Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 60
 22. október 2010 FÖSTUDAGUR Kanye West er virkur Twitter-notandi og um 1,3 milljónir notenda fylgja honum á síð- unni. Sjálfur fylgir West aðeins fjórtán notendum og eiga þeir allir eitt sam- eiginlegt; allir not- endurnir eru ungar fyrirsætur. Á meðal þeirra sem West fylgir eru ofurfyrir- sætan Bar Rafa- eli, hin tvítuga Chanel Iman frá Bandaríkjunum og hin stórglæsi- lega Alessandra Ambrosio. Flestar eru fyrirsæturnar á aldrinum 20-30 ára, en sú elsta er hin 45 ára gamla Veronica Webb. Sjálfur er West 33 ára gamall, en aldur er auðvitað afstæður. West fylgir aðeins ungum fyrirsætum TWITTARI Kanye West fylgir sjálfur bara Twitter- síðum hjá fyrirsætum á borð við Bar Rafaeli. Kvikmyndir ★★★★ Inhale Leikstjóri: Baltasar Kormákur Aðalhlutverk: Dermot Mulroney, Diane Kruger, Mia Stallard, Vincent Perez, Jordi Mollà og Sam Shepard. Feigðarflan í Mexíkó Líffærabrask er með óhugnanlegri fylgifiskum nútíma læknavísinda. Kvik- myndagerðarmenn vestan hafs hafa vissulega velt fyrir sér siðferðilegum álitamálum í sambandi við líffæragjafir, oftar en ekki í vísindaskáldskap á borð við The Island og í hinni væntanlegu Never Let Me Go, þar sem klón eru ræktuð til líffæragjafar. Kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale, er hins vegar rækileg áminning um að það þarf ekki að skyggnast inn í framtíðina til að finna hrollvekjandi sögur af því hvernig líffæri ganga kaupum og sölum á svörtum markaði. Hér segir frá bandarískum hjónum, saksóknara og frú, sem sjá fram á að missa dóttur sína af völdum lungnasjúkdóms nema hún fái lungna- ígræðslu. Heilsu dótturinnar fer sífellt hrakandi og líkurnar á líffæragjöf minnka sífellt. Þegar öll von virðist úti er þeim bent á annan möguleika: að fara suður til Mexíkó, þar sem líffæri séu föl í undirheimunum fyrir rétt verð. Faðirinn heldur því upp á von og óvon inn í skuggaheima Juarez í Mexíkó og kemst fljótt að raun um að það á eftir að kosta tals- vert meira en peninga að bjarga lífi dóttur hans. Inhale er sjötta kvikmyndin sem Baltasar leikstýrir, þar af sú önnur sem er á ensku. Skemmst er frá því að segja að Inhale er talsvert betur lukkuð en hin brokkgenga A Little Trip to Heaven og tvímælalaust með því besta sem Baltasar Kormákur hefur gert á hvíta tjaldinu. Fyrst ber að nefna stórgott handrit þeirra Walters Doty og Johns Claflin. Persónurnar og sagan eru sannfærandi, framvindan er fumlaus og spennandi og liggur um óvæntar krókaleiðir og refilstigu Juarez þar sem venjulegu fólki er stillt upp á siðferðislegum krossgötum. Baltasar kemur þessu vel til skila, með góðu liðsinni Óttars Guðnason- ar myndatökumanns og Elísabetar Ronaldsdóttur klippara. Leikhópurinn er traustur. Mest mæðir á Dermot Mulroney í hlutverki föðurins, sem er jafnframt fulltrúi lagabókstafsins og glímir við meiri togstreitu en eig- inkona hans, sem móðurástin rekur fyrst og fremst áfram. Mulroney er sæmilega farsæll leikari (sérlega eftirminnilegur sem verðandi tengda- sonur Jacks Nicholson í About Schmidt) og skilar sínu með ágætum, sjálfsagt betur en margir af hans þekktari kollegum hefðu gert. Diane Kruger er sömuleiðis fín í hlutverki móðurinnar, hinn svipsterki Jordi Mollà er eftirminnilegur skúrkur og gamla brýnið Sam Shepard er traust- ur að vanda. Útkoman verður þrælmögnuð spennumynd, sem bregður ljósi á vægðarlausan heim misskiptingar og skorts og spyr áleitinna siðferð- isspurninga – meira en flestar kvikmyndir af þessari tegund gera nú til dags. Bergsteinn Sigurðsson Niðurstaða: Mjög vel heppnuð spennumynd sem spyr áleitinna siðferðis- spurninga. Hugsanlega besta mynd Baltasars hingað til. Ný sending ! Þökkum frábærar viðtökur Styrking • Jafnvægi • Fegurð CC Flax Frábært við fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri og öllum einkennum breytingaskeiðs Mulin hörfræ – Lignans Trönuberjafræ Kalk úr sjávarþörungum CC Flax gefur frábæran árangur við tifinningasveiflum, pirringi, hita- og svitakófi, svefntruflunum, fitusöfnun og húðþurrki. Stuðlar að hormónajafnvægi og vellíðan. Kemur í veg fyrir bjúg og vökvasöfnun, styrkir nýru og hindrar sýkingu í þvagfærum.* Fjölbreyttar trefjar og ríkt af Omega-3. Heilbrigðari og grennri konur Rannsókn sýndi að konur sem hafa mikið Lignans i blóðinu hafa að meðaltali 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Fæst í apótekum og heilsubúðum www.celsus.is Í tilefni af útkomu nýju Strumpabókanna kíkir HREKKJASTRUMPUR í heimsókn í HAGKAUP Skeifunni kl. 17 föstudag! Strumpandi skemmtilegar 1.999.- Gildir til 28. október á meðan birgðir endast. Au gl ýs in ga sím i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.