Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 38
10 föstudagur 22. október núna ✽ fylgist vel með Naglatískan er jafn hverful og fatatískan og breytist einnig með tíðinni. Hjördís Lilja Reynis- dóttir, kennari hjá Magnetic nagla- skólanum, segir foil-neglur ásamt stilettónöglum vera það heitasta um þessar mundir. „Foil-neglur eru álþynnur með lími sem festar eru ofan á annað hvort náttúrulega nögl eða gel- nögl. Álþynnurnar fást í mismun- andi litum og eru sterku gull- og silfurlitirnir hvað vinsælastir ásamt ólíku dýramynstri,“ útskýr- ir Hjördís. Álþynnurnar geta enst í allt frá viku og eru góð lausn fyrir konur sem vilja ganga með lakk- skreyttar neglur dags daglega því þynnurnar flagna ekki af líkt og naglalakkið. Nágrannar okkar í Svíþjóð hafa til dæmis kolfallið fyrir þessum álþynnum og víst er að við á klakanum eigum eftir að gera hið sama. Stilettóneglurnar eru lang- ar, oddmjóar og virðast helst eiga heima á fingrum tálkvendis. Hjördís segir þær þó hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi und- anfarin ár. „Nafnið er tilvísun í háa hælinn og þrátt fyrir útlitið er ótrú- legt hvað þetta þvælist lítið fyrir manni.“ Hjördís segir enga slysa- hættu stafa af stilettónöglunum, enda sé hægt að stjórna lengd og lögun þeirra eftir smekk hvers og eins. „Þegar fólk spyr mig hvernig gangi að vera með þessar neglur svara ég oft í gríni að ég geti í það minnsta borað ótrúlega langt upp í nefið á mér með þessu,“ segir Hjördís að lokum og hlær. - sm Ný naglatíska slær í gegn á Íslandi: Oddmjóar neglur með nafn sem vísar í háa hælaskó Spáir í neglur Hjördís Lilja Reynisdóttir, kennari hjá Magnetic naglaskólanum, spáir svokölluðum foil-nöglum miklum vinsældum í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Stilettóneglur Neglurnar eru langar og oddmjóar og eru að slá í gegn hér á landi. Katy Perry hefur fallið fyrir álþynnunöglunum. S tutt, stutt, stutt! Takið upp skærin og skerðið lokka ykkar, konur, því stutt hár í anda Twiggy og Edie Sedgwick er komið til að vera í vetur. Lokkarnir hafa feng- ið að fjúka jafnt á meðal Holly- wood-leikkvenna sem og fyrir- sæta og sem dæmi má nefna Carey Mulligan, Michelle Williams, Emmu Watson, Agyness Deyn og sænsku söngkonuna Robyn sem allar skarta stuttum drengjakoll- um. Það getur reynst sumum erfitt að stytta hár sitt um of og fyrir þær sem ekki þora að ganga alla leið má halda toppnum síðum líkt og söngkonurnar Robyn og Rihanna gerðu. Samkvæmt helstu hárfrömuðum eiga línurnar þó að vera einfaldar og hreinar. - sm Stutt hár er það heitasta í vetur: Stutthærðar konur slá í gegn Stutthærðar blómarósir Bresku leikkonurnar Carey Mulligan og Keira Knightly skarta báðar stuttu hári; hár Knightly er þó eilítið síðara en oft áður. NORDICPHOTOS/GETTY Flott stelpa Það klæðir leikkonuna Michelle Williams mjög vel að vera með stutt hár. Tískutákn Fyrirsætan Agyness Deyn fer eigin leiðir í hártískunni eins og fata- tískunni. ALLRAHANDA Strokkur er nytsamlegur fylgihlutur í vetur. Hann þjónar bæði sem trefill en einnig sem hetta sem hentar vel í ófyrirsjáanlegu íslensku veðri. Þessi fæst í Skarthúsinu og kostar 3.500 kr. F í t o n / S Í A ÞAÐ ER AUÐVELTAÐ KAUPA ÁSKRIFT Á STOD2.IS ALLA DAGA FRÁ HEIÐAR AUSTMANN 10 – 13 TOPPMAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.