Fréttablaðið - 26.10.2010, Side 6

Fréttablaðið - 26.10.2010, Side 6
6 26. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR SKIPULAGSMÁL Félagið Landnáms- ferðir hefur sótt um lóð í Engey undir landnámsþorp með víkinga- þema en feng- ið synjun hjá skipulagssviði Reykjavíkur- borgar. Sveinn Hjört- ur Guðfinnsson, framkvæmda- stjóri L and- námsferða, segir að þrátt fyrir þessa fyrir- stöðu hjá skipulagsyfirvöldum haldi málið áfram. Ætlunin sé ekki að tjalda til einnar nætur. Ára- langur undirbúningur sé að baki og samráð sé haft við hæfa forn- leifafræðinga, meðal annars dr. Völu Garðarsdóttur, sem stjórn- aði uppgreftrinum á Alþingisreitn- um. Þorpið verði byggt eftir nám- kvæmri forskrift fræðimanna. „Þetta er einstakt tækifæri fyrir ferðaþjónustu. Við höfum verið í Þýskalandi þar sem fólk dáir íslenska menningu og vill vita meira um landnámið og hvernig þetta byrjaði allt saman,“ segir Sveinn sem kveður verkefn- ið munu verða fjármagnað af ein- staklingum sem ekki sé tímabært að nefna. „Þetta eru að minnsta kosti engir útrásarvíkingar.“ Sveinn segir erlenda handverks- fræðinga bíða í röðum eftir að leggja verkefninu lið. Innlendir námsmenn, meðal annars í Tækni- skólanum, geti einnig lagt hönd á plóginn. Nýta eigi trjágróður sem til falli á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingu þorpsins og smíði víkingaskipa. „Við gerum okkur grein fyrir því hversu dýrmæt saga Íslands er. Sagan af landnáminu og fólk- inu sem byggði landið er gríðar- lega sterk en henni hafa ekki verið gerð nógu góð skil. Ef einhvern tíma er mikilvægt fyrir þjóðina að horfa til arfsins þá er það nú,“ segir Sveinn. „Fornleifar í Engey hafa enn ekki verið skráðar en það er algjört grundvallaratriði að slíkt verði gert, ef til einhverrar upp- byggingar kemur,“ segir Minja- safn Reykjavíkur meðal annars í sinni umsögn. „Rétt er að víkingaþorp og stað- ir þar sem byggt er upp sögulegt umhverfi hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. En slíkur staður þarf að vera vel hugsaður og hann- aður til að virðast sannfærandi,“ segir í umsögn Minjasafnsins sem telur umsóknina of ófullkomna til að geta talist raunhæf. Sveinn segir umsagnir Minja- safnsins og skipulagssviðs byggja á þekkingarleysi og nefnir þar möguleika til hafnaraðstöðu sér- staklega. Þá standi ekki til að reisa þorpið þar sem minjar séu fyrir heldur á svæði sem þegar hafi verið plægt. Sveinn undirstrikar að mikil- vægt sé að þorpið verði einmitt í Engey. „Þannig komast gestirnir frá borginni og inn í tímavél sem flytur þá aftur til landnámsaldar.“ gar@frettabladid.is Hafna víkingaþorpi í Engey Landnámsþorp í Engey fær synjun skipulagsyfirvalda sem segja hafnaraðstöðu skorta og stefnan sé að halda eynni óbyggðri. Einstakt tækifæri í ferðaþjónustu segir umsækjandinn sem heldur málinu til streitu. LANDNÁMSÞORP Í ENGEY Áætlað er að það taki fimm ár að byggja upp víkingaþorp í Engey, meðal annars með aðstoð innlendra og erlendra sjálfboðaliða. MYNDIR/CASPER ART SVEINN HJÖRTUR GUÐFINNSSON EFNAHAGSMÁL Mánaðarleg launa- vísitala í september hækkaði um 0,3 prósent frá fyrra mánuði og 6,0 prósent miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Eins jókst kaupmáttur launa um 0,3 prósent milli mánaða, en um 2,2 prósent síðustu tólf mánuði. Í fréttabréfi Samtaka atvinnu- lífsins er hækkunin fyrst og fremst sögð eiga sér skýringu í tveimur samningsbundnum hækkunum samkvæmt almenn- um kjarasamningum. Þá komi til áhrif árstíðasveiflna þar sem bónusar, þar sem um þá er að ræða, lækki yfir sumarmánuðina og hækki aftur í september. - óká Launavísitalan hefur hækkað: Kaupmáttur eykst lítillega Vistbyggðarráð opnar vef Vistbyggðarráð, sem stofnað var í febrúarlok á þessu ári, hefur opnað nýjan vef, www.vbr.is. Ráðinu er ætlað að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja hér á landi. UMHVERFISMÁL DÓMSMÁL Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður fjögurra af þeim níu einstaklingum, sem hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að ráð- ast á Alþingi árið 2008, krafðist þess í fyrirtöku málsins í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær að fá aðgang að meintum leynigögnum um málið. Í frétt Vísis.is segir að Ragnar hafi ekki getað sýnt eða sannað að gögnum hafi verið haldið frá sér og sínum skjólstæðingum, en taldi margt benda til þess. Dómarinn tók kröfuna fyrir og mun kveða upp úrskurð von bráðar. - vg, þj Nímenningar fyrir dómi: Vildi fá aðgang að leyniskjölum SVÍÞJÓÐ Lögreglan í Malmö telur að byssumaðurinn óþekkti beri ábyrgð á 19 þeirra skotárása, sem óupplýstar eru í borginni. Reynist þetta rétt hefur þessi maður vald- ið dauða einnar konu og sært átta manns illa. Lögreglan bíður nú niðurstöðu rannsókna á lífsýnum, sem fund- ist hafa á vettvangi. Ljóst þykir einnig að sama skot- vopnið hefur verið notað í sumum árásanna, en lögreglan vill ekki gefa upp hve oft þetta vopn hefur verið notað. Í sænskum fjölmiðlum kemur fram að fyrrverandi meðlimir glæpagengja séu farnir að leita uppi byssumanninn. „Við þekkjum þetta svæði. Það er miklu auðveldara fyrir okkur en lögregluna að hafa hendur í hári hans,“ er haft eftir einum þeirra á vefsíðu dagblaðsins Sydsvensk- an. „Hann getur bara vonað að við finnum hann ekki fyrst.“ Alls eru 50 skotárásir óupplýst- ar sem framdar hafa verið frá því í október á síðasta ári. Allt bendir til þess að einn og sami maðurinn hafi verið að verki í nítján þeirra. - gb Byssumaðurinn í Malmö talinn hafa gert nítján árásir undanfarið ár í borginni: Glæpamenn leita mannsins BÖRJE SJÖHOLM Lögreglustjórinn á Skáni segir allar líkur á því að einn og sami maðurinn hafi verið að verki. NORDICPHOTOS/AFP Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift *Árleg nafnávöxtun frá 15.01.2001 til 31.09.2010. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. @Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is UMHVERFISMÁL Norrænir orku- málaráðherrar blésu í gær formlega til keppni um titilinn „Norrænt orkusveitarfélag“. Keppninni er ætlað að vekja athygli á og styðja við aðgerðir sem stuðla að sjálfbærum lausn- um í orku- og loftslagsmálum. „Orkunotkun heimsins og losun gróðurhúsalofttegunda er lang- mest í borgum og bæjum. Því eru aðgerðir einstakra sveitar- félaga afar mikilvægar,“ segir á vef Orkustofnunar. Samkeppnin stendur yfir árin 2010 og 2011. - óká Orku- og loftslagsaðgerðir: Sveitarfélögin keppa sín á milli Finnst þér mikið um fordóma í garð feitra? JÁ 59,7% NEI 40,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú farið í bíó á þessu ári og séð íslenska kvikmynd? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.