Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 2
2 26. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Annað árið í röð hafa greinst óvenjumörg HIV-smit hér á landi. Aukningin stafar fyrst og fremst af aukningu meðal fíkni- efnaneytenda. Það sem af er þessu ári hafa greinst sextán manns með HIV-smit hér á landi. Af þessum hópi hafa ellefu greinst síðastliðna þrjá mánuði. Haraldur Briem sóttvarnalækn- ir segir það verulegt áhyggjuefni hversu margir hafa greinst með HIV-smit á undanförnum mánuð- um. Hann segir engar haldbærar skýringar á þróun síðustu mánaða. „Maður veltir fyrir sér hvort um tilviljun sé að ræða en þetta sem er að gerast núna er nokkuð sem við höfum haft áhyggjur af alla tíð.“ Haraldur bendir á að frá upphafi alnæmisfaraldursins hefur HIV- smit verið tiltölulega fátítt meðal fíkniefnaneytenda. Af þeim sem greinst hafa á þessu ári eru sex fíkniefnaneyt- endur sem misnota sprautur og nálar, sex gagnkynhneigðir og fjór- ir samkynhneigðir. Umtalsverður hluti þeirra sem greinast er fólk af erlendu bergi brotið og kemur oftast frá löndum þar sem HIV og alnæmi er útbreitt. Haraldur segir ekkert samband vera á milli fíkniefnanotendanna og útlendinga sem greinst hafa með smit. „Þetta fólk sem kemur utan frá er svo óheppið að koma frá svæðum þar sem þetta er afar útbreitt á meðal gagnkynhneigðra og ekkert samband þarna á milli.“ Áður hefur Landlæknisembættið lýst áhyggjum af því að meiri harka og tillitsleysi ríki meðal fíkniefna- neytenda en oft áður. „Starfsfólk Landspítala sem sinnir þessu fólki talar um að þessir einstaklingar séu sinnulausir gagnvart eigin heilsu og annarra. Þetta hefur orðið harðsvíraðra með árunum, hverju sem það er um að kenna.“ Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn- ir á sjúkrahúsinu Vogi, segir erf- itt að draga stórar ályktanir út frá tiltölulega fáum einstakling- um. „Þetta gæti verið bundið við einn til tvo einstaklinga sem eru að smita út frá sér. Það sem hafa skal hugfast er að fíklar geta smit- ast með öðrum leiðum en með óhreinum nálum. Þeir eru ógætn- ir í ýmsum málum, þar á meðal í sínu kynlífi.“ Allt fram til ársins 2007 þótt- ust menn rekja öll HIV-smit sem sprautufíklar á Vogi fengu til kyn- maka. „Þetta var fyrst og fremst kynsjúkdómur. En síðustu tvö árin er ég fyrst sannfærður um það að fólk er að smitast þegar það spraut- ar sig í einhverjum tilvikum, sem setur málið alveg í nýjan farveg.“ svavar@frettabladid.is Holskefla HIV-smita á síðustu mánuðum Sextán einstaklingar hafa greinst með HIV-smit á þessu ári. Ellefu hafa greinst á þrem mánuðum. Sóttvarnalæknir talar um holskeflu. Yfirlæknir á Vogi segir hugsanlegt að öll smit sprautufíkla megi rekja til eins eða tveggja einstaklinga. HEILBRIGÐISMÁL Aukinn fjöldi greindra klamy- díutilfella árið 2009 skýrist af nýrri aðferð til greininga sem tekin var í notkun á sýklafræði- deild Landspítalans. „Samkvæmt niðurstöðum rannsókna er nýja aðferðin næmari en aðferð- in sem var áður notuð,“ segir í nýútkomnum Farsóttafréttum Landlæknisembættisins. „Allt bendir því til að aukning greindra klamydíutilfella á síðastliðnu ári stafi af bætt- um greiningaraðferðum en ekki sé um að ræða raunverulega aukningu á klamydíusmiti í samfélaginu. Fjöldi greindra tilfella og hlut- fall jákvæðra sýna í maímánuði á þessu ári er svipaður mánaðarlegum fjölda tilfella í maí á síðasta ári,“ segir í ritinu. Fram kemur að klamydíusýking greinist oftar í konum en körlum og að konur séu að jafnaði yngri en karlar þegar þær smitast af klamydíu. „Sýkingin er algengust í konum á aldrinum 15 til 19 ára en flestir karlmenn sýkjast á aldrinum 20 til 24 ára. Klamydíusýk- ingar eru hins vegar afar fátíðar meðal karla og kvenna sem yngri eru en 15 ára og eldri en 40 ára.“ Helstu einkenni klamydíusýkingar eru sögð vera sviði við þvaglát og útferð, en stór hluti þeirra sem sýkjast sé einkennalaus. „Klamy- díusýkingar geta valdið bólgu í eggjaleiðurum með fylgjandi ófrjósemi hjá konum. Bólgur í eistalyppum hjá körlum, sem geta valdið ófrjó- semi, eru vel þekktar en eru sjaldséðari en fylgikvillar hjá konum.“ - óká Aukinn fjöldi greindra klamydíusýkinga til kominn vegna betri greiningartækni: Svipaður fjöldi klamydíutilfella í ár og í fyrra MARGIR EINKENNALAUSIR Klamydía er kynsjúkdómur sem helst kemur upp hjá yngra fólki. NORDIC PHOTOS/GETTY KÚBA, AP Omar Khadr, 24 ára Kanadamaður, játaði sig sekan af öllum fimm ákæruatriðum fyrir sértökum dóm- stól Bandaríkja- hers í fanga- búðunum við Guantanamo á Kúbu. Khadr var sakaður um að hafa tekið þátt í bardaga gegn bandarískum hermönnum í Afganistan árið 2002, þegar hann dvaldi hjá ættingjum sínum þar aðeins fimmtán ára gamall. Khadr hefur áður sagst saklaus, en lögmenn hans segja hann ekki hafa átt annarra kosta völ en að játa gegn samningi um refsingu, því réttarhöldin hefðu hvort eð er ekki orðið sanngjörn. - gb Réttarhöld í Guantanamo: Yngsti fanginn játar á sig brot OMAR KHADR Erpur, er það nú svart, ma‘r? Neinei, ég get ekki kvartað því það eina sem er blastað er Bjartmar og Blaz ma‘r. Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem Blaz Roca, kemur fram á tónleikum með Bjartmari Guðlaugssyni á Café Rosenberg í kvöld. ‘8 3 ‘8 5 ‘8 7 ‘8 9 ‘9 1 ‘9 3 ‘9 5 ‘9 7 ‘9 9 ‘0 1 ‘0 3 ‘0 5 ‘0 7 ‘0 9 16 14 12 10 8 6 4 2 0 Útbreiðsla HIV á Íslandi 1983-2009 HIV-smitaðir eftir íslenskum eða erlendum uppruna og greiningarári Fíkniefnaneytendur greindir með HIV-smit 6 5 4 3 2 1 0 ‘8 3 ‘8 5 ‘8 7 ‘8 9 ‘9 1 ‘9 3 ‘9 5 ‘9 7 ‘9 9 ‘0 1 ‘0 3 ‘0 5 ‘0 7 ‘0 9 * *15.10.2010Heimild: Farsóttarfréttir Innlent Erlent HARALDUR BRIEM ÞÓRARINN TYRFINGSSON SKIPULAGSMÁL Kaþólska kirkjan hefur sent inn fyrirspurn til borgaryfirvalda um það hvort leyfi fengist fyrir byggingu fjöl- notahúss og safnaðarheimili neð- anjarðar á Landakotstúni. Nýja byggingin á að þjóna gest- um eftir messu og nýtast biskupi sem og vegna félagsstarfs barna í Landakotsskóla. Húsnæðið á að tengjast bæði Biskupsstofu og Landakotsskóla með neðanjarðar- göngum. Núverandi græn svæði á byggingarreitnum eiga að halda sér að mestu og hugmyndin er sú að draga dagsbirtu inn til end- anna með því að móta jarðveginn þar þannig. - gar Kaþólskir vilja byggja: Safnarheimili neðanjarðar á Landakotstúni LANDAKOTSTÚN Ný áform um uppbygg- ingu er komin á borð skipulagsyfirvalda. STJÓRNLAGAÞING Endanleg tala yfir frambjóðendur til stjórn- lagaþings er 523. Landskjörstjórn bárust í allt 526 gild framboð, en þrír afturkölluðu framboð sín. Sjötíu prósent frambjóðenda eru karlmenn, eða 364. Konurnar eru 159. Ekki kom til þess að úrskurða þyrfti um gildi einstakra fram- boða, að því er segir í tilkynn- ingu frá landskjörstjórn. Til stendur að birta innan tíðar frekari upplýsingar um fram- bjóðendur, til dæmis skiptingu þeirra eftir kjördæmum og ald- ursbili. Þá vinnur landskjörstjórn að gerð lista yfir frambjóðendur þar sem fram koma ýmsar upp- lýsingar. Hann verður birtur á vefnum eins fljótt og auðið er. - sh Búið að fara yfir meðmælin: 523 framboð til stjórnlagaþings LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í fimm orlofshús í Selvík við Álfta- vatn í Grímsnesi í síðustu viku. Þjófarnir komust inn um glugga með því að spenna þá upp. Í öllum húsunum voru flatskjáir, sem allir voru teknir. Að auki var brotist inn í þrjá aðra sumarbústaði í einkaeigu sem eru við Álftavatn. Úr þeim var flatskjáum, hljómflutningstækj- um, áfengi og ýmsu öðru stolið. Í sumum húsanna hafði verið mikið rótað í skápum og hirslum. Brotist inn í sumarbústaði: Stálu flatskjá- um og áfengi FÓLK Vilhelm Sigurjónssyni, þroskahömluðum manni sem rek- inn var úr starfi sínu hjá Nettó í síðustu viku, hefur verið boðin vinna hjá Kosti. Þá hefur honum einnig verið boðið í atvinnuviðtal í Melabúðinni. Vilhelm hafði séð um innkaupa- kerrur hjá Nettó í Mjódd í tvö ár og brottrekstur hans með tíu mínútna fyrirvara vakti hörð viðbrögð. Fólk hefur jafnvel ákveðið að sniðganga verslanir Nettó. Jón Gerald Sullenberger í Kosti segist fyrst hafa frétt af málinu um kvöldmatarleytið í gær og hringt strax í föður Vilhelms og boðið stráknum vinnu. „Mér finnst svona framkoma fyrir neðan allar hellur. Við hljótum að finna eitthvað fyrir strákinn að gera. Það eru að koma jól og við eigum að vinna saman, ekki á móti hvert öðru,“ segir Jón Gerald. Búðin sé að verða eins árs og það gæti orðið besta afmælis- gjöfin að fá Vilhelm til starfa. Pétur Alan Guðmundsson í Mela- búðinni segir að hann hafi frétt að Vilhelm væri á lausu og heyrt vel af honum látið. Því hafi verið sjálf- sagt að boða hann í viðtal. „Fyrir gott fólk er alltaf hægt að finna starf,“ segir hann. Sigurjón Þór Hafsteinsson, faðir Vilhelms, segir að hann hafi ekki rætt tilboðin við son sinn enn. Þá hafi ekki verið rætt við Atvinnu með stuðn- ingi, sem mun þurfa að koma að málum. Ekk- ert sé því ráðið enn. - sh Brottrekinn starfsmaður Nettó með tilboð á borðinu frá Kosti og Melabúðinni: Vilhelm boðið í tvö atvinnuviðtöl JÓN GERALD OG PÉTUR Hringdu báðir í föður Vilhelms í gær og buðu feðgunum að koma í atvinnuviðtal. SPURNING DAGSINS Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.