Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 DÓMSMÁL Störfum í réttarkerfinu hefur verið fjölgað um um það bil eitt hundrað til að mæta auknu álagi við rannsókn og saksókn og við dómstóla vegna hruns bank- anna. Til margra þessara nýju starfa hafa ráðist starfsmenn frá öðrum opinberum embættum. Fólk hefur flust á milli starfa og skilið eftir sig skörð. Enn er í ráði að fjölga störfum. Til dæmis er rætt um að fjölga þurfi tímabundið stöðum hæsta- réttardómara um átta. Forsetar lagadeilda Háskóla Íslands og Háskólans á Bifröst og formaður Lögfræðingafélags- ins óttast að hið opinbera geti ekki keppt við einkageirann um hæf- asta starfsfólkið. Því ráði lág laun hjá ríkinu í samanburði við það sem býðst á almenna markaðnum auk þess sem álagið sé mikið. Róbert R. Spanó, forseti laga- deildar HÍ, segir vandamál að fá hæft fólk til að gegna opinberum embættum. „Það er áhyggjuefni hvort opinbera launakerfið sem slíkt sé í stakk búið til að krækja í þá lögmenn sem hafa burði til að sinna þessum störfum.“ Kristín Edwald, formaður Lög- fræðingafélagsins, segir að ekki sé nægilega vel búið að dómurum og saksóknurum „sem leiðir til þess að fólk með reynslu og þekkingu sækist ekki eftir þessum störf- um“. Bryndís Hlöðversdóttir, for- seti lagadeildarinnar á Bifröst, er sömu skoðunar en sér líka tæki- færi í stöðunni. Auka beri fjöl- breytileika í mikilvægum embætt- um. „Ég tel til dæmis að markvisst þurfi að vinna gegn þeirri tilhneig- ingu að ráða helst karla í Hæsta- rétt,“ segir Bryndís. - bþs / sjá síðu 10 Föstudagur skoðun 18 22. október 2010 FÖSTUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 1 sneið maltbrauð eða danskt rúgbrauð4 sneiðar reyktur lax1 meðalstór kartafla 2/3 matar- hvítvín á móti 1/3 af vatni salatblað 2 i 2 litlar lárperur skornar í teninga (eða ein stór) Sjóðið kartöfluna í hvítví-ninu. Blandið saman majonesi, wasabi, kavíar og lárperu. Steikið risarækjur (til dæmis upp úr hvítlaukstei lj Krabbameinsfélag Íslands heldur konukvöld í Háskólanum í Reykjavík í kvöld undir heitinu Bleika boðið 2010. Um veislu- stjórn sjá Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Jón Jósep Snæ- björnsson. Landsfrægir listamenn, tónlistarfólk og dansarar leggja sitt af mörkum og haldin verður tískusýning íslenskra hönnuða. Nánar á www.krabb.is V eitingakonan Marentza Poulsen hefur kennt smurbrauðsnámskeið í Hótel- og matvælaskól-anum síðustu ár og hefur fundið fyrir auknum áhuga Íslendinga á smurbrauðsgerð að undanförnu. „Það er með áherslur í matargerð eins og öðru að þær fara í hring. Ég held þó að skýringuna sé helst að finna í auknum áhuga á nor-rænni matargerð á undanförnum árum enda smurbrauð einkenn-andi fyrir hana.“ Marentza segir smurbrauðið þó hafa tekið kum b Áhugi á smurbrauðsgerð hefur aukist að undanförnu. Það er nútímalegra í framsetningu en oft áður. BRAUÐ MEÐ REYKTUM LAXIhvítvínssoðnum kartöflum og lárperumauki Marentza er ánægð með aukinn áhuga Íslendinga á smurbrauðsgerð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVASmurbrauðið sækir á Veitingahúsið Pe l Verð 8.490 kr. Villibráðar-hlaðborð 21. október - 17. nóvemberMatreiðslumeistarar Perlunnar velja hráefni frá öllum heimshornum til að útbúa bestu villibráð sem hægt er að bjóða upp á. Nú getur þú notið þess besta í villibráðarhlaðborði Perlunnar. Góð tækifærisgjöf! Jólahlaðborð Perlunnar hefst 18. nóvemberTilboð mán.-mið. 7.290 kr. — Verð: 8.290 kr. föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 22. október 2010 AL Hjörvar Hafliðason hefur slegið í gegn á skjánum 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur veðrið í dag 22. október 2010 248. tölublað 10. árgangur Ert þú strumpur? STRUMPAR ÚTSÖLULOK UM HELGINA Hrekkjavaka nálgast! Hræðilegt úrval af hryllilegum vörum www.partybudin.is Faxafeni 11 • sími 534 0534 Yfir 600 hrekkjavökuvörur í vefverslun okkar VIÐ ERUM Á KLETTHÁLSI 11 NÚ LÁTUM VIÐ HJÓLIN SNÚAST! Dæmi um ÓTRÚLEGA GOTT VERÐ á okkar bílum Mazda 3 1.6 Ek. 64 þús. Nýskr. 06/07. Bsk. Verð áður: 1.980 þús. kr. OUTLETVERÐ 1.580 þús. kr. 365 kjólar boðnir upp Gíslína Dögg Bjarkadóttir safnaði kjólum úr geymslum kvenna í eitt ár. tímamót 26 ÉL NORÐAUSTAN TIL Í dag verða víðast norðan 5-10 m/s. Él NA-til en annars víða bjartviðri. Hiti 1-4 stig en vægt frost N-lands. VEÐUR 4 1 1 0 0 -2 Spæjarar á hjólum Jakob Frímann Magnússon um miðbæjarmálin. viðtal 16 LÖGREGLUMÁL Fjórir karlar voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um framleiðslu, sölu og dreifingu á fíkniefnum. Mennirnir, sem eru litháískir ríkisborgarar á þrítugs- og fertugsaldri, voru handteknir í Reykja- vík og Grímsnesi á miðvikudag og í kjölfarið dæmdir í gæsluvarðhald til 4. nóvember. Samhliða handtökunum voru gerðar fimm húsleit- ir í Reykjavík, Reykjanesbæ og Grímsnesi. Þar var lagt hald á amfetamín og kókaín og um tvö kíló af maríjúana, auk um 6 milljóna króna í reiðufé sem er álitið að sé afrakstur fíkniefnasölu. Lögregla lagði einnig hald á ýmis önnur verðmæti sem og hluti sem taldir eru tengjast ætlaðri brotastarfsemi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að tæki sem fundust við húsleit hafi verið ætluð til framleiðslu amfetamíns, en rannsókn málsins er enn á frumstigi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð fyrir aðgerðinni og naut aðstoðar lögregluliðanna á Sel- fossi og Suðurnesjum auk lögreglumanna frá emb- ætti ríkislögreglustjóra. - jss, þj Lögregla handtók fjóra litháíska menn í Reykjavík og Grímsnesi: Grunaðir um amfetamínframleiðslu Launin geta fælt frá Ríkið er illa samkeppnishæft við einkamarkaðinn um bestu lögfræðingana. Forsetar lagadeilda telja mikilvægt að launakerfi hins opinbera verði endur- skoðað. Hundrað ný störf hafa orðið til í réttarkerfinu vegna hrunsmála. STJÓRNLAGAÞING 525 framboð bár- ust til stjórnlagaþings en fram- boðsfrestur rann út á mánudag. Af þeim voru 366 karlar og 159 konur. Þórhallur Vilhjálmsson, ritari landskjörstjórnar, segir að ekki sé upplýsingar að fá um fjölda gallaðra framboða að svo stöddu. Hins vegar hafi meðmælendur einhverra frambjóðenda verið of margir og þeir þurfi því að fjar- lægja meðmælendur af skránni. Þeir hafa frest til hádegis á laugar- dag til að laga framboð sín. Landskjörstjórn kemur saman til fundar á mánudaginn kemur til að taka endanlega afstöðu til fram- boðanna. Að því búnu mun lands- kjörstjórn ganga frá lista yfir frambjóðendur til birtingar. Í blaðinu í dag er gerð ítarleg grein fyrir kosningakerfinu sem kosið verður eftir til þingsins. - kh, sh / sjá síðu 12 525 vilja á stjórnlagaþing: Þurfa að fækka meðmælendum VEÐUR Vetur konungur gengur í garð um helgina en fyrsti vetrar- dagur er á morgun. Útlit er fyrir að kalt verði á landinu um helgina en annars er spáð góðu veðri, einkum suðvest- anlands. Á sunnudag mun hvessa austan til með éljagangi norðan- og austanlands. Frostið getur farið niður í allt sjö stig, en eftir helgina mun hlýna töluvert að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Norðanmenn fengu forskot á sæluna þegar þeir vöknuðu upp við hvíta jörð í gærmorgun og þurftu að skafa snjó af bílum sínum. Þá var örtröð á dekkja- verkstæðum á Akureyri. Starfs- fólk í Hlíðarfjalli setti snjóvél- arnar í gang í fyrsta sinn á þessu hausti og stefnir á að opna skíða- brekkurnar í næsta mánuði. Fyrsta vetrardag ber upp á laugardag, 21. til 27. október ár hvert. - þj Vetur gengur í garð: Áfram verður kalt í veðri FYRSTI SNJÓRINN Norðanmenn vöknuðu upp við hvíta jörð í gær. Fyrsti snjór vetrarins lá yfir öllu á Akureyri og mátti Hermundur Jóhannesson grípa til sköfunnar. MYND/KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Fram burstaði Val Fram vann 17 marka sigur á Val í N1-deild karla í gær. sport 42 Helgi Magnús Gunnarsson sak- sóknari gagnrýnir nýtt fyrirkomulag ákæruvalds efnahagsbrota og segir það tætt og brotakennt. Óheppilegt sé að rannsakendum sé skipt á milli tveggja embætta auk þess sem hluti ákæruvaldsins hafi nánast verið einkavæddur. Gagnrýnir nýtt kerfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.