Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 61
FÖSTUDAGUR 22. október 2010 37 Stuttmyndin Promille eftir Mar tein Þórsson og kvikmynd- in Brim fá góða dóma á heima- síðu breska tímaritsins Tribune. Myndirnar voru báðar sýndar á Riff-hátíðinni fyrir skömmu. „Hin fjórtán mínútna Promille var besta íslenska myndin sem ég sá í Reykjavík,“ skrifar blaðamaður. Hann segir Brim vafalítið munu verða sýnda á kvikmyndahátíð- um víða um heim. „Brim lýsir íslensku andrúmslofti vel og fjall- ar á náinn hátt um lífið á sjón- um og utan hans. Þetta raunsæi vantaði í myndum á borð við The Perfect Storm,“ segir blaðamaður, sem bætir þó við að handritið hafi verið helsti galli Brims. Promille og Brimi hrósað BRIM Kvikmyndin Brim fær góða dóma á bresku síðunni Tribune. ALIAS Orðskýringaspilið Alias sló í gegn fyrir síðustu jól. Partý-Alias er væntan- legt í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Orðskýringaspilið Alias sló í gegn fyrir síðustu jól þegar hátt í fimmtán þúsund eintök seldust hér á landi. Hamra á járnið meðan það er heitt því nýtt spil er vænt- anlegt um miðjan nóvember sem nefnist Partý-Alias. „Við erum að gera okkur vonir um að það seljist svipað ef ekki meira en Alias fór í fyrra,“ segir Halldór Guðjónsson, sölustjóri Myndforms. Partý-Alias inniheldur ýmsar nýjungar. Leikmenn geta fengið það hlutskipti að segja sögu sem inniheldur öll orð viðkomandi spjalds, lýsa frægum einstakl- ingum eða útskýra orð í mismun- andi stellingum. Spilið inniheldur meira en 2.300 orð og nöfn á yfir sex hundruð frægum einstakling- um, þar á meðal 130 íslenskum. Fjölmörg kreppuspil komu út í fyrra og gaf Myndform einmitt út það vinsælasta, Ísland. Það seldist í tvö þúsund eintökum. Svo virð- ist sem kreppuspilin verði heldur færri fyrir þessi jól, enda kannski komið nóg af slíkum spilum í bili. - fb Annað Alias-spil Hjartaknúsarinn John Mayer, sem hefur verið orðaður við glæsipíur á borð við Jennifer Aniston og Jess- icu Simpson, hefur augastað á hinni stórglæsilegu Kim Kardashian. Samkvæmt dagblaðinu New York Post hittust þau ásamt fleiri vinum á bar í Stóra eplinu í vikunni. „Hug- myndin var að sjá hvort þau næðu saman,“ er haft eftir heimildar- manni blaðsins. Kim ku vera í leit að nýrri bráð en hvorugt þeirra hefur tjáð sig um þetta stórmál. Það er því óvíst hvernig þau náðu saman og stóra spurningin er: Hitt- ast þau aftur? Við spyrjum að leiks- lokum. Mayer og Kardashian? Klámkonan Jenna Jameson á í viðræðum um að koma fram í rokksöngleiknum Rock of Ages á Broadway. Jameson sækist eftir hlutverki Justice, sem á stripp- klúbbinn Venus, en fái hún hlut- verkið þarf hún að syngja lagið Any Way You Want It eftir hljóm- sveitina Journey. „Ég er að spjalla við framleið- endurna og vonast til að vera nógu hæfileikarík til að valda hlutverkinu,“ segir Jameson, sem hætti að leika í klámmyndum fyrir nokkrum misserum. „Mig hefur alltaf dreymt um að koma fram á Broadway og ég bið til Guðs um að fá hlutverkið.“ Fái Jameson hlutverkið myndi hún vera í sýningunni í allt að þrjá mánuði. „Ég held að ég sé fullkomin í hlutverkið og ég hlakka til að flytja til New York.“ Samkvæmt heimildarmönnum dagblaðsins New York Post kom Jameson framleiðendum verksins á óvart. „Hún er með góða rödd og þrátt fyrir að hún sé aðeins þekkt fyrir leik í klámmyndum þá getur hún leikið.“ Jenna á Broadway STÍGUR Á SVIÐ Jenna Jameson á í við- ræðum um að koma fram á Broadway. NÝTT PAR? Kim Kardashian og John Mayer eiga að hafa hist í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.