Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 22. október 2010 19 Á mánudaginn, 25. október, munu konur um allt land leggja niður vinnu kl. 14.25 og safnast saman víða um land til fjölbreyttra aðgerða. Annars vegar er kvenna- fríið sjálft helgað baráttunni fyrir launajafnrétti kynjanna en einnig er dagurinn tileinkaður barátt- unni gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár er einnig minnst merkra áfanga kvennabaráttunnar og í dag heiðr- um við minningu þeirra sem hafa barist fyrir þeim. Með sanni má segja að síðasta öld hafi verið öld kvennabaráttunnar en enn blasa við mikilvæg verkefni sem okkur ber skylda til þess að vinna að. Kynbundið ofbeldi – ekki meir Ríkisstjórn og Alþingi hafa stigið markviss skref í jafnréttismálum, ekki síst í baráttunni gegn kyn- bundnu ofbeldi, mansali og vændi. Við munum halda ótrauð áfram á sömu braut, innleiða austurrísku leiðina og nýja framkvæmdaáætl- un í jafnréttismálum og síðast en ekki síst vinna nýja framsækna áætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að um þriðja hver kona verði fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Í sögulegu samhengi er örstutt síðan þagnarmúrinn í kringum ofbeldið var rofinn og enn erum við sem samfélag að grafa upp misgjörðir fortíðarinn- ar sem urðu þögguninni að bráð. Enn er ofbeldið gegn konum og börnum smánarblettur á samfé- lagi okkar. Það þrekvirki sem þol- endur kynbundins ofbeldis hafa unnið með stofnun samtaka á borð við Kvennaathvarfið, Stígamót, Blátt áfram og nú síðast Dreka- slóð er aðdáunarvert. Í þessari baráttu eru margar hetjur. Það er til marks um mikinn árangur að sjónarhorn baráttunnar hefur getað færst frá því að sannfæra samfélagið í heild um að brotin eigi sér stað, séu umfangsmikil og hafi gríðarlega alvarlegar afleið- ingar fyrir heill og helgi hvers sem fyrir verður – og yfir í það að bein- ast að stofnanakerfi samfélagsins, lagaumgjörð, réttarvörslukerfi og viðbúnaði þess til að bregðast við. Þar er mikið verk að vinna. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar Nú stendur yfir endurskoðun á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinn- ar gegn kynbundnu ofbeldi, en sú áætlun sem nú er að renna sitt skeið á enda hefur skilað mikl- um árangri. Þar ber hæst bæði rannsóknir og útgáfu á viðamiklu fræðsluefni ætlað ýmsum fagstétt- um sem eru annaðhvort í aðstöðu til að greina eða veita þolendum aðstoð. Í dómsmála- og mannrétt- indaráðuneytinu er unnið að úrbót- um á lagaumgjörð, meðal annars með það að markmiði að heimila lögreglu að fjarlægja ofbeldis- menn af heimili, sem gjarnan er nefnt austurríska leiðin. Okkur ber skylda til þess að tryggja að réttar- vörslukerfið gegni á hverjum tíma þeirri grundvallarskyldu sinni að verja þolendur. Rétt er í þessu sam- hengi að nefna aðgerðaáætlun rík- isstjórnarinnar gegn mansali sem samþykkt var í mars 2009, en eftir henni er unnið af kappi. Baráttan gegn mansali er liður í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi enda rík tengsl þar á milli. Klukkan 14.25 Það er ekki hending ein að konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.25 á mánudag- inn kemur. Væru konur almennt með sömu tekjur og karlar væru þær á þeirri mínútu búnar að ná þeim daglaunum sem þeim eru núna greidd. Þetta endurspeglar tekjumuninn í heild á milli karla og kvenna. Núna vantar aðeins eitt ár upp á að fyrstu lögin um launajafn- rétti kynjanna nái hálfrar aldar afmæli. Sú spurning er áleitin hvers vegna ekki hefur meira áunnist á síðari árum. Stjórnvöld hafa ráðist í fjölmargar rann- sóknir, skipað nefndir og efnt til aðgerða til að vinna á vandan- um, en árangurinn er umdeilan- legur. Svo virðist sem samfélag- ið endurskapi og viðhaldi í sífellu þeim viðhorfum sem styðja við hinn kynskipta vinnumarkað og vanmat á kvennastéttum. Í sam- keppni um stöður og stóru launa- tékkana virðast karlarnir bindast tryggðaböndum sem viðhalda for- skoti þeirra gagnvart konum. Ég mun leggja áherslu á að launajafnréttið verði eitt af forgangsmálum í nýrri fram- kvæmdaáætlun í jafnréttismál- um. Það er staðreynd að hvern dag vinnur meirihluti íslenskra kvenna langan vinnudag utan og innan heimila fyrir lægri laun en karlar. Þessar konur leggja grunn að velferð samfélags okkar á mörgum sviðum og ég skora á aðila vinnumarkaðarins að tryggja að það endurspeglist nú í komandi kjarasamningum. Ég skora á alla vinnuveitendur um land allt að gefa konum frí kl. 14.25 á mánudaginn kemur og sýna með því samstöðu með hetj- um dagsins! Áfram nú! Jafnréttismál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráð-herra, fer stundum frjálslega með staðreyndir þegar hún ver gjörðir sínar í skipulagsmálum. Nú staðhæfir þessi mæta kona að hálfs árs dráttur hennar á að lýsa sig vanhæfa til að fjalla um aðal- skipulag sveitarfélagsins Ölfuss sé eðlileg stjórnsýsla. Var ekki umhverfisráðherra nákvæm- lega jafn vanhæfur í apríl þegar málið kom inn á borð í ráðuneytinu og hann lýsir sig loks vera um síðustu mánaðar- mót? Forvígismenn skipulagsmála Ölf- uss, og skipulagsfulltrúar um land allt, benda á að ráðherra bar að afgreiða málið eigi síðar en í júní, að framkomn- um athugasemdum, enda er frestur sam- kvæmt eðlilegri stjórnsýslu 30 dagar. Vert er árétta að enginn er að biðja ráð- herra um afslátt af lögboðnum ferlum, einungis að hann ræki skyldur sínar og vinni vinnuna sína. Ég efa ekki að ráðherra vill standa fast á gildismati Vinstri-grænna og finnst nokkru til fórnandi. Hins vegar er ástandið hér á landi bara svo grafalvar- legt að stjórnmálamenn verða að hefja sig yfir pólitíska bókstafstrú og horfast í augu við raunveruleikann upp á nýtt. Við blasir að þúsundir íslenskra heim- ila og fyrirtækja eru aðfram komnar af tekjumissi og skuldaklafa. Þeirra helsta bjargráð er tafarlaus endurreisn íslensks atvinnulífs með fjölda nýrra starfa og þeirri innspýtingu í hagkerfið sem hrífur menn úr deyfð og drunga. Til þess þarf að nýta gjöfular orkulindir. Sérstaklega er ástandið alvarlegt hér á Suðurnesjum þar sem 30 til 40% heim- ila eiga í alvarlegum vanda. Tekjulítið eða tekjulaust fólk horfir fram á hol- skeflu nauðungaruppboða og engist í þessu ástandi, að ónefndum þeim fjölda fyrirtækja sem eru að leggja árar í bát. Þetta fólk setur fyrst og fremst traust sitt á að álver í Helguvík með sínum 2000 störfum fái að rísa í friði fyrir þeim sem reyna leynt og ljóst að tefja eða koma í veg fyrir uppbyggingu þess. Íslensk álver eru einhver þau umhverfisvænstu í heimi. Þau hafa reynst mikilvægir mátt- arstólpar í samfélaginu og skapa þúsund- um Íslendinga örugga og góða afkomu. Höfum hugfast að það eru tekjurnar af álverum en ekki álverin sjálf sem skipta máli fyrir þjóðina. Ef takast á að endurreisa íslenskt samfélag verða stjórmálamenn að taka saman höndum við atvinnulífið og laun- þegahreyfinguna og setja atvinnusköp- un í raunverulegan forgang. Bjargráð og mannsæmandi lífskjör hljóta að vera verðugra viðfangsefni en pólitískar kreddur. Bábiljur eða bjargráð Atvinnumál Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis Í samkeppni um stöður og stóru launatékkana virðast karlarnir bindast tryggðaböndum sem viðhalda forskoti þeirra gagnvart konum. Veitingastaðurinn 1919 í gamla Eimskipafélagshúsinu er í fylkingarbrjósti notalegra veitingastaða og býður upp á ferskan og litríkan matseðil. Taktu þér góðan tíma á veitingastaðnum 1919 og njóttu lífsins. 1919 R E STAU R A N T AND LOUNGE NOTALEG STUND Í HJARTA BÆJARINS FRÁBÆR VÍN Í ÚRVALI Radisson Blu 1919 Hótel Pósthússtræti 2 102 Reykjavík Sími: 599 1000 A ug lý sin ga sím i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.