Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 37
22. október föstudagur 9 ingin kemur flatt upp á Hjörvar. „Ha? Nei, nei eða jú, nei, ég veit það ekki. Mér finnst að konur og karlar eigi að hafa sömu rétt- indi, en femínisti? Nei, það er ekki svo gott,“ segir Hjörvar og hlær. Hann er alinn upp á stóru heimili þar sem móðir hans var og er heimavinnandi og faðir hans útivinnandi. Hann viður- kennir að það hafi eflaust ein- hver áhrif á hvernig hann hugsar í dag. „Ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna að ég er með konu sem þrífur hjá mér einu sinni í viku. Ég kann það ekki en vil samt hafa hreint og fínt í kringum mig,“ segir Hjörvar, sem flokkast einnig í hóp þeirra karl- manna sem fara með óhreina- tauskörfuna til móður sinnar. „Hún á heima rétt hjá og ég held að hún hafi gaman af þessu,“ segir Hjörvar sposkur. Spurður um smekk á konum vefst Hjörvari tunga um tönn. Hann er lengi að hugsa og viður- kennir að hann hafi aldrei greint það neitt sérstaklega. „Ég er ekki með neinn ákveð- inn smekk á konum en einhverra hluta vegna hef ég alltaf endað á að vera með svona grjóthörðum og ákveðnum týpum. Þó að ég sé algjör frekja er ég alltaf á föstu með helmingi harðari stelpum. Ekkert svona „já amen“ dæmi heldur konur með bein í nefinu sem á endanum ná að ráða yfir mér,“ segir Hjörvar en hann er á lausu þessa stundina og er ekki mikið að spá í það. „Ég er ekkert að leita og er nokkuð sáttur með mína stöðu í dag.“ FRAMINN Flestir vilja meina að Hjörvar sé sá sem viti einna mest um fótbolta á landinu. Eins konar mannlegt uppflettirit. Sjálfur segist hann ekki lesa skáldsög- ur en að ævisögur fótboltamanna lesi hann spjaldanna á milli og drekki í sig hvert orð. „Ég er með límheila þegar íþróttir eru annars vegar. Ég hef aldrei verið góður í skóla. Tók menntaskólann á fimm árum og svo beint í stjórnmálafræði í Há- skólanum,” segir Hjörvar og hrist- ir hlæjandi hausinn. „Ég ætlaði að vera eins og Ólafur Þ. Harð- arson í kosningasjónvarpinu. Það var draumurinn. Að kynna tölur í fréttunum.“ Stjórnmálafræð- in var of teygjanlegt og loðið fag fyrir Hjörvar, sem vill helst geta haft eitt rétt svar við öllu. Eins og fótboltinn. Eitt mark og svo sömu reglurnar sem allir fylgja. Hjörvar vill meina að hann sé haldinn upplýsinga- og íþrótta- fíkn. Hann er alæta á íþróttir í sjónvarpi og getur vakað heila nótt yfir keppni í pílukasti. „Ég held að þar sé hundurinn graf- inn í mínum kvennamálum. Hver nennir svoleiðis?“ segir Hjörvar hlæjandi og heldur áfram: „Innst inni hef ég örugglega alltaf stefnt á íþróttafréttamennskuna. Það á vel við mig en ég vona bara að ég falli ekki í sömu gryfju og flest- ir í sama bransa og fitni um of,“ segir Hjörvar og skýtur létt á samstarfsfélaga sína. Áður en viðtalinu lýkur spyr Hjörvar: „Er þetta ekki bara í lagi? Ég sat heima í gærkveldi og fór að hugsa um hvað ég gæti nú sagt um lífið mitt. Ég hef ekki lent í neinum áföllum en svo hugsaði ég að fyrst Logi Geirs gat skrifað heila bók um sitt líf ætti ég nú að geta blaðrað eitthvað um mitt.“ ✽ b ak v ið tj öl di n Besti staðurinn Ég er ekki sá dugleg- asti við að skoða land- ið. En uppáhaldsstað- urinn minn er Fossvog- urinn. Þar er langbesta veðrið á landinu og frá- bært að vera. Uppáhaldskvikmyndin Expendables með Sly Stallone og Running Man með Arnold fylkis- stjóra koma strax upp í hugann. Svo finnst mér Jón Oddur og Jón Bjarni alveg ótrúlega góð. Búinn að horfa nokkrum sinnum á hana að undanförnu og Gísli Halldórs- son er ótrúlega góður í henni. Uppáhaldstónlistin Við erum alltaf með enska tón- list frá árunum 1993-2001 í Sunnudagsmessunni. Ég var að átta mig á því að ég fíla Blur, Stereophon- ics, Suede og Cold- play en mér fannst sú tónlist alltaf drasl. Svo er ég byrjaður að hlusta á FLASS FM, það er grjóthörð stöð. Draumakonan Hólmfríður Karlsdóttir sem varð Ungfrú Heimur þegar ég var lítill. Hún virkaði alltaf frábær á mig. www.lyfja.is - Lifið heil Heilnæm mýkt og hreinlæti fyrir alla fjölskylduna DANATEKT eru hágæða húðvörur fyrir alla fjölskylduna. Þær eru ofnæmisprófaðar og innihalda ekki aukaefni á borð við ilmefni, litarefni eða parabena. Vörurnar frá Danatekt eru svansmerktar, sem tryggir gæði, heilnæmi og umhverfisvæna framleiðslu. Í DANATEKT línunni er krem og húðmjólk sem nærir húðina og hlífir henni og hársápan er svo mild að hana má nota á allan líkamann. Danatekt Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík Nánari upplýsingar á www.portfarma.is Danatekt Intim DANATEKT INTIM er hreinsikrem og hlífðarkrem fyrir viðkvæmustu staði líkamans. Intim hentar allri fjölskyldunni, einnig ungabörnum. Danatekt brjóstakremið þarf ekki að þurrka af fyrir gjöf og er eina svansmerkta brjóstakremið á markaðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.