Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 2
2 22. október 2010 FÖSTUDAGUR ÖRYGGISMÁL Göngugrindur eru sú barnavara sem orsakar flest slys á börnum í Evrópu. Níutíu pró- sent slysa í göngugrindum orsaka áverka á höfði og yfir 30 prósent valda áverka á heila barna. Kemur þetta fram í nýrri rannsókn evr- ópsku öryggissamtakanna The European Child Safety Alliance og evrópsku neytendasamtakanna Anec. Herdís L. Storgaard, forstöðu- maður Forvarnahússins, segir tækin afar varasöm og foreldrar ættu að gæta fyllstu varúðar við notkun þeirra. „Barnalæknar og sérfræðingar mæla gegn notkun á þessum tækj- um,“ segir Herdís. „Þetta er í raun óþarfa búnaður.“ Herdís hefur fengið nokkur alvarleg tilfelli inn á borð til sín þar sem slys hafa orðið af völdum göngugrinda. Brunaslysin segir hún einna verst, en fallhætta og annað slíkt geti líka verið mjög alvarleg. Hér á landi hafa orðið alvar- leg brunaslys á andliti og bringu barna í göngugrindum. Einnig hefur það gerst að börn hafa verið sett of ung í grindurn- ar svo þau geta ekki haldið sér uppi og þar af leiðandi verið nærri köfnun. Þó er fall algengasta orsök slysa og þar á eftir er bruni og eitranir sem er afleiðing þess að grindurnar auð- velda börnunum aðgang að efnunum. - sv Göngugrindur ungbarna sú barnavara sem oftast veldur slysum á börnum: Mælt gegn notkun tækjanna GÖNGUGRIND Barnalæknar og sérfræðingar mælast til þess að foreldrar láti ekki ung börn sín í göngugrindur vegna slysahættu. VERSLUN Einkaleyfastofa hefur úrskurðað að vörumerkið Jólaþorp sé eign Hafnarfjarðarbæjar. Bær- inn hafði kært fyrri úrskurð um að jólaþorp væri almennt heiti. Tilefni málsins var það að markaði undir nafninu jóla- þorp var komið á fót í miðborg Reykjavíkur á aðventunni í fyrra. „Almenna heitið er jólamarkað- ur en heitið Jólaþorp hefur sjö ára markaðsfestu og á því byggist staðfesting Einkaleyfastofu nú,“ segir í tilkynningu frá Hafnar- fjarðarbæ sem upplýsir að uppselt sé í öll söluhús Jólaþorpsins sem starfa muni á aðventunni. - gar Hafnfirðingar vinna jólastríð: Jólaþorp eign Hafnarfjarðar HEILBRIGÐISMÁL Óvenjumikið hefur verið um það í haust að starfs- fólk í sláturhúsum leiti læknis vegna veirusýkingar, sem nefn- ist sláturbóla. Þetta segir Arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir á heilsugæslunni á Selfossi. „Sláturbólan tengist sauð- kindum og vinnu í sláturhús- um,“ segir Arnar. „Þessi veira er í kindunum og fólk fær þetta þegar það vinnur með dauð- ar skepnur. Veiran er í vessum innan í kindinni.“ Arnar segir að þessi veirusýk- ing valdi blöðrum eða sárum, einkum á höndum en geti einn- ig komið annars staðar á líkama. Oft verði af þessu sársaukafull útbrot. Sýkingin gangi yfir á fjórum til sex vikum. „Þar sem um veirusýkingu er að ræða er ekki mikil meðferð til við henni, þótt menn hafi verið að prófa sig áfram með ákveð- in sýklalyf,“ útskýrir Arnar. „Sé sárinu sinnt þá grær þetta af sjálfu sér. Hins vegar sýnir reynslan okkur, sem höfum verið að vinna við þetta hér, að sé notað eitt ákveðið sýklalyf virðist það hjálpa þannig að sárið grói hrað- ar. Þá þarf að meta hvert tilvik fyrir sig. Það er erfitt að segja til um hvers vegna þetta sýklalyf virðist hraða batanum því það er ekki beinlínis rökrétt miðað við að við vitum að lyfið sjálft vinn- ur ekki á þessari tilteknu veiru, en virðist þó getað hraðað batan- um.“ Arnar segir að fólk sem vinni í sláturhúsum þekki sláturból- una vel og kunni að bregðast við henni með umbúnaði. „Aðalvandamálið væri ef bakt- eríusýking kæmist ofan í blöðru, sem gerist stundum. Þá þarf að meðhöndla það og halda fólki frá vinnu meðan ígerð er í sárinu. Það þarf stundum að halda fólki frá vinnu eingöngu út af slát- urbólunni en sé hún ekki mjög slæm og búið vel um hana, þá getur viðkomandi unnið.“ Arnar undirstrikar að slátur- bólan sé ekki hættuleg, smitist ekki milli manna og fari ekki í nautgripi. Möguleiki sé á vægum hita hjá þeim sem fær hana. Ein- ungis sé um að ræða snertismit. jss@frettabladid.is Sláturbóla herjar á starfsfólk sláturhúsa Veirusýking sem nefnist sláturbóla virðist hafa herjað í óvenju miklum mæli á starfsfólk í sláturhúsum í haust. Þetta segir Arnar Þór Guðmundsson, yfirlækn- ir á heilsugæslunni á Selfossi. Veiran er í vessum innan í sauðfé sem slátrað er. SLÁTURBÓLA Þannig getur sláturbólan litið út. Byrjar sem blaðra en breytist í sár, sem síðan grær. Þetta er veirusýking sem berst í menn úr sláturfé, en smitast ekki á milli manna. MYND GETTY FRAKKLAND, AP Fjórða hver bens- ínstöð í Frakklandi var orðin bensínlaus í gær vegna verkfalla. Mótmæli gegn hækkun eftirlauna- aldurs verða æ háværari. Öldungadeild franska þjóð- þingsins ræddi í gær frumvarp um hækkun eftirlaunaaldurs. Atkvæðagreiðsla var á dagskrá í gærkvöldi, en búast mátti við að hún myndi dragast eitthvað, jafn- vel í nokkra daga. Sums staðar snerust mótmælin upp í óeirðir. - gb Franska þingið ræðir eftirlaun: Fjórða hver bensínstöð tóm GENGIÐ FRAM HJÁ LÖGREGLU Þessi háskólanemi í Lyon bar fyrir sig hend- urnar þegar lögregluþjónar munduðu vopn sín. NORDICPHOTOS/AFP Íslenska parið sem lést í bíl- slysi skammt frá bænum Mugla í Tyrklandi á mið- vikudag var námsfólk sem var búsett í Danmörku. Þau hétu Jóhann Árnason, fædd- ur árið 1985, og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir, fædd árið 1976. Rúmlega sex mánaða gam- all sonur þeirra sem var með í för, lifði slysið af. Hann slas- aðist ekkert við áreksturinn og hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Fulltrúar fjölskyldna þeirra Jóhanns og Dagbjartar héldu til Tyrklands í gær til þess að sækja drenginn, en hann var í umsjá ræðismanns Íslands eftir slysið. Létust í bílslysi Þessi veira er í kind- unum og fólk fær þetta þegar það vinnur með dauðar skepnur. Veiran er í vessum innan í kindinni. ARNAR ÞÓR GUÐMUNDSSON YFIRLÆKNIR Á SELFOSSI Helgi, eruð þið svona þaulsetn- ir í hnakknum? „Jú, en það er úr háum söðli að detta þannig að það er eins gott að halda sér á baki.“ Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna hafa setið á toppi sölulistans í 16 vikur samfleytt með plötu sína, Þú komst í hlaðið. DÝRAHALD Folöld hafa reynst afar móttækileg fyrir sýkingu af völd- um smitandi hósta í sumar og haust. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Matvælastofnunar. Þar segir enn fremur að í mörgum tilfellum virðist folöldin hafa góða vörn gegn sjúkdómnum fyrstu tvo mán- uðina eftir fæðingu, sem líklega megi rekja til mótefna sem þau fái með broddmjólkinni. Að þeim tíma liðnum standi þau berskjöld- uð gegn sýkingunni. „Alla jafna komast folöldin yfir sýkinguna af eigin rammleik en það getur tekið drjúgan tíma þar til þau verða alveg einkennalaus. Allmörgum hefur verið hjálpað með pensilíngjöf og á hún allt- af rétt á sér ef folöld eru komin með hita eða önnur alvarleg ein- kenni.“ Alls hafa sautján folöld verið krufin á Tilraunastöðinni á Keld- um. Í fimm tilfellum mátti rekja dauða folaldanna til streptókokka- sýkingar í lungum og þrjú önnur dauðsföll tengjast mögulega sýk- ingunni. Hin folöldin, níu talsins, hafa drepist af öðrum orsökum. - jss Standa berskjölduð gegn sýkingu af völdum streptókokka: Folöld enn veik af hóstaveiki FOLÖLD Matvælastofnun ítrekar að hestaeigendur hugsi vel um hross sín í vetur. FÉLAGSMÁL Vilhjálmur Birgis- son, formaður Verkalýðafélags Akraness, hvatti í gær Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, til að endurskoða ákvörðun sína um að bjóða sig fram til endurkjörs. Í ræðu sinni á ársþingi ASÍ gagnrýndi Vilhjálmur embættis- störf Gylfa, meðal annars vegna skuldamála heimilanna, þar sem hann segir Gylfa hafa tekið sér stöðu með fjármagnseigendum. Í samtali við Fréttablaðið úti- lokaði Vilhjálmur að hann myndi sjálfur bjóða sig fram. „En það kæmi mér ekki á óvart ef fram kæmi mótframboð. Það yrði kannski táknrænt að lýsa yfir óánægju sinni með því.“ - þj Formaður skorar á forseta: Vill að Gylfi hætti hjá ASÍ VIÐSKIPTI Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, lítur á sig sem fórnarlamb markaðs- misnotkunar æðstu stjórnenda Landsbankans. Hann hafi borið stórkostlegan skaða af viðskiptum sínum við bankann. FME kærði í vikunni til sérstaks saksóknara meinta markaðsmis- notkun bankans fyrir hrun. Félag Magnúsar var í janúarlok 2008 tólfti stærsti hluthafi bankans. Magnús segist í tilkynningu hafa óskað eftir því að gera sérstökum saksóknara grein fyrir viðskiptum sínum. - jab Magnús segist fórnarlamb: Varð fyrir miklu tjóni SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.