Fréttablaðið - 23.10.2010, Page 36

Fréttablaðið - 23.10.2010, Page 36
2 matur VIÐBÓT Á HÚSAVÍK matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Stefán Karlsson Pennar: Friðrika Beneónýsdóttir, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Júlía Alexandersdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is Ekkert lopabragð Kindin hélt lífi í Íslendingum í gegnum aldirnar. Hún hlýjaði mönn-um á köldum vetrarkvöldum og mettaði marga munna. Enda var allt nýtt af henni sem hægt var að nýta. Ullin, skinnið, kjötið, hjart- að, lifrin og annar innmatur. Að síðustu var mergurinn soginn úr bein- unum sem síðan nýttust börnum við leik og fullorðnum í ýmis tól. Sauðkindin á sér því fastan sess í hjörtum landans. Það sést kannski einna best á því hve hún er rótgróin í málfari fólks. Til dæmis eru margir málshættir tengdir henni. Sauðfjársetrið á Ströndum hefur tekið saman nokkra þeirra sem eru til dæmis: Ekki á sauðurinn samrekstur við sel- inn, hver sauður er svartur í myrkri, man sauður hvar lamb gekk, marg- ur er úlfur í sauðargæru, misjafn er sauður í mörgu fé, sér eignar smali fé þó engan eigi sauðinn, sveltur sauðlaust bú, þar gætir sauður sauða sem enginn hirðir er, það munar ekki um einn kepp í sláturtíð og að lokum: Öllum kindum er eitthvað til annmarka. Sem borgarbarn uppalið í Reykjavík og Þýskalandi hef ég lítil sam- skipti átt við kindur nema sem áhorfandi úr bíl á ferðalagi um sveitir landsins, eða sem neytandi í kjörbúðinni. Þó finn ég, líkt og aðrir Íslend- ingar, fyrir einhvers konar tengslum og jafnvel þakklæti í garð sauðkind- arinnar. Þó að þáttur hennar í lífi hins almenna Íslendings hafi minnkað til muna síðustu áratugi, sérstaklega með tilkomu svína- og kjúklinga- kjöts, eimir enn eftir af hinni ríku sögu sem við eigum sameiginlega. Engin eru jólin án hangikjötsins sem einnig er ómissandi í útilegurnar á flatkökurnar. Sunnudagssteikin er aldrei betri en þegar lambalæri eða hryggur er á borðum. Hvar væru páskarnir án páskalambsins? Þegar skórinn kreppti haustið 2008 leituðum við til fornvinkonu okkar kindar- innar. Sláturgerðin gekk í endurnýjun lífdaga og fjölskyldur náðu nýjum tengslum við vambasaum og mörskurð. Skólinn á Íslandi tók lengi vel mið af atvinnuvegum í landinu. Börn sluppu við skóla þegar vertíðin stóð sem hæst og að sama skapi fengu börn frí úr skóla til að taka þátt í sauðburði og ekki hófst skóli að hausti fyrr en að lokinni smalamennsku og réttum. Kannski eigum við sauð- kindinni að þakka það langa sumarfrí sem tíðkast hér á landi? Ef svo er – þá kærar þakkir fyrir góðar sumarminningar lambið mitt. Sauðaostur pass-ar ákaflega vel í matargerð, en þegar búið er að leggja jafn mik- inn tíma og ástríðu í ost sem er handverk þarf að leyfa honum að njóta sín,“ segir Eirný Sigurðardóttir, ostasérfræðingur og sælkerakokkur í Búrinu í Nóa- túni. „Því læt ég hann standa einan ofan á borgaranum, en hef líka prófað að para hann við hin ýmsu síróp, eins og íslenska fíflasírópið og birkisírópið. Þar nýtur hann sín dásamlega, enda saltur, rjómakenndur og sætur, og ekkert lopabragð.“ Eirný hefur haft á boðstólum íslenska sauðaostinn Breða frá Akurnesi í Hornafirði og á von á þriðju lögun hans í ostaborðið í desember. - þlg 800 g gott lambahakk (fæst í Frú Laugu) fínt rifinn börkur af hálfri sítrónu 1-2 hvítlauksrif, fínt söxuð 1 lítill rauðlaukur, smátt skorinn 2 msk. söxuð steinselja 1 tsk. kúmenduft eða steytt kúmenfræ ½ eggaldin (um 150 g) salt, pipar og smá chiliduft 1 egg 1 msk hveiti Byrjið á að skera egg- aldin í þunnar sneið- ar, setjið á ofnplötu, penslið með ólífuolíu og bakið við 180°C hita í 20 til 30 mínút- ur eða þar til gullið og bakað í gegn. Látið kólna, en saxið svo smátt og bætið saman við hakkið. Blandið öllu góðgætinu vel saman við hakkið og látið standa við stofuhita í hálftíma áður en steik- ing hefst. Mótið fjóra góða borg- ara og steikið á meðalheitri pönnu í 6 mínútur á hvorri hlið eða þar til gullið og steikt í gegn. Gott er að bera fram með sauða- osti, til dæmis Breða sem er dás- amlegur íslenskur gráðaostur frá Akurnesi í Hornarfirði, og Rauðró- fugló frá Vallanesi. Aðrir sauða- ostar, eins og Manchego frá Spáni eða Pecorino frá Ítalíu, henta einn- ig vel, en þá verður borgarinn fyrir vikið orðinn „heimsborgari“. LAMBAKJÖTS-BÚRBORGARI Fyrir 4 Húsavík hefur að geyma eina af fáum sérverslunum með kjöt á landinu. Sú heitir Viðbót. Bræðurnir Örn Logi og Gunnar Óli Hákonarsynir frá Árbót í Aðaldal eiga hana og kjötvinnslu með sama nafni. Meðal þess sem þeir selja er lambakjöt úr heimabyggðinni, nýtt, saltað og reykt, ásamt rúllupylsu. „Þetta er afbragðs kjöt sem hefur flokkast vel,“ segir Örn Logi spurður hvort þingeyskt lambakjötið taki öðru fram. „Lambakjöt er svipað um allt land en sumarhaginn hefur samt áhrif á bragðið. Hér ganga lömbin á lyngheiðum og það skilar sér í kjötið.“ Bændur á Hellu í Mývatnssveit reykja jólahangi- kjötið fyrir Viðbót. „Bændurnir gera þetta með gamla laginu og taka tíma í reykinguna,“ lýsir Örn Logi. „Þá verður kjötið léttara en ljúffengara.“ - gun Lamb af lyngheiðum SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: SVELTUR SAUÐLAUST BÚ Sólveig Gísladóttir skrifar Sauðkindin er til margra hluta nytsamleg og fullt búr gómsætra munnbita eins og upplifa má í þessum lambakjötsborgara þar sem punkturinn yfir i-ið er sauðaostur. Hvunndags/til hátíðabrigða A Aðal- réttur Annað kjöt en fuglakjöt Hvunn- dags Nammi namm! Lambahakk er ljúffengt í hamborgara og kemur verulega á óvart. Hægt er að krydda það á mismunandi vegu og toppa með gráðaosti eða öðrum ostum og hvers konar sultum, sírópi eða chutney. FRÉTTABLAIÐ/VILEHLM S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er Hnoðar deig Býr til heita súpu og ís Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Blandarinn sem allir eru að tala um! Tilboðsve Uppskrifta disku Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 viku tilboð 11.990.- fullt verð 15.990,-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.