómantískum gamanmyndum síðastliðin fimmtán ár.“ Þetta segir rithöfundurinn Óttar Mart- in Norðfjörð sem nú situr sveittur í spænsku borginni Sevilla að skrifa kvikmyndahandrit fyrir umboðs- skrifstofu í Hollywood. Óttar var ekki reiðubúinn strax að segja frá því hvaða umboðs- skrifstofa þetta væri en að þetta væri alvöru umboðsskrifstofa með starfsfólki og tölvupóstföng- um. „Það er nefnilega ekkert sjálf- gefið. Það er til fullt af fólki sem er reiðubúið að svindla á manni og vill stela af manni hugmyndum og annað slíkt,“ segir Óttar og nefn- ir sem dæmi að þegar hann sendi fyrsta útdráttinn af handritinu á nokkrar umboðsskrifstofur í Holly- wood og London fékk hann strax svar frá einni skrifstofu. „Hún vildi endilega fá eitthvað meira frá mér þannig að ég gúgglaði hana og komst að raun um að maður ætti alls ekki að senda henni því þetta væru þjófar.“ Óttar bætir því við að umboðsskrifstofan sem hann skrifi fyrir hafi fengið bæði útdrátt og svokallað „treatment“ sem er ögn lengra og sé á opinber- um lista yfir góðu gæjana. Óttar hefur þegar keypt öll rétt- indi sem eru í boði og hann býst við að senda þeim fyrsta uppkastið strax eftir helgi. „Hin fagra list er svo aftarlega á merinni í þessum heimi, þarna snýst allt um samn- inga og peninga.“ - fgg Skrifar handrit fyrir Hollywood HANDRIT Í HITAMOLLU Óttar Martin situr nú sveittur í 28 stiga hita í Sevilla á Spáni og skrifar handrit að rómantískri gamanmynd fyrir umboðsskrifstofu í Hollywood FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR LEIKUR MEÐ CRUISE Tom Cruise fékk Michael Nyqvist til að leika í Mission: Imposs - ible 4 og því þurfti að fresta uppsetningu á Djúpinu eftir Jón Atla í Svíþjóð. Fös 22.10. Kl. 20:00 aukas. Lau 23.10. Kl. 20:00 3. sýn Lau 30.10. Kl. 20:00 4. sýn Sun 31.10. Kl. 20:00 5. sýn Fös 5.11. Kl. 20:00 6. sýn Lau 6.11. Kl. 20:00 7. sýn Fim 11.11. Kl. 20:00 8. sýn Fös 12.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Sun 21.11. Kl. 15:00 br. sýn.tími Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 28.11. Kl. 20:00 Lau 23.10. Kl. 13:00 Lau 23.10. Kl. 15:00 Sun 24.10. Kl. 13:00 Sun 24.10. Kl. 15:00 Lau 30.10. Kl. 13:00 Lau 30.10. Kl. 15:00 Sun 31.10. Kl. 13:00 Sun 31.10. Kl. 15:00 Lau 6.11. Kl. 13:00 Lau 6.11. Kl. 15:00 Sun 7.11. Kl. 13:00 Sun 7.11. Kl. 15:00 Lau 13.11. Kl. 13:00 Lau 13.11. Kl. 15:00 Sun 14.11. Kl. 13:00 Sun 14.11. Kl. 15:00 Fim 21.10. Kl. 20:00 aukas. Fös 22.10. Kl. 20:00 Lau 23.10. Kl. 20:00 Fim 28.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Lau 30.10. Kl. 20:00 Sun 31.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Fös 5.11. Kl. 20:00 Lau 6.11. Kl. 20:00 Fim 11.11. Kl. 20:00 Fös 12.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 24.10. Kl. 19:00 Þri 26.10. Kl. 19:00 Mið 27.10. Kl. 19:00 Fim 28.10. Kl. 19:00 Mið 3.11. Kl. 19:00 aukas. Sun 7.11. Kl. 19:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Sun 14.11. Kl. 19:00 Mið 24.11. Kl. 19:00 aukas. Fim 25.11. Kl. 19:00 aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 aukas. Fim 21.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fim 18.11. Kl. 20:00 Aukas. Fös 26.11. Kl. 20:00 Fös 3.12. Kl. 20:00 Ö Ö Ö U U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) U U U Ö U Ö Ö Ö Ö U U Ö Ö U Ö Ö U U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö U Ö U Ö U U Ö FiNNSKi HESTURiNN „Fimm stjörnu Ólafía Hrönn“GB, Mbl Ö Ö U Ö U Ö Ö U U Ö

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.