Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 28
 22. október 2010 FÖSTUDAGUR4 „Ásatrúarmenn biðja ekki bænir en geta ákallað guðlega vætti eftir aðstæðum. Í sjávarháska væri þá einhver sjávarguðanna ákallaður, Njörður, Ægir eða Rán, og í ást- arsorg ástargyðjan Freyja. Freyr gæti aðstoðað fólk í ófrjósemi og til eru goð fyrir hverja raun, eins og Óðinn með visku sína og galdur, Þór með styrk og hugrekki, Bragi með skáldagáfu og Iðunn og Eir með heilbrigði,“ segir Óttar Ottós- son, lögsögumaður Ásatrúarfélags- ins, sem að venju heldur haustblót fyrsta dag vetrar. Óttar kom út úr trúarskápnum fyrir áratug, eftir að hafa stað- ið utan trúfélaga í aldarfjórðung. „Það hvarflaði ekki að mér annað en að fermast, en átján ára sagði ég mig úr Þjóðkirkjunni, þótt til- gangurinn hafi ekki verið að afneita kristni. Kristnin lak svo úr mér með árunum og þegar ég svar- aði innbyggðri trúarþörf var aug- ljóst að ásatrú yrði fyrir valinu, enda held ég því fram að við séum öll heiðingjar inn við beinið. Ef grannt er skoðað var ásatrú mótuð af líkt hugsandi forfeðrum okkar, en kristni er af allt öðrum menn- ingarheimi,“ segir Óttar, sem fann sig strax meðal ásatrúarmanna og segist ekki missa af einni einustu samverustund síns fólks; slík sé gleðin meðal trúariðkenda. „Mörgum finnst ásatrú sveip- uð dulúð og víst eru fleiri kyn- legir kvistir meðal okkar en ann- ars staðar í þjóðfélaginu, en það er bara betra. Allir eru alltaf vel- komnir á okkar samkomur, hverrar trúar sem þeir eru, og skiljanlegt að fólki finnist blót okkar spenn- andi. Verulegur vöxtur hefur enda verið í félaginu undanfarin ár, en ekki síst nú eftir að hópar fólks sögðu sig úr Þjóðkirkjunni vegna vandræðagangs hennar,“ segir Óttar. Hann segir gildi fyrsta vetrar- dags nú hið sama fyrir ásatrúar- menn og síðustu árþúsundir. „Því þótt við lifum í nútímanum er mannfólkið enn þá mannfólk og trúin fylgir með. Tíminn og lífið er hringrás, eins og túlka má í merki félagsins, sem er hringur með fjór- um krossörmum. Armana má túlka sem árstíðirnar fjórar eða höfuð- áttirnar. Hér passar táknið við hringrás ársins og fyrsta vetrar- dag mætum við nýjum áfanga og tímum í lífi okkar og starfi, eins og gerist líka um jól, vor og sumur, sem eru höfuðblótstímar ásatrúar- manna,“ segir Óttar. Á haustblóti er miði hellt úr drykkjarhorni sem táknræn fórn. „Ásatrú snýst ekki bara um goðin Þór, Óðin og öll hin, heldur líka vætti, dýr, skapanornir og annan fjölskrúðugan hóp sem hefur lifað með norrænum þjóðum. Hér tókst aldrei að uppræta þjóðtrúna sem á heima í ásatrú. Forfeður okkar tóku enda kristni með hálfum huga og ákváðu að þykjast kristn- ir á yfirborðinu því ella stóðu þeir frammi fyrir því að einangr- ast þegar kristnar þjóðir lokuðu á heiðingja sem að þeirra dómi höfðu ekki rétta trú eftir kristnitöku.“ thordis@frettabladid.is Guðlegir vættir ákallaðir Haustblót ásatrúarmanna fer fram í Öskjuhlíð á morgun, fyrsta vetrardag. Slíkt blót er jafnan sjónarspil þeim sem ekki þekkja til og öllum velkomið að fagna vetri með goðum, vættum og skapanornum. Óttar Ottósson lögsögumaður við minnisvarða Sveinbjörns Beinteinssonar allsherjargoða í útjaðri byggingarreits Ásatrúarfé- lagsins í Öskjuhlíð. Gengið verður að minnisvarðanum frá Nauthóli klukkan 17 á morgun og haldin hátíðleg athöfn. Um kvöldið verður aftur blótað með mat á samkomu í Mörkinni 6. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í tengslum við sýningar myndlistarmannanna Ólafs Elíassonar og Péturs Thomsen í Listasafni Íslands, Cars in rivers eftir Ólaf Elías- son og Aðflutt landslag eftir Pétur Thomsen, hafa vaknað spurn- ingar um fagurfræðilegt gildi náttúrunnar, náttúruvernd, nýtingu náttúruauðlinda og pólitísk áhrif myndlistar. Forsvarsmenn Lista- safns Íslands ætla af því tilefni að efna til umræðna um málefnin á morgun, laugardag. Umræður hefjast klukkan ellefu og standa til klukkan eitt, en þær fara fram í Listasafni Íslands að Fríkirkju- vegi 7. Pallborð skipa Rakel Pétursdóttir safnafræðingur, Gísli Már Gíslason, prófessor við Háskóla Íslands, Pétur Thomsen myndlist- armaður, Ómar Ragnarsson fréttamaður og Guðbjörn Guðbjörns- son stjórnsýslufræðingur. Stjórnandi umræðu verður Rakel Péturs- dóttir. Aðgangur er ókeypis og eru allir boðnir velkomnir til þátt- töku. Málþing í kjölfar myndlistarsýninga LISTASAFN ÍSLANDS EFNIR TIL UMRÆÐNA UM VERK ÓLAFS ELÍAS- SONAR OG PÉTURS THOMSEN. Í Listasafni Íslands verður meðal annars rætt um pólitísk áhrif myndlistar. Tilboð í 3 vikur Vorrúllur með súrsætri sósu Steiktar rækjur með súrsætri sósu Nautakjöt og grænmeti í ostrusósu Kjúklingur með grænmeti í karrísósu Allt þetta fyrir 1.590 á mann Tekið heim 1.450 á mann www.kinahofid.is MÍN SKOÐUN ALLA VIRKA DAGA KL. 13 – 15 Verð til ellilífeyrisþega gegn framvísun skírteinis er 4.900 kr. M y S e c r e t D i g r a n e s v e g i 1 0 , 2 0 0 K ó p a v o g i S . 5 2 7 2 7 7 7 w w w. m y s e c r e t . i s Fyrir Ellilífeyrisþega Frí heimsendingarþjónusta þriðjudaga og fimmtudaga. (Heimsendingarþjónustan er eingöngu á höfuðborgarsvæðinu). Virk efni í engifer ásamt reynslusögum viðskiptavina okkar hafa sýnt að engiferdrykkurinn aada hefur virkað vel á: > Bólgur > Gigt > Magasýrur > Meltinguna > Orkuna > Magavandamál > Astma > Depurð > Mígreni/Höfuðverk > Flensu og hálsbólgu > Ristilvandamál > Sykurfíkn > Eykur grunnbrennslu líkamans > Ýmis húðvandamál > Ýmis ofnæmi 5L aada Öflugastur í fjölskyldunni – Styrkleiki 100%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.