Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 24
24 22. október 2010 FÖSTUDAGUR Ég er búin að fara hringinn, eftir að hafa fengið hvatning- ar frá góðu fólki um að bjóða mig fram til Stjórnlagaþings. Mér þótti vænt um traustið sem mér var sýnt. Mér stendur heldur ekki á sama um hvernig þjóðin mín kemst út úr ógöngum kreppu á flestum sviðum þjóðfélagsins. Ég ákvað því að skoða þetta vandlega, las vef Stjórnlaga- þings til að kynna mér hvað fælist í þessu, las skrif á Facebook, hlustaði á hvetjandi viðtal við Guðrúnu Pét- ursdóttur og las grein hennar um þetta ómetanlega tækifæri. Niður- staða mín er sú að ég tel ekki rétt að etja sjálfri mér á foraðið. Kannski er útskýringin sú að ég hef búið lengi erlendis. Ég er vonlítil um að þetta átak skili sér. Það er svo margt losaralegt í kringum þetta – kannski er ég orðin of skandin- avísk, á erfitt með íslenska kappið í stað forsjár. Hjá mér vakna margar spurn- ingar: Hlutverk stjórnlagaþings Samkvæmt vefnum er verkefnið að endurskoða stjórnarskrána og und- irbúa lagafrumvarp um endurbætta stjórnarskrá. Hvernig á sú vinna að fara fram? Þetta er ekkert smá- verkefni og verður ekki leyst á 2-4 mánuðum, hvað þá af 25-31 manns. Verður lögfrótt fólk þinginu til aðstoðar? Verður markvisst staðið að fræðslu og umræðu um hlutverk stjórnarskrár, núverandi stjórn- arskrá og þá einnig í samanburði við stjórnarskrár í öðrum ríkjum? Hvernig úreldast stjórnarskrár og hvernig eru þær nútímavæddar? Fulltrúar á stjórnlagaþingi Á að safna 25-31 fulltrúum þar sem dreifing þeirra (kyn, aldur, búseta, þjóðfélagsleg staða) er ekki hugsuð fyrir fram, heldur „blint“ persónu- kjör látið ráða? Hvert er umboð fulltrúanna og ábyrgð? Er ekki hætta á að þeir verði leiksoppar í ferli sem þeir hafa mismunandi forsendur til að átta sig á? Er ekki hætt við að vinna þeirra verði tætt niður líkt og gerst hefur í sambandi við rannsóknar- skýrsluna og ferli hennar í gegnum þingið? Og getur verið að sú reynsla fæli gott fólk frá? Stjórnarskrá Undirbúningur frumvarps um stjórnarskrá er margslungið ferli. Hvernig á að setja saman stjórn- arskrá þjóðríkis í heimi þar sem landamæri verða æ ósýnilegri undir þéttri fuglafit alþjóðlegra laga og reglugerða – og það í landi sem er á hnjánum? Það í sjálfu sér er ögrandi verkefni og verðugt. En hverjar eru væntingar þjóðarinn- ar til nýrrar stjórnarskrár, og hvað eru raunhæfar væntingar? Framboð Einstaklingar safna nú meðmæl- endum og lýsa yfir framboði á Facebook. Allt virkar þetta frekar spontant og á „mér líkar við þig“- nótunum. En ég kem ekki auga á aðferðafræði um hvernig staðið skuli að framboði. Á hvaða forsend- um býður fólk sig fram? Í drauma- landi lýðræðisins sæi ég fyrir mér grasrótarhópa í kringum hvern frambjóðenda. Sá hópur ynni að framboðinu, héldi umræðunni gang- andi, undirbyggi mál og kryfði þau til mergjar. Ég er vonlítil um að Íslendingar nútímans hafi tíma eða þol til að sinna slíku ferli. Konur hvetja aðrar konur til að bjóða sig fram, en bjóða sig ekki sjálfar fram. Bera fyrir sig annir og ábyrgð á öðrum vettvangi. Verða það þá aðeins lífeyrisþegar, atvinnuleitendur og einyrkjar sem geta brugðið sér frá til að sinna lýð- ræðistilraunum? Fólk ætti að geta tekið lýðræðisorlof, sbr. fæðingar- orlof. Ég kysi að sjá skilaboð eins og „við erum hópur sem vill láta rödd sína heyrast á stjórnlagaþingi, við viljum vinna saman í baklandinu og biðjum þig um að vera fulltrúi okkar“. Eða „við viljum finna út úr því hvert okkar býður sig fram” (varla tími til þess, þrír dagar til stefnu). Tvær milljónir Mér finnst mjög ósmekklegt að yfirleitt sé talað um að verja megi fé í framboðið. Þakið ætti að vera 20.000, þ.e. fyrir kaffi og kleinum. Ef framboðið á að vera ólíkt öðrum framboðum á það ekki að drukkna í kaupmennsku og auglýsingaskrumi. Umræður eiga að fara fram ókeypis í ríkisfjölmiðlum og á félagsmiðlum. Vinnustöðum, skólum, sambýlum o.s.frv. Þær eiga að vera lýðræðis- legar og fræðandi. Hverjir mega við því að leggja tvær millur í framboð og hafa hug á að sitja á stjórnlagaþingi? Frjáls- hyggjugæjar, kannski til að tryggja sér auðlindirnar, en varla „fyrsti riðillinn“, lýðræðisferli höfðar ekki til þeirra. Bloggarar og kverúlantar, já, ég hef séð nokkra slíka á listan- um í dag. Þarna sé ég að vísu nokkr- ar flottar konur, sem ég veit að eiga sér gott bakland, góða mannkosti og vinahópa þar sem málin eru sífellt krufin til mergjar. Það má vera að þetta hljómi eins og svartsýnisraus, en mér finnst nauðsynlegt að staldra við og spyrja sig óþægilegra spurninga. Ekki síst í ljósi þess hvernig allar heiðarlegar tilraunir til að reisa landið við hafa drukknað í skarkala og ólátum. Að lokum situr í mér enn ein spurning: Er stjórnmálaþing ópíum til að róa fólkið – eða er von til þess að 30 manna lýðræðistilraun hafi eitthvað að segja í öngþveiti þar sem valdaleysi einkennir þau sem valdið eiga að hafa en raunverulegt vald leynist í myrkum undirstraum- um utan seilingar? Er stjórnlagaþing ópíum fólksins? Stjórnarskrá Íslands segir til um verkaskiptingu Alþingis og annarra stjórnvalda: 1. gr.: Ísland er lýðveldi með þing- bundinni stjórn. 2. gr.: Alþingi og forseti fara saman með löggjafarvaldið. For- seti og önnur stjórnvöld sam- kvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með fram- kvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið. Enn fremur segir um þingmenn: 48. gr.: Alþingismenn eru ein- göngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. Samkvæmt þessu eru það þing- menn sem semja lagafrumvörp. Þeir geta kallað eftir rannsókn- um en leggja frumvarpið fram til umræðu og samþykkis eða synj- unar. Í dag er algengast að ráðherra eigi frumkvæðið og feli lögfræð- ingum í ráðuneyti sínu að semja frumvarp. Síðan taka þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna við og sjá um að frumvarpið verði að lögum. Þó þingmenn stjórnarandstöðu beri fram fyrirspurnir, leggi fram breytingar- eða frávísunartillög- ur, verða lögin samþykkt.. Svo kölluð „þingmannafrumvörp“ eru fá. Því er hægt að líta svo á að 2. grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um verkaskiptingu stjórnvalda sé alltaf brotin, þegar „stjórnarfrumvörp“ verða til. Sú röksemd hefur komið fram að í ráðuneytum sé þekking og reynsla sem gagnist við samningu lagafrumvarpa. Þau rök eru þó léttvæg þegar 2. grein stjórnar- skrárinnar er höfð í huga. Hand- hafar framkvæmdarvaldsins eru þeir sem eiga að framkvæma vilja Alþingis. Það er því alls ekki við hæfi að þeir setji þær reglur, sem þeir eiga sjálfir að fara eftir. Eðli- legra væri að Alþingi hefði mann- afla til að aðstoða þingmenn við lagasmíð og á móti mætti fækka starfsfólki ráðuneytanna sem nú vinna að samningu laga. Alþingi gegnir ekki því hlut- verki sem því er ætlað skv. 2. grein stjórnarskrárinnar og frem- ur stjórnarskrárbrot í hvert sinn sem stjórnarfrumvarp verður að lögum. Skoðanakannanir hafa margoft sýnt að Alþingi nýtur ekki trausts þjóðarinnar. Þetta sjúklega ástand hefur verið lengi að þróast. Tvær gagnmerkar rannsóknir hafa verið gerðar á efnahagshrun- inu 2008. Sú síðari var skipuð 9 þingmönnum og fjallaði um hlut Alþingis. Skýrsla um störf henn- ar er nýútkomin. Þar eru margar úrbótatillögur og margt gagnrýnt og stundum kveðið fast að orði t.d.: „Alþingi á ekki vera verkfæri í höndum framkvæmdarvalds og oddvitaræðis.“ Lesendum er ein- dregið bent á þessa skýrslu og sér- staklega á grein 2.1. Hverjir veljast sem þingmenn? Alþingi var endurreist samkvæmt tilskipun konungs frá 1834. Þing- menn gátu verið mest 26, 20 þjóð- kjörnir, en konungur gat skipað allt að sex menn. Breytingar hafa oft verið gerð- ar, yfirleitt til að fjölga þingmönn- um, en mikilsverð breyting var gerð 1915, þegar konungkjör var lagt niður. Árið 1934 urðu þjóð- kjörnir þingmenn 38. Þá var lög- leitt að 11 þingsætum til skyldi úthlutað til jöfnunar milli þing- flokka svo að hver þeirra hefði þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu. Árið 1959 var kjördæmaskipun- inni gjörbreytt. Þingmönnum var fjölgað í 60, 49 kosnir hlutbund- inni kosningu, þ.e.listakosningu, í kjördæmum. 11 landskjörnir þing- menn bættust síðan við til jöfnun- ar milli þingflokka. Ì rúm 60 ár hafa því alþingis- menn hlotið kosningu vegna þess að á skrifstofu stjórnmálaflokks var nafni þeirra raðað í „öruggt“ sæti á lista flokksins. Af því leið- ir að trúnaður þeirra er ekki við samviskuna, ekki við stjórnar- skrána og ekki einu sinn við þjóð- ina, heldur við flokkinn. Það má halda því fram að þetta sé ein aðal orsök heilsuleysis Alþingis. Lækningin hlýtur því að bein- ast að því rjúfa þetta vald flokk- anna og koma því aftur til þjóð- arinnar. Beinast virðist liggja fyrir að skipta landinu í einmenn- ingskjördæmi, t.d. 30. Breyting- in í einmenningskjördæmi, ein sér, nægir tæplega til að hnekkja valdi stjórnmálaflokkanna. Það þarf fleira að koma til og má m.a. benda á eftirfarandi: Kosningar til Alþingis eru á 4 ára fresti. Kosningar í öllum kjördæmum á fjögurra ára fresti henta vel áróðursvélum flokkanna vegna þess að á vikunum fyrir kjördag eru allir kjósendur lands- ins að ákveða meðferð atkvæðis síns. Til að breyta þessu má kjósa hvenær sem þingsæti losnar. Enn- fremur mætti hafa kjörtímabilin mislöng til að kosningar dreifist enn meir. Upplýsingar um þróun kosn- ingafyrirkomulags eru úr Skýrslu forsætisráðherra um endurskoð- un á kjördæmaskipun og tilhögun kosninga til Alþingis sem var lögð fyrir Alþingi á 123. löggjafarþingi 1998–99. Alþingi Stjórnlagaþing Erla Sigurðadóttir blaðamaður og þýðandi Alþingi Hrafn Tulinius læknir Stenst ekki skoðun Í greinargerð Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem lögð var fram á fundi þann 12. októb- er síðastliðinn segir m.a.: ,,Því er beint til stofnana borgarinn- ar sem hafa starfandi áfallaráð að tryggt sé að fagaðilar komi að sálrænum áföllum í stað þess að leitað sé til trúar- eða lífsskoð- unarfélaga.“ Undirrituð undrast þetta orða- val sem og annað stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Sannarlega er menntun forstöðumanna eða starfsmanna trúar- eða lífsskoð- unarfélaga misjafnlega háttað. En ljóst má vera hvaða menntun prestar Þjóðkirkjunnar, prest- ar Fríkirkjunnar í Reykjavík, Óháða safnaðarins og Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði búa yfir. Allir þessir aðilar hafa lokið a.m.k. fimm ára háskólanámi í guðfræði, auk þess sem marg- ir hafa lokið viðbótarmenntun. Þeir eru allir fagaðilar m.a. á sviði áfallastuðnings, fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem og eftirfylgd þeirra sem verða fyrir áföllum. Margir hafa sér- menntað sig á sviðum er lúta að sálgæslu, fjölskylduráðgjöf, handleiðslu og áfallastuðningi, svo fátt eitt sé nefnt. Símennt- un er mikilvægur hluti starfa prestsins og einmitt hluti af starfsskyldum. Til símenntun- ar er hvatt sérstaklega af fag- félaginu m.a. fyrir tilstilli Vís- indasjóðs Prestafélags Íslands sem og yfirstjórnar kirkjunn- ar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á faghandleiðslu undanfar- inn áratug og hafa prestar ávallt átt greiðan aðgang að faghand- leiðslu innan Þjóðkirkjunnar. Einn hluti margbreytilegra starfa prestsins er þjónusta sem veitt er á forsendum þess sem þjónað er. Fjölmenning er veru- leiki skólasamfélagsins og því er augljóst að þjónusta presta svo sem vegna áfalla er veitt í skólum á forsendum nemenda og skóla. Sem embættismenn sinna prestar Þjóðkirkjunnar þjónustu við skóla vegna áfalla án endurgjalds og er sú þjónusta hluti af þeim embættisskyld- um að veita þjónustu óháð trú- félagaaðild. Hið sama á við um presta Fríkirkjunnar í Hafnar- firði, Fríkirkjunnar í Reykjavík og Óháða safnaðarins, þ.e. þeir sinna þjónustu v. áfalla t.d. við skóla án endurgjalds. Oft er einföld skýring á því hvers vegna prestur er kallaður til vegna áfalla fremur en annar fagaðili. Tökum dæmi úr þessari viku. Nemandi grunnskóla miss- ir nákominn ættingja skyndi- lega, skólinn kallar til fagaðila sem er prestur til þess að ræða við bekk nemandans um áföll og stuðning. Hlutverk prestsins er að veita fræðslu og stuðning en alls ekki að sinna boðun. Sá stuðningur nær oftar en ekki einnig til kennara og foreldra. Sá prestur sem kallaður er til er sá hinn sami og kallaður var út að kvöldlagi af lögreglu til að sinna fjölskyldunni, sá sami og sér síðar um kistulagningu, útför og eftirfylgd viðkomandi fjölskyldu. Hann er því mikilvægur tengilið- ur skóla, nemenda, foreldra, lög- reglu, heilbrigðisstétta og fjöl- skyldu. Mikil og góð samvinna hefur verið á milli þessara aðila þegar áföll verða. Samvinna sem gefið hefur góða raun. Af þessu leiðir að yfirlýsing Mannréttindaráðs Reykjavíkur stenst ekki skoðun. Trúmál Guðbjörg Jóhannesdóttir formaður Prestafélags Íslands Hlutverk prestsins er að veita fræðslu og stuðning en ekki að sinna boðun. Sá stuðningur nær oftar en ekki einnig til kennara og foreldra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.