Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 56
32 22. október 2010 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 22. október ➜ Tónleikar 20.00 Í Salnum í Kópavogi verður Páll Rósinkranz með tónleika undir yfirskrift- inni Brot af því besta í bland við nýtt efni. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangseyrir 3.500 krónur. 22.00 Guitar Islancio heldur tónleika á Rósenberg í kvöld. Flokkurinn flytur nýja dagskrá og verða bítlalögin í fyrirrúmi. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og er aðgangseyrir 1.000 krónur. 22.00 Í kvöld er Rokka- billýband Reykjavíkur með tónleika á Græna hattinum á Akureyri. Tónleikarnir hefj- ast kl.22. Hljómsveitin Steingerður verður með tónleika á Ránni í Keflavík í kvöld. ➜ Kvikmyndir 20.00 Nokkrar kvikmyndir verða sýndar á vegum Kínó klúbbsins í Hafnarhúsinu í kvöld. Sýningar hefjast kl. 20 í kvöld og er heildarsýningartími kvikmyndanna 76 mínútúr. Aðgangur er ókeypis. ➜ Leiklist 12.30 Leikkonan Þóra Karítas Árnadóttir leik- les einleikinn Nauðgunin eftir Fröncu Rame í þýð- ingu Eddu Jónsdóttur. Lesturinn fer fram á Kjarvals- stöðum kl. 12.30 í dag og tekur um 10 mínútur. Allir vel- komnir og ókeypis aðgangur. 21.00 Einleikjatvenna frá Komedíu- leikhúsinu verður haldin í Fjósinu í Arnardal, þar sem sýndir verða ein- leikirnir The poet comes home og Bjarni á Fönix. Dagskrá hefst í kvöld kl. 21. Miðaverð er 2.500 og er miðasala á staðnum. ➜ Hátíðir 20.00 Í tilefni af sjöttu ljóðahátíð Nýhils verður upplestrarkvöld með íslenskum og erlendum skáldum og tónlistaratriðum á Venue í kvöld. Dag- skrá hefst kl. 20. 20.00 Í tilefni af Ljósvakaljóðum, stuttmynda- og handritakeppni unga fólksins er öllum boðið á hátíð Ljós- vakaljóða í Norræna húsinu í kvöld. Hátíðin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Þórólfur Matthíasson flytur erindið Sameiginlegir fiskveiðihagsmunir Íslands og Noregs gagnvart ESB, sem er hluti af fundaröð Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands. Fyrir- lesturinn fer fram á Háskólatorgi, 103, frá kl. 12-13. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Sjö íslensk tónskáld tóku þátt í hinni árlegu tónlistarhátíð Ung Nordisk Musik sem fram fór í Helsinki í september. „Þátttakan í hátíðinni er mjög gott tækifæri, maður hitt- ir mörg önnur ung tónskáld og fær að vinna með atvinnuhljóðfæra- hópum. Í Finnlandi voru virkilega nafntogaðir tónlistarmenn sem spiluðu verkin okkar,“ segir Guð- mundur Steinn Gunnarsson, eitt tónskáldanna sem tóku þátt í hátíð- inni. Hann segir lærdómsríkt fyrir ung tónskáld að fá verk sín leikin af reyndum tónlistarmönnum. Þar að auki sé gaman og gefandi að kynn- ast kollegum á Norðurlöndunum. Hátíðin er samstarfsverkefni Norðurlandaríkjanna fimm; Dan- merkur, Finnlands, Noregs, Sví- þjóðar og Íslands. Hún hóf göngu sína árið 1946 en Íslendingar hafa tekið þátt síðan 1970. Þau sem lögðu fram verk á hátíð- inni í ár fyrir Íslands hönd voru auk Guðmundar þau Bára Sigurjóns- dóttir, Gunnar Karel Másson, Páll Ragnar Pálsson, Viktor Orri Árna- son, Þorgrímur Einarsson og Þrá- inn Hjálmarsson. Hátíðin verður haldin í Kaup- mannahöfn á næsta ári og óskað er eftir verkum fyrir hátíðina. Skila- frestur verður 1. desember næst- komandi og mun dómnefnd fara yfir verkin og velja þátttakendur. Þátttaka er opin tónskáldum sem eru yngri en þrjátíu ára eða eru enn í námi. Frekari upplýsingar um umsóknarferlið eru á vefslóðinni: http://www.myspace.com/ungnord- iskmusik. Gott tækifæri fyrir ung tónskáld TÓNSKÁLD Þráinn Hjálmarsson, Páll Ragnar Pálsson, Þorgrímur Einarsson, Guð- mundur Steinn Gunnarsson og Gunnar Karel Másson, á myndina vantar þau Báru Sigurjónsdóttur og Viktor Orra Árnason. krakkasíðan krakkar@frettabladid.is Krakkasíðan á heima í helgarblaði Fréttablaðsins krakkar! Miðasala » www.sinfonia.is » Sími 545 2500 » Miðasala í Háskólabíói frá kl. 9-17 örfá sæti laus LITLI TÓNSPROTINN Ævintýrið um töfrafl autuna Vinsælasta ópera allra tíma í styttri fjölskylduútgáfu með söngvurum og sögumanni. Miðaverð er 1.700 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.