Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 TRÚMÁL Mikið annríki hefur verið hjá íslenska söfnuðinum í Noregi síðustu misseri með sívaxandi fjölda Íslendinga sem flytjast þangað búferlum. Gildir það jafnt um messuhald og önnur hefðbund- in störf, en einnig um sálgæslu. Straumurinn til Noregs er síst að minnka, en það sem af er ári hafa 830 flutt þangað, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, að frádregnum þeim sem hafa flutt aftur heim. Samkvæmt tölum frá norsku hagstofunni voru tæplega 5.000 Íslendingar búsettir í Noregi í upp- hafi árs. „Við erum ekki í þeirri aðstöðu að þurfa að bæta við öðrum presti, en það gæti komið til þess að við fengjum prest til að fara í messu- ferðir eða þess háttar,“ segir Arna Grétarsdóttir, prestur safnaðarins, í samtali við Fréttablaðið. Þó er verið að meta það hvort þörf sé á að lengja afgreiðslutíma skrifstofu safnaðarins. Aðspurð segir Arna að mikil aukning hafi verið í ásókn að sál- gæslu undanfarið þó að misjafn- lega sé komið fyrir þeim nýfluttu. „Það er leitað mikið til mín og það hefur verið gríðarleg aukning í sálgæslu. Það orsakast kannski af því að fólk er margt að flytja úr erfiðleikum og basli og við það bætast búferlaflutningar, nýtt tungumál, ný vinna og breyttar aðstæður.“ Hún bætir því við að hún telji að Íslendingar eigi auð- velt með að leita til presta ef þeim finnst þeir vera hjálpar þurfi og það sé af hinu góða. Arna segir fólk eiga miserfitt með að aðlaga sig að búsetu í nýju landi þar sem tungumála- erfiðleikar einkenna gjarnan fyrsta árið eða svo. „Það má segja að það séu tveir hópar sem hafa verið að flytja til Noregs upp á síðkastið. Annars vegar fólk sem hefur búið áður á Norðurlöndunum og það er mun auðveldara fyrir þann hóp að aðlagast. Það kann tungumál- ið og hefur jafnvel menntað sig hér. Hinn hópurinn er svo bara með skóladönskuna, og það tekur hann auðvitað lengri tíma að ná málinu.“ Arna segir annars að Íslend- ingar eigi nokkuð auðvelt með að fá vinnu í Noregi, enda lítil kreppustemning þar í landi og straumurinn haldi því áfram. „Það virðist vera næga vinnu að fá á vesturströndinni, í nágrenni Bergen og Stavang- er, og svo í Norður-Noregi, en það er erfiðara að fá vinnu hér á Óslóarsvæðinu.“ - þj Þriðjudagur skoðun 14 26. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Annie Mist Þórisdóttir tekur þátt í fjórða móti Intersport Þrekmótaraðarinnar 2010 í Eyjum I ntersport Þrekmótaröð-inni 2010 lýkur með fjórða og síðasta mótinu í Vest-mannaeyjum laugardag-inn 30. október. Annie Mist Þóris-dóttir tekur þátt og er ekki í vafa um að hún muni sigra. „Ég ætla mér að vinna, ætti klárlega að geta það,“ segir hún og ætti að hafa eitthvað til síns máls enda sigurvegari móta-raðarinnar frá því í fyrra. Hún á hins vegar ekki von á því að endurtaka leikinn í ár. „Nei, ég missti nefnilega úr eitt mót þar sem ég var erlendis að kenna Crossfit, en allt frá því ég lenti í öðru sæti á Cross Fit Games í Kali-forníu í sumar hef ég verið fengin til að halda námskeið í því víðs vegar í Evrópu sem veita þjálfararéttindi.“ Innt eftir því hvaða eiginleika maður þurfi að hafa til að sigra í móti af þessu tagi, setur Annie metnað og sjálfsaga ofarlega á lista. „Sjálf æfi ég daglega í tvo til þrjá tíma, það þýðir ekkert annað,“ segir Annie og kveðst njóta hverrar mínútu.roald@frettabladid.is Patti.isLandsins mesta úrval af sófasettum Áklæði að eigin v liVín s ófasett 3 +1+1 V rð frá Opið: má-fö. 12:30 -18:00, Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp.201 S: 517 7727 nora.is , facebook.com/noraisland Fyrir bústaðinn og heimilið Rómantískir,vandaðirhversdags- og sparidúkar Málþing um brjóstakrabbamein verður haldið í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Þar verður sjónum meðal annars beint að streitu, næringu, líkamsrækt og brjóstakrabbameini. Málþingið hefst klukkan 19.30. Nánar á krabb.is. Metnaður skiptir mestu SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag 26. október 2010 251. tölublað 10. árgangur Lykill að betri sjón? Daninn dr. Leo Angart telur að með þjálfun sé hægt að laga nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju. allt 2 Semur fyrir Ofviðrið Högni Egilsson semur tónlist fyrir leikrit Willams Shakespeare. fólk 30 Hvert þó í strumpandi! Strumpastu nú og strumpaðu nýju strumpabækurnar! STRUMPAR Í takt við breytta tíma... Frábær opnunartilboð! Asphalia – Náttúrulegur svefn Fæst í apótekum og heilsubúðum Íslendingar í Noregi í sálgæslu eftir hrunið Mikið annríki hefur verið hjá presti íslenska safnaðarins í Noregi síðustu miss- eri. Gríðarleg aukning í sálgæslu segir prestur. Á þriðja þúsund Íslendinga hefur flutt til Noregs frá hruni. Gengur misjafnlega að aðlagast búsetu í nýju landi. JÁ, ÉG ÞORI, GET OG VIL Um fimmtíu þúsund konur komu saman í miðbæ Reykjavíkur í gær til að mótmæla ójafnri stöðu kynjanna en 35 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum. Mál gærdagsins var baráttan gegn kynbundnu ofbeldi. Sjá síður 10 og 11 FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ■ Um fimm þúsund Íslendingar voru búsettir í Noregi í byrjun árs. ■ Það sem af er ári hafa 830 Íslendingar flutt til Noregs. ■ Íslendingar eru á meðal þeirra tíu ríkja sem leggja mest til af erlendu vinnuafli í Noregi. ■ Í byrjun árs voru 167 Íslendingar skráðir atvinnulausir í Noregi. Íslendingar í Noregi STEKKINGUR NV TIL Í dag verða austan 3-10 m/s, en strekkingur NV-til. Úrkoma N- og NA-lands en annars úrkomulítið. Hiti víða 0-7 stig, mildast syðst. VEÐUR 4 5 2 -1 6 4 300. leikurinn Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson er á tímamótum með íslenska landsliðinu. sport 26 Fimbulfamb aftur í sölu Ný útgáfa af borðspilinu Fimbulfambi er væntanleg í verslanir. fólk 30 ÚTGÁFA Árni M. Mathiesen, fyrr- verandi fjármálaráðherra, gerir upp bankahrunið í nýrri bók sem kemur út eftir miðjan nóvember. Hann leggur nú lokahönd á bók- ina ásamt Þórhalli Jósepssyni, reynslubolta af fréttastofu Ríkis- útvarpsins. Bókin nefnist Árni Matt – Frá bankahruni til byltingar og kemur út hjá bókaforlaginu Veröld. Árni hefur frá hruni haldið sig mjög til hlés í umræðunni. Bókin byggir á samtölum Árna og Þórhalls og einnig áður óbirtum heimildum, til dæmis minnisblöðum Árna sem ekki hefur fyrr verið vitnað til. Einnig er von á bók um hrunið frá Björgvin G. Sigurðssyni, fyrr- verandi viðskiptaráðherra. - sh Gerir upp bankahrunið í bók: Árni Mathiesen rýfur þögnina

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.