Fréttablaðið - 26.10.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 26.10.2010, Síða 12
12 26. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR Skiptar skoðanir eru meðal ráð- herra ríkisstjórnarinnar um fyrir- komulag rannsóknarsjóða á forræði ríkisins. Heimildir Fréttablaðsins herma að Katrín Júlíusdóttir iðnað- arráðherra og Jón Bjarnason, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi á fundi vísinda- og tækniráðs fyrr á árinu deilt hart um tregðu þess síðarnefnda til að setja sjóði síns ráðuneytis undir regluverk svokallaðra samkeppnissjóða. Deilurnar teygja sig þó víðar og hafa meðlimir fræðasamfélagsins blandað sér í umræðuna. Hópur íslenskra vísindamanna hefur vakið athygli á því að mun lægra hlutfalli ríkisframlaga til rannsókna og þróunarstarfs hér á landi er ráðstafað í gegnum svokall- aða samkeppnissjóði en til dæmis á Norðurlöndunum. Þessu misræmi mótmæla þeir og kalla eftir breyttum vinnubrögðum hins opinbera. Það er í samræmi við stefnu vísinda- og tækniráðs, sem heyrir undir forsætisráðuneyti og markar stefnu stjórnvalda í vísinda- og tæknimálum. Ráðið hefur kall- að eftir því að hærra hlutfalli opin- berra framlaga til rannsókna og nýsköpunar verði úthlutað í gegn- um samkeppnissjóði. „Samkeppnissjóðir eru besta leiðin til að veita fé til rannsókn- arverkefna,“ segir Eiríkur Stein- grímsson, prófessor við lækna- deild Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hann skrifaði, ásamt Magnúsi Karli Magnússyni starfs- bróður sínum, grein um málið í Fréttablaðið fyrir skömmu. „Þess háttar sjóðir eru með stöðugt gæðaeftirlit sem felst í því að alþjóðlegir jafningjar, sem þekkja til vísindanna, meta það hversu líklegt er að viðkomandi nái árangri og hversu góðar aðferð- ir viðkomandi ætlar að nota. Þetta metur í rauninni líkurnar á því að verkefnið nái árangri.“ Eiríkur bætir því við að mikill meirihluti ríkisframlags til rann- sókna, eða á milli 85 og 90 prósent, fari fram hjá þessum samkepn- issjóðum, annars vegar sem bein framlög til stofnana og hins vegar í sjóði sem eru í umsjá ráðuneyt- anna þar sem Eiríkur segir að fag- leg sjónarmið ráði ekki alltaf för. Eiríkur tekur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið sem dæmi, en þar sé um milljarður króna sem er úthlutað „á pólitískum for- sendum frekar en vísindalegum“. Þykir honum þetta vond notkun á almannafé. Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins hélt Jón Bjarnason því fram að sjóðir á vegum ráðu- neytisins lytu „regluverki sam- keppnissjóða“ þar sem „skipan í stjórnir þeirra er með sambæri- legum hætti og skipan í stjórnir annarra sjóða á vegum ríkisins, til dæmis þeirra sjóða sem eru í þjón- ustu Rannís“. Það stenst þó varla þegar horft er til nokkurra helstu sjóða ráðuneytis- ins. Í stjórn sjóða Rannís og fagráða er skipað með faglegum hætti og fulltrúar úr vísindasamfélaginu meta ágæti umsókna. AVS-rannsóknarsjóðurinn, sem heyrir undir sjávarútvegsráðherra og vinnur að því að auka verðmæti sjávarfangs, hefur um 250 milljónir á fjárlögum í ár. Stjórnarformaður sjóðsins er Ásmundur Einar Daða- son, alþingismaður og samflokks- maður ráðherra, en í stjórn eru einnig fulltrúar frá sjávarútvegs- fyrirtækjum og LÍÚ. Þá er Kjartan Ólafsson, fyrrver- andi alþingismaður, í formannsstóli í Framleiðnisjóði landbúnaðarins, sem hefur haft um 150 milljónir til úthlutunar á ári, en hefur þó ein- ungis 15 milljónir samkvæmt fjár- lögum ársins. Í stjórninni eru líka tveir fulltrúar tilnefndir beint af Bændasamtökum Íslands. Ekki fengust svör frá ráðuneyt- inu við því hvernig mætti rökstyðja að sjóðirnir vinni eftir regluverki samkeppnissjóða. Aðspurður hvort kæmi til greina að færa sjóðina undir forsjá Rannís eins og gert hefur verið við Tækni- þróunarsjóð, sem heyrir undir iðn- aðarráðuneytið, sagði Jón að núver- andi skipan sjóðamála sé stuðli að beinni tengingu við atvinnuvegina, sem vilji ekki breytt fyrirkomulag. „Innan sjávarútvegs- og land- búnaðar hefur verið lögð áhersla á óbreytta skipan og ráðuneytið hefur stutt það sjónarmið,“ segir Jón. Þó er líklegt að breytingar séu í farvatninu því gert er ráð fyrir að nýtt sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneyti verði sameinað iðn- aðarráðuneyti í einu atvinnumála- ráðuneyti. Ef af því verður munu breytingar velta á pólitískum vilja væntanlegs ráðherra. Jón vill halda stjórn á sínum sjóðum Ráðherrar eru ósammála um fyrirkomulag rannsóknarsjóða. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið vill halda stjórn á sínum sjóð- um. Vísindamenn kalla eftir faglegra starfi og fleiri samkeppnissjóðum til að fara með framlög ríkisins. JÓN BJARNASON EIRÍKUR STEINGRÍMSSON RANNSÓKNIR Deilt er um fyrirkomulag rannsóknarsjóða ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Deilt um fyrirkomulag rannsóknarsjóða ríkisins Samkeppnissjóðir eru þeir rann- sóknarsjóðir þar sem áhersla er lögð á faglegt jafningjamat og gæðaeftirlit við úthlutanir. Umsækjendur þurfa að sann- færa stjórnir sjóða um ágæti og notagildi væntanlegra rannsókna sinna. Allir sjóðir sem eru undir Rann- sóknamiðstöð Íslands (Rannís) lúta þessum reglum. Hvað eru samkeppnissjóðir? Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Þú færð Michelin dekkin hjá Hjólbarðaþjónustu N1 ...og hef ég þó prófað fjölda vetrardekkja gegnum tíðina, negld og ónegld, nú síðast undir EuroRAP mælingabílnum. Dekkin gefa frábært grip við allar aðstæður og eru hljóðlát og endingargóð. Best af öllu er þó að eyðslan er 0,52 lítrum minni á hundraðið en á sumardekkjunum sem bíllinn kom á frá framleiðanda.“ Ólafur Kr. Guðmundsson tæknistjóri EuroRAP á Íslandi og dómari í Formúlu 1 „MICHELIN X-ICE ERU BESTU VETRARDEKK SEM ÉG HEF PRÓFAÐ HINGAÐ TIL... – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 20 05 1 0/ 10 Íbúfen 400 mg 30 stk. Áður: 566 kr. Nú: 499kr. *gildir út nóvember 2010. TRÚMÁL „Ef kenna á börnum kveð- skap þá verður ekki skautað fram- hjá sálmum. Ef þeim sleppir þá er skólinn ekki að gegna hlutverki sínu og skyldum,“ segir Rúnar Vil- hjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og meðlimur í Gídeonfélaginu. Félagið hefur gefið grunnskóla- börnum Nýja testamentið í hátt í sextíu ár. Rúnar segir ekki ljóst hvar Nýja testamentið fellur í til- lögum mannréttindaráðs Reykja- víkurborgar um takmarkanir við aðgangi trúfélaga að skólastarfi í borginni. Í niðurstöðum skýrslu starfshóps um um samstarf kirkju og skóla frá 2007 segir að kennarar innan leik- og grunnskóla beri ábyrgð á kennslu, trúarlegri listsköpun og fræðslu barna um trúarbrögð, lífs- skoðanir og kristilegt siðgæði. Þar segir að komi upp ágreiningur skuli beina athugasemdum til Leikskóla- eða Menntasviðs Reykjavíkur- borgar. Af og til koma athugasemd- ir frá foreldrum um það sem þeir telja trúboð í skólum, samkvæmt upplýsingum frá Mennta- og leik- skólasviði borgarinnar. Fjallað verður um tillögur mannréttindaráðs á fundi þess í dag og er stefnt að því að tillagan verði tekin fyrir hjá borgarráði í nóvember. - jab Prófessor segir vart mögulegt að sleppa sálmum: Kveðskapur gegnir hlutverki í grunnskólum „Ég er ekki kominn í stand til að tjá mig um þetta mál, hef ekki haft orku í það. Ég ætla að bíða með það þar til seinna í vikunni,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Stokk- hólmi í Svíþjóð með útbrot og bráðaofnæmi um allan líkamann í síðustu viku. Hann kom aftur heim á laugardag og hefur legið á Landspítalanum síðan þá. Tjáir sig í vikunni SKÓLABÖRN Sálmar eru órjúfanlegur hluti kveðskapar, segir prófessor í félagsfræði og meðlimur í Gideonfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.