Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 8
 26. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR RÚSSLAND, AP Rússnesk stjórnvöld þurfa að greiða þeim, sem skipu- lögðu gleðigöngu samkynhneigðra í Moskvu árin 2006, 2007 og 2008, vel á fimmtu milljón króna í skaða- bætur og málskostnað. Þetta er niðurstaða mannrétt- indadómstóls Evrópu, sem fordæm- ir það að borgarstjórn Moskvu hafi komist upp með að banna göngurnar bara vegna þess að embættismönn- um var illa við samkynhneigða. „Borgarstjórinn í Moskvu hefur margoft sagst staðráðinn í að koma í veg fyrir fjöldagöngur samkyn- hneigðra, af því honum finnst þær ósæmilegar,“ segir í dómsúrskurð- inum. Ekki er hægt að áfrýja niður- stöðu dómstólsins, og það þýðir að rússneskum stjórnvöldum ber skylda til að gera samkynhneigð- um kleift að koma hindrunarlaust saman í borgum landsins. Umræddur borgarstjóri, Júrí Lúsjkov, var reyndar rekinn úr embætti í síðasta mánuði eftir átján ár í starfinu. Sergei Sobjanín, náinn sam- starfsmaður Vladimírs Pútín for- sætisráðherra, mun taka við emb- ættinu. - gb Mannréttindadómstóll Evrópu fordæmir framkomu Moskvuborgar: Skylt að leyfa gleðigöngur NÝI BORGARSTJÓRINN Dmitrí Medvedev forseti, Kirill patríarki og Sergei Sobjanín að lokinni vígsluathöfn borgarstjórans. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Björn Zoëga, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segist ekki hafa áhyggjur af því að missa starfsfólk yfir til fyrirhugaðs einkasjúkra- húss á Ásbrú. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi var- aði landlæknir við því að þess háttar starfsemi gæti grafið undan sérfræðiþekkingu á Landspítala þar sem ýmsar stéttir gætu sótt í störf syðra. Björn segir í viðtali við Fréttablaðið að Landspít- ali hafi verið að skera niður síðustu tvö árin líkt og fleiri stofnanir. Þeir hafi fækkað starfsfólki og sjúkra- hús á Ásbrú gæti aukið möguleika fólks í heilbrigðis- geiranum á því að fá vinnu, eða jafnvel að auka við sig. „Mér finnst eðlilegt að menn reyni að finna ný verk- efni og atvinnutækifæri í íslensku atvinnulífi,“ segir Björn. „Ef allt fer á versta veg getur það haft neikvæð áhrif, en miðað við það sem ég veit um þetta verkefni hef ég ekki áhyggjur eins og er.“ Björn sagðist vonast til þess að fyrirhugað verkefni muni hafa í för með sér betri nýtingu á á því vinnuafli sem er fyrir í landinu. „Svo er jafnvel möguleiki á því að Íslendingar sem eru búsendir erlendis sjái þetta sem tækifæri til að koma heim og vinna.“ - þj Forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss óttast ekki sjúkrahús á Ásbrú: Fjölgar atvinnutækifærum TRÚMÁL Ásatrúarfélagið og Rétt- trúnaðarkirkjan hafa ekki enn hafið byggingu á lóðum sínum þrátt fyrir að hafa fengið úthlut- að lóðum í lok árs 2006. Þá fengu ásatrúarmenn lóð við Leynihlíð sem síðar varð Menntasveigur, undir Öskjuhlíð, og Rétttrúnað- arkirkjan fékk lóð við Nýlendu- götu. Ásatrúarmenn höfðu þá beðið í áraraðir eftir að fá lóð undir nýbyggingu hofs. Félag múslima á Íslandi bíður enn eftir að fá lóð undir mosku, en fulltrúar skipulagsyfirvalda fullyrða að hreyfing sé komin á þau mál og þau muni skýrast á næstunni. Rétttrúnaðarkirkjan bíður þess enn að undirrita lóðaleigusamn- ing við Reykjavíkurborg, en að sögn Timur Zolotuskiy, prests kirkjunnar, eru þeir vongóðir um að málin fari að skýrast í haust. „Þetta veltur á mörgum þáttum en við erum einnig að þróa verk- efnið, hvað varðar kirkjuna og safnaðarheimilið, og svo erum við líka að ræða við okkar stuðnings- aðila, en það mun skýrast þegar leigusamningar og kostnaðar- áætlun er komin á hreint.“ Timur segir um 600 félaga í rússnesku og serbnesku rétttrún- aðarkirkjunum hér á landi. Þeir séu nú að vinna að hönnun bygg- inga ásamt arkitektum og leit- ast verður við að finna lausn sem hentar við íslenskar aðstæður. „Við byrjuðum á táknrænan hátt á sumardaginn fyrsta þegar við vígðum minnisvarða á lóð- inni,“ sagði Hilmar Örn Hilm- arsson, allsherjargoði í samtali við Fréttablaðið, en það var til minningar um Sveinbjörn Bein- teinsson, sem var allsherjargoði um árabil. Hilmar bætir því við að nú séu að hefjast prufanir á klöpp undir lóðinni. Þegar því er lokið, senni- lega eftir nokkrar vikur, verður farið út í nánari útfærslu á bygg- ingunni. Hilmar bætir því við að enn eigi eftir að leggja veg, lagnir og þess háttar að lóðinni, en efna- hagshrunið hafi einnig spilað inn í og tafið framkvæmdir. „Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti því að við fórum illa út úr bankahruninu. Við þurftum því að fara út í praktísk- ari lausnir.“ Hilmar Örn segist ekki viss um hvenær framkvæmdum verði lokið, „en í bjartsýniskasti vonast ég til þess að hofið, eða helgidóm- urinn, verði tilbúinn á árunum 2012 til 2013.“ thorgils@frettabladid.is Trúfélög ekki enn byrjuð að byggja Ásatrúarfélagið og Rétttrúnaðarkirkjan hafa ekki enn hafið framkvæmdir á lóð- um sem þau fengu úthlutað frá Reykjavíkurborg. Rétttrúnaðarfólk mun ljúka samningum við borgina í haust, en ásatrúarmenn vonast til að klára árið 2012. BLÓT Ásatrúarmenn vonast til þess að bygging hofs komist á rekspöl á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÉTTTRÚNAÐARKIRKJA VIÐ NÝLENDU- GÖTU Frumhugmyndir að fyrirhugaðri rétttrúnaðarkirkju. Bjóðum heildarlausnir, þegar endurnýja á góleppi í stigagöngum í ölbýlis- og sambýlishúsum. Aðeins ei símtal og málið er komið í gang. Á rmú l a 32 · 108 Reyk j a v í k · S ím i 533 5060 · F a x 533 5061 · www . s t epp . i s Teppalagt tækifæri fyrir stigaganga. Verð frá 5.980 kr. per m2 ákomið. Vönduð og slitsterk, þéofin teppi sem auðvelt er að þrífa. Nýtið ykkur virðisauka- skattinn! GOÐSAGNIR UM SPARPERUR „... mynda kalt ljós“ Hversu „hlýtt“ eða „kalt“ ljós er, ákvarðast af litahitastigi perunnar. OSRAM DULUX® SUPERSTAR og OSRAM DULUXSTAR® perur eru fáanlegar í hinum hefðbundna hlýhvíta lit sem gefur svipaða birtu og venjuleg ljósapera og eru því tilvaldar til nota innan heimila. Endursöluaðilar um land allt osram.is Jóh an n Ó laf sso n & C o Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir: Rauðiklettur eftir John Woo : Askja, stofa 132, fimmtudagur 28. október, kl: 17:30 - 19:20 Kvikmyndin Rauðiklettur fjallar um örlagaþrungna stórorrustu sem átti sér stað við endalok Han tímans (208-209 e.kr.) og var upphaf sundrungartímabils í Kína. Leikstjórinn John Woo er þekktur fyrir stílmiklar og sjónrænar spennumyndir. Sýningin er öllum opin og án endur- gjalds. Sýningartími 140 mín. Myndin er í tveimur hlutum og verður seinni hluti sýndur á sama tíma fimmtudaginn 4. nóvember. Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.