Fréttablaðið - 23.10.2010, Síða 94

Fréttablaðið - 23.10.2010, Síða 94
 23. október 2010 LAUGARDAGUR58 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Eyjamenn glöddust í gær þegar Heimir Hallgrímsson fram- lengdi samning sinn við félagið út næsta sumar. Heimir er ákaflega metnaðarfullur þjálfari sem segir ekki hægt að hætta á meðan vel gangi. Hann ætlar líka að gera enn betur með liðið næsta sumar, en ÍBV var ótrúlega nálægt því að verða meistari síðastliðið sumar. „Næsta skref sem við ætlum að taka er ansi stórt og það þurfa allir að vera samtaka í að taka það skref. Það er ekkert laun- ungarmál að við stefnum á að gera betur en síðasta sumar. Þá vorum við 15 mínútum frá titlin- um þannig að það segir sig sjálft hvert við stefnum núna. Ég er ekkert smeykur við að hafa háleit markmið,“ segir Heimir ákveðinn en hann segist hafa stjórnina á bak við sig í þeim efnum. „Þetta snerist ekki neitt um peninga enda hef ég alltaf tapað peningum á því að vera þjálfari því ég get ekki sinnt starfi mínu sem tannlæknir á meðan. Það ætla allir að taka höndum saman og fara þá leið sem ég stend fyrir. Það er nauðsynlegt að samræma allar aðgerðir en ég ætla ekkert að fara nánar út í hvaða aðgerð- ir það eru.“ Heimir segir það vera ljóst að félagið muni styrkja sig enn frekar fyrir næsta sumar, enda hafi hópurinn ekki verið nógu breiður síðasta sumar. „Við réðum illa við að missa mikilvæga menn úr liðinu í fyrra og það þarf að laga. Við munum líklega missa 2-3 leikmenn núna og þurfum því að fá fleiri en það til okkar svo við getum breikk- að hópinn. Ég mun fá peninga ef þarf fyrir nýjum leikmönn- um en stundum kosta menn líka litla peninga,“ segir Heimir, sem hlakkar til næsta sumars. „Þjálfun er ástríða hjá mér en ekki fullt starf og ég vil vera í boltanum á meðan ég hef gaman af honum.“ - hbg Heimir Hallgrímsson framlengdi við spútniklið síðasta sumars, ÍBV, um eitt ár: Ætlar að gera ÍBV að meisturum MAGNAÐUR ÁRANGUR Heimir gerði ótrúlega hluti með ÍBV síðasta sumar og ætlar að gera enn betur næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ótrúleg vika hjá Wayne Rooney Sunnudagur: Sunday Mirror birtir frétt þar sem er fullyrt að Wayne Rooney vilji fara frá Manchester United. Félagið svarar með stuttri yfirlýsingu: „Það er þvæla að gefa í skyn að Wayne Rooney verði seldur í janúar.“ Mánudagur: Flestir aðrir fjölmiðlar taka frétt Sunday Mirror upp og segja slíkt hið sama – Rooney vill fara frá United. Þriðjudagur: Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, staðfestir á dramatískum blaðamannafundi að fréttirnar séu réttar – Rooney vill fara: „Ég var orðlaus. Ég skildi þetta ekki því fyrir nokkrum mánuðum sagði hann að hann vildi vera hér alla tíð.“ Miðvikudagur: Rooney sjálfur staðfestir fréttirnar og gefur út yfirslýsingu, tveimur tímum fyrir leik United gegn Bursaspor í Meistaradeild Evrópu: „Ég hitti David Gill og hann gat ekki gefið mér svör við þeim spurningum sem ég hafði um framtíð leikmannahóps félagsins.“ Fimmtudagur: Fjölmiðlar eru nú að velta fyrir sér hvert Rooney fer næst og hvað hann vill fá í laun. Félagið gefur út yfirlýsingu um að ekkert nýtt sé að frétta af málinu og síðar um kvöldið mótmæla um 40 stuðningsmenn félagsins fyrir utan heimili hans. Föstudagur: Öllum að óvörum er tilkynnt að Wayne Rooney hafi skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið. Rooney bað Ferguson og liðsfélaga sína afsökunar. FÓTBOLTI Wayne Rooney verður, þrátt fyrir allt, áfram í herbúðum Manchester United. Það varð ljóst eftir að félagið staðfesti að Rooney hefði skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið. Vikan var ótrúleg fyrir Wayne Rooney, Alex Ferguson og stuðn- ingsmenn Manchester United. Það virtist ekki stefna í neitt annað en að Rooney væri á leið frá félaginu, þar sem hann óttaðist um framtíð- arstefnu þess og getu til að keppa áfram um stærstu titlana. En allt það heyrir sögunni til í dag. Rooney er nú orðinn launa- hæsti leikmaður félagsins frá upp- hafi en talið er að hann muni fá allt að 180 þúsund pund í vikulaun, tæpar 32 milljónir króna. Frétta- stofa Sky sagði samninginn jafnvel enn stærri og að vikulaun Rooney væru nærri 230 þúsund pundum. Þessi ótrúlegi samningur vekur upp þá spurningu hvort Rooney hafi yfirleitt viljað fara frá United – sem hann sagði reyndar aldrei beinum orðum. Hvort allt fjöl- miðlafárið hafi verið sniðið að því að landa honum og umboðsmanni hans, hinum umdeilda Paul Stretford, eins stórum launatékka og mögulegt væri. Þeim spurningum verð- ur þó seint svarað. Það sem eftir stendur er að orðspor Rooney hefur beðið töluverð- an hnekki og hann þarf nú að end- urvinna traust stuðningsmanna félagsins. „Ég er viss um að stuðnings- mennirnir hafa orðið fyrir von- brigðum með það sem hefur gerst undanfarna viku,“ sagði Rooney í gær. „En mitt sjónarhorn réðst af áhyggjum mínum af framtíð- inni. Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir í minn garð síðan ég kom fyrst til félagsins og ég þarf nú að vinna þá aftur á mitt band með spilamennsku minni á vellinum.“ Hann lýsti yfir ánægju sinni með nýja samn- ing- inn. „Ég hef rætt við eigendur félagsins og knattspyrnustjórann undanfarna daga og þeir sann- færðu mig um að þetta væri rétti staðurinn fyrir mig.“ Alex Ferguson, stjóri United, fagnaði þessu og sagði Rooney hafa beðið sig og liðsfélaga sína afsökunar. Hann myndi gera slíkt hið sama við stuðningsmennina. „Þetta hefur verið erfið vika en við því má búast þegar svona mál koma upp hjá félagi eins og Manchester United,“ sagði Fergu- son. „Stundum er erfitt fyrir leik- menn að gera sér grein fyrir því hversu stórt félagið er. Það þarf stundum atburði eins og þá sem hafa átt sér stað í vikunni til að skilja það. Ég held að Wayne skilji nú hversu stór klúbbur Manchest- er United er.“ Sem leikmaður hefur Rooney verið þekktur fyrir að dansa á línunni innan vallar. Það ætti því ekki að koma á óvart að hann hafi gert það einnig utan vallarins. Hann verður nú frá vegna meiðsla næstu þrjár vikurnar en staða hans mun að miklu leyti ráðast af móttökum stuðnings- manna þegar hann spilar fyrir United á ný – hvort skúrkurinn sé nú aftur orðinn að hetju. Ferguson segir að nú þurfi Rooney á stuðn- ingi að halda. „Ég er viss um að allir innan félagsins muni nú veita honum þann stuðning sem hann þarf til að spila aftur eins og allir vita að hann hefur hæfileika til.“ eirikur@frettabladid.is Skúrkurinn aftur að hetju Á augabragði snerist öll sagan um Wayne Rooney á hvolf. Í hádeginu í gær var skyndilega greint frá því að hann hefði skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið, aðeins fáeinum dögum eftir að hann sagðist vilja fara frá félaginu. WAYNE ROONEY Verður áfram í rauðu treyjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÚ ER TVÖFALT MEIRA Í VINNING EN Á-DUR! I I ! 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. ÚRV.D. 1. D. Sunderland - Aston Villa Birmingham - Blackpool Chelsea - Wolves WBA - Fulham Wigan - Bolton Burnley - Reading Norwich - Middlesbrough Swansea - Leicester Hull - Portsmouth Millwall - Derby Nottingham - Ipswich Preston - Crystal Palace Watford - Scunthorpe 72.000.000 27.000.000 21.000.000 45.000.000 ENSKI BOLTINN 23. OKTÓBER 2010 42. LEIKVIKA (13 R.) (12 R.) (11 R.) (10 R.) Stærstu nöfnin eru í Enska boltanum og nú er potturinn orðinn ennþá stærri. Vertu með og tippaðu fyrir kl. 13 í dag. SÖLU LÝKUR 23. OKT. KL. 13.00 1 X 2 TIPPAÐU Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA Á 1X2.IS LOGI GUNNARSSON skoraði 38 stig á 25 mínútum í 95-65 sigri Solna Vikings á liði 08 frá Stokkhólmi í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöldi. Logi hefur skorað meira en 20 stig í fyrstu þremur leikjum sínum með Solna en hann skoraði meðal annars sjö þrista í gær. Jakob Örn Sigurðsson skoraði 9 stig í 75-70 útisigri Sundsvall á Jamtland. HANDBOLTI Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin, og Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neck- ar-Löwen, mætast í toppslag þýsku deildarinnar á morgun. Guðmundur hefur ekki tapað síðan hann tók við liði Rhein-Neckar-Löwen og Dagur hefur byrjað frábærlega með lið Füchse í vetur. Leikur- inn fer fram á heimavelli Füchse Berlin og verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 15.30 á morgun. - óój LIÐ DAGS OG GUÐMUNDAR MÆTAST Í TOPPSLAG Á MORGUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.