Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 36
8 föstudagur 22. október Hann er íþróttafíkill með límheila. Hann er búinn að vera með sömu klipp- inguna síðan hann var fimm ára og þolir ekki að standa fyrir framan myndavélina. Hann er besti vinur Gillzeneggers og var einu sinni hluti af hinum fræga vina- hóp Kallarnir.is. Nú er Hjörvar Hafliðason tíður gestur á sjónvarps- skjáum landsmanna þar sem hann lætur gamminn geisa um sína helstu ástríðu, fótbolta. Viðtal: Álfrún Pálsdóttir Ljósmyndir: Anton H vaða stelpa vi l l vera með strák sem getur bara talað um fótbolta? Er á klukk- unni vegna þess að hann þarf að horfa á leik Wigan og Tottenham í sjónvarpinu? Ég skil vel að það sé ekki heillandi eiginleiki fyrir margar stelpur,“ segir Hjörvar Hafliðason og glott- ir út í annað. „Ef ég ætlaði að ná mér í eitthvert starf til að heilla kvenpeninginn þá hefði ég annað hvort verið duglegri að æfa hann sjálfur eða einfaldlega farið að glamra á gítar.“ Hjörvar er næstyngstur af fimm systkinum og hjarta hans slær fyrir bæjarfélagið Kópavog þar sem hann býr núna. „Ég bý eiginlega nær Litlu kaffistofunni en Smáralindinni. En það er al- gerlega óhugsandi að flytja eitt- hvert annað. Kópavogur er minn bær,“ segir íþróttaspekingurinn, sem veigrar ekki fyrir sér að keyra í rúman hálftíma í vinn- una á morgnana. Andlit Hjörvars varð þekkt eftir heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í sumar þar sem hann sat í spekingssætinu og var á skjánum oft á dag. Hann hefur þó unnið í fjölmiðlum lengi, skrifaði í DV og ritstýrði hinu sáluga blaði Sirkus, ásamt því að verja mark Breiðabliks um árabil. Vinir Hjörvars segja hann alltaf hafa látið eins og hann sé frægur og að hann sé jafnvel fæddur til að vera frægur. Eftir HM í sumar tók vinabeiðnunum á Facebook að fjölga og hinir og þessir voru farnir að stoppa hann í Bónus. „Ég hef alltaf verið kokhraustur og held að ég hafi ekkert breyst þannig. Ég er enn þá sami ná- unginn og ég hef alltaf verið,“ segir Hjörvar. FÖÐURHLUTVERKIÐ Það eru ekki margir sem vita að Hjörvar á þriggja ára gamlan son, Henrik Einar Hjörvarsson. Hann vill ekki meina að föðurhlutverk- ið hafi breytt honum og þvertek- ur fyrir að það hafi gert hann að mýkri manni. „Ég er samt far- inn að hugsa mig aðeins um og vil auðvitað vera góð fyrirmynd. Það vill enginn eiga pabba sem er algjör fáviti og djammar allar helgar. Að því leyti er ég búinn að breytast aðeins.“ „Ég hef aldrei verið mikill barnakall en sonur minn er al- gjör snillingur. Hann hefur samt engan áhuga á fótbolta og trúðu mér, ég er búinn að vera að ota bolta að honum frá því hann var pínulítill,“ segir Hjörvar en bætir við að sonurinn segi stundum Rooney og Manchester United í þeim eina tilgangi að gleðja pabba sinn. „Ég held að hann sé of fyndinn til að verða fót- boltamaður. Fótboltamenn eru almennt séð ekkert sérstaklega fyndnir heldur sjálfhverfir upp til hópa,“ segir Hjörvar hlæjandi en þegar Henrik fæddist fyrir þrem- ur árum keypti Hjörvar sér íbúð- ina í sveitinni og var alveg tilbú- inn til að gerast fjölskyldumað- ur í úthverfunum. „Ég var búinn að búa mig undir að vera grjót- harður fjölskyldumaður, taka þetta alla leið, en það gekk ekki upp og nú er maður bara einn eftir í sveitinni,“ segir Hjörvar, en hann er með son sinn þegar hann getur. „Mér finnst reynd- ar allt það dæmi mjög leiðinlegt, að skipta honum á milli okkar, en svona er lífið og við feðgarn- ir erum góðir saman.“ Hjörvar viðurkennir að hafa aldrei verið mikil barnagæla og segist aldrei á ævinni hafa þurft að passa barn, verandi næst- yngstur með þrjár systur. „Það er svo skrýtið að sá sem er að fara að taka að sér mark- aðsmál fyrir eitthvert fyrirtæki þarf að læra markaðsfræði. En þú verður bara á einni nóttu pabbi og átt bara að kunna þetta. Ég skal viðurkenna það að ég vissi nákvæmlega ekkert um börn eða uppeldi þegar Henrik fædd- ist, og veit svo sem ekkert meira um það í dag,“ segir Hjörvar og bætir við að hann hafi verið einn af þeim sem létu börn fara í taugarnar á sér áður en hann varð faðir sjálfur. „Í dag fer fólk í taugarnar á mér sem er að pirra sig yfir barnagráti og börnum. Ég veit ekkert um uppeldi og læri eitthvað nýtt á hverjum degi. Ég veit samt þessa venjulegu hluti eins og að hann má ekki fá kókó- mjólk í hvert einasta skipti sem hann biður um það. En kann þetta einhver? Ég held að það sé ekki hægt að vera sérfræðingur í uppeldi,“ staðfestir Hjörvar og segir að hann sé ekkert of góður til að viðurkenna að hann þurfi að fara á eitthvert foreldranám- skeið. „Ég var aldrei búinn að spá í barnauppeldi áður og sá mig í rauninni aldrei fyrir mér í föðurhlutverkinu.“ KVENNAKREPPA, FEMÍN- ISMI OG KARLMENNSKAN Hjörvar og besti vinur hans Gillzenegger hafa gjarnan verið taldir karlmennskan uppmáluð. Mikið er gert út á karlmennsk- una, líkamsrækt, ljós og útlit. En er Hjörvar upptekinn af því? „Ég lít ekki á mig sem neina guðsgjöf til kvenna. Hef alltaf verið með báða fæturna á jörð- inni í þeim málum og reynt að koma til dyranna eins og ég er klæddur. Ég er öruggur með mig en alls enginn spaði,“ fullyrð- ir Hjörvar og bætir við að hann hafi tekið eftir að kvenpeningur- inn hafi byrjað að sýna honum meiri áhuga eftir að hann fór að vera þekkt andlit. „Það er samt þannig að þegar þú ert í þessum bransa eru 98,7% af áhorfendun- um karlar. Það eru ekki margar konur sem horfa á fótbolta.“ F lestar þær ste lpur sem Hjörvar hefur verið með eru við- loðandi fótbolta og tekur hann hattinn ofan fyrir stelpum í fót- bolta. Spekingurinn sjálfur vill meina að kvennaboltinn sé van- metinn og stúlkurnar séu upp til hópa lagnar með boltann. „Stelpurnar hafa alltaf þurft að vinna miklu meira fyrir því að fá að spila fótbolta og það er frá- bært að sjá hvað sumar þeirra eru að ná langt. Jú, boltinn er að- eins hægari en það er líka bara allt í góðu.“ En hvað finnst þér þá um kvennabaráttuna? Ertu kannski femínisti inn við beinið? Spurn- Haldinn íþróttafíkn. Hjörvar Hafliðason er alæta á íþróttir og getur vakað heilu næturnar yfir keppni í pílukasti. ÞRÍFUR EKKI SJÁLFUR www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40 Ódýrara en þig grunar. Spjöld, pílur og aukahlutir í úrvali. Allt til pílukasts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.