Fréttablaðið - 23.10.2010, Side 63

Fréttablaðið - 23.10.2010, Side 63
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2010 5kvennafrídagurinn ● ● WOMEN – STOP WORKING Equality now! Women are en- couraged to stop working at 14.25 October 25th. Women will march the streets of Reykjavík under the slogan „Women Strike back“ to protest also against gender violence. The march will start at 15.00 at Hallgrímskirkja and end at Arnarhóll. The protest meeting will be held at Arnarhóll, starting at 16.00. Short speeches will be held and there will also be a culture programme. ● KOBIETO - PRZESTAN PRACOWAC Teraz rownosc! Zachecamy Was do zakonczenia pracy 25-tego pazdziernika o godz 14.25. 25 pazdziernika odbedzie sie maszer ulicamy Reykjaviku pod sztandarem „Kobiety znowu strajkuja“ oraz beda protestowac przeciwko przem- ocy w rodzinie. Marsz rozpocznie sie o godz 15.00 przy Hallgrímskirkja a zakonczy przy Arnarhóll, gdzie o godz 16.00 krotkim przemowienie rozpocznie sie program kulturalny. DAGSKRÁ Á ARNAR- HÓLI: ÁFRAM STELPUR! – bar- áttusöngvar í nýrri út- setningu Rashida Manjoo um- boðskona SÞ í ofbeldis- málum flytur ávarp Dr. Guðrún Jónsdóttir stofnandi Stígamóta flyt- ur ávarp Rauði þráðurinn – gjörningur Þórunn Lárusdóttir syngur Svanborg Hilmarsdóttir frá Samtökum launafólks flytur ávarp Hannes og Smári troða upp Sigrún Pálína Ingvars- dóttir flytur ávarp Gerður Kristný flytur ljóð Sigrún Hjálmtýsdótt- ir syngur við undirleik Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur Þórdís Elva Þorvalds- dóttir flytur ávarp Unnur Birna Jónsdóttir flytur ávarp ÁFRAM STELPUR! Að- alheiður Þorsteinsdótt- ir, Brynhildur Björnsdótt- ir, Esther Jökulsdóttir, Margrét Pétursdótt- ir, Sigríður Eyrún Friðriksdótt- ir, Kristín A. Ólafsdóttir, Guðrún Al- freðsdóttir, Sigrún Björns- dóttir, Steinunn Jóhann- esdóttir og Anna Kristín Arngrímsdóttir - Fundarstýra Guðrún Jónsdóttir stjórnarfor- maður Skottanna DAGSKRÁ KVENNAFRÍDAGSINS Í REYKJAVÍK 25. OKT. Á ARNARHÓLI Hittumst á Hallgrímskirkjutorgi klukkan 15. Þar verður tekið á móti konum með lifandi tónlist, háværu skrafi og skemmtilegum félagsskap. Þaðan gengið niður Skólavörðustíg og að Hallgerðarhóli (Arnarhóli). Leikkonan Ólöf Sverrisdóttir opnar ástríkan kvennafaðm og býður gest- um og gangandi faðmlag. Elísabet Jökulsdóttir les ljóð eftir sjálfa sig. Magnea Einarsdóttir kveður gamlar stemmur í góðum félagsskap á horni Kvennafrívangs (Skóla- vörðustígs) og Frökenargötu (Njarðargötu). Raddir íslenskra skáldkvenna fyrr og nú munu heyr- ast á horni Stúlkustígs (Kárastígs) og Kvennafrívangs (Skólavörðu- stígs). Pussy vs. Vagina við Konugötu (Týsgötu). Kelly Baumann og Gintare M. Prinsessa sem er ekki upp á prinsinn kominn á svölum á horni Konu- götu (Óðinsgötu) og Kvennafrívangs (Skólavörðustígs). Andrea Katrín Guðmundsdóttir leikkona. Innsetning á vegum V-dags samtakanna, þar sem áleitnum spurning- um verður varpað fram á útbreiddri sæng. Á horni Telpustrætis (Berg- staðastrætis) og Kvennafrívangs (Skólavörðustígs). Skáldið að störfum. Í glugga Hárhönnunar á Kvennafrívangi (Skóla- vörðustíg). Listakonan Dóra Hrund Gísladóttir ásamt aðstoðarmanni. Konur gefa leyndarmál og loforð á gatnamótum Kvennafrívangs (Skólavörðustígs) og Frúarvegs (Laugavegs). Lísbet Harðar Ólafardóttir, Bára Jó- hannesdóttir Guðrúnardóttir og leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir. Dúndrandi stelpupartí. Á svölum Sólon í Skottustræti (Banka- stræti) plötusnúður frá The Weird Girls Project undir stjórn Kitty von Sometime. Litrík farandverk úr Litrófi íslenskra kvenna verða til sýnis í glugga B5 í Skottustræti (Bankastræti). Ragnheiður Bjarnarson danslista- kona og stelpur úr Ballettskóla Eddu Scheving standa fyrir slæðugjörningi á grasflötinni við Stjórnarráðið. Prjónaverkefnið Rauði þráðurinn samanstendur af 225 metra prjónuðum trefli sem strengdur verð- ur milli Hæstaréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hvatning til réttarkerfisins til að setja ábyrgðina sem fylgir kynferðisbrotum á herðar ofbeldismannanna. Hugrún R. Hjaltadóttir. Slippurinn, Mýrargötu 2, Reykjavík: 23. október - MAMMA, ÉG?! Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona frumsýn- ir einleik sinn MAMMA, ÉG?! klukkan 20. Hún og Svanur Már Snorrason skrifuðu verkið saman. Frítt! 24.-25. október - ÁFRAM STELPUR Söngdagskrá verður 24. október klukkan 18– 19 og 20.30–21.30 og 25. október klukkan 18–19. Fram koma: Aðalheiður Þorsteinsdótt- ir, Brynhildur Björnsdóttir, Esther Jökulsdóttir, Margrét Pétursdóttir og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Kostar 1.975 krónur inn. 25. október - SÖNGPERLUR Þórunn Lárusdóttir mætir með hljómsveit og syngur eigin útsetningar á þekktum söngperlum um og eftir konur klukkan 20. Frítt! Sjá nánar undir viðburðum á - www.nemaforum.com Guðríðarkirkja, Kirkjustétt 8, Grafarholti 25. október. Einleikurinn Þá mun enginn skuggi vera til sem fjallar um sifjaspell og afleiðingar þess sýndur klukkan 20.30. Hann er eftir Björgu G. Gísladóttur og Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur leikkonu í leikstjórn Hlínar Agnarsdóttur. Umræður á eftir. Hugmyndahús háskólanna, Grandagarði 2, Reykjavík 25. október. Ljósmyndasýning Önnu Maríu Sigurjónsdóttur: Herrar, menn og stjórar, verður opnuð í Hugmyndahúsi klukkan 17. LEIKIR OG LIFANDI TÓNLIST Á KVENNAFRÍDAGINN 2010 Rithöfundurinn og skáldið Gerður Kristný mun hefja upp raust sína og lesa upp úr nýju ljóðabókinni sinni Blóðhófni á Arnarhóli á mánudag. Þó umfjöllunarefni bókarinnar, sem fjallar um jötunmeyna Gerði Gymisdóttur, skírskoti til samtím- ans og stöðu sumra kvenna þá kom það Gerði skemmtilega á óvart þegar hún var beðin um að taka upplesturinn að sér. „Mér finnst þetta ofboðslegur heiður og það lá við að ég klökknaði.“ Í Blóðhófni er sagt frá því þegar frjósemisgoðið Freyr fær skósvein sinn Skírni til að sækja Gerði í jötunheima. Hann fellst á það en Gerður neitar. Þá er henni hótað öllu illu sem leiðir til þess að hún lætur undan og fær Skírn- ir hest og sverð að launum. Sögu- þræðinum svipar til nútímans enda ganga konur ennþá kaupum og sölum víða um heim þó gjaldmið- illinn sé annar. Gerður segir sög- una hafa vakið áhuga sinn strax í barnæsku. „Það sem mig langaði til að skoða var hvernig tilfinning það er að horfa á hest og vita að það hefur verið skipt á manni og slíkri skepnu. Það hlýtur að vera alveg glatað.“ Gerður var fimm ára þegar kvennafrídagurinn var haldinn í fyrsta skipti. „Ég fór ekki í bæinn og veit ekkert hvar ég var þenn- an dag. Mamma mín er hjúkrun- arfræðingur og einhver þurfti að sinna sjúklingunum.“ Gerður hlakkar mikið til að ganga með ís- lenskum konum niður í bæ enda rík ástæða til í ljósi uppsagna og kjaraskerðingar. „Ég vonast til að finna samstöðuna og hlakka til að vita hvað gerist innra með okkur. Það er aldrei að vita hver áhrif- in verða. Það spratt ýmislegt gott upp úr kvennafrídeginum fyrir 35 árum eins og framboð Vigdís- ar Finnbogadóttur svo það verður fróðlegt að hlusta á ræðurnar og sjá hvað gerist.“ - ve Vonast eftir nýju upphafi Gerður ætlar að vera klædd í takt við tilefnið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.