Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 14
14 26. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Verður kröfugerð Alþýðusambands-ins á næstu mánuðum um félags- legar aðgerðir í stað kauphækkana sem ekki er innistæða fyrir? Mun ASÍ gera kröfu um endurreisn félagslega íbúða- kerfisins? Spurt er í framhaldi af setn- ingarræðu forseta ASÍ á þingi samtak- anna á dögunum. Síðastliðið vor skrifaði ég greinar í þetta blað þar sem ég hvatti til nýrrar kröfugerðar Alþýðusambands- ins einkum í húsnæðismálum og í sam- göngumálum í þéttbýli. Enginn tók undir þessar hugmynd- ir í kosningabaráttunni síðastliðið vor. Forseti Alþýðusambandsins skammaði stjórnmálaflokkana fyrir að hafa eyði- lagt félagslega íbúðakerfið. Staðreyndin er sú að hann hefði átt að skamma verka- lýðssamtökin; þau hreyfðu engum mót- mælum þegar félagslega kerfið var eyði- lagt. Og þeir stjórnmálaflokkar sem nú fara með stjórn landsins voru varla til þegar kerfið var eyðilagt. 1980 settum við lög um húsnæðismál þar sem gert var ráð fyrir því að þriðj- ungur íbúðabygginga í landinu yrði á félagslegum grundvelli. Hinir áttu að reyna að klára sín mál sjálfir með lánum frá lífeyrissjóðum og bönkum. Þessi lagasetning réði úrslitum um húsnæðis- mál alþýðufjölskyldna þúsundum saman. Núna í kreppunni þegar þetta kerfi hefur verið eyðilagt kemur best í ljós hve fráleit þessi skemmdarverk voru. Mun Alþýðusambandið kannski setja fram kröfur um félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum? Er kannski komið að því að verkalýðsfélögin setji fram kröfur um félagslegar endurbæt- ur í kjarasamningum? Þær kröfur gætu snúist um að verja velferðarkerfið og svo að bæta það. Meginmunurinn á lífskjörum ungra fjölskyldna á Íslandi og á Norðurlöndun- um hinum liggur í kostnaði við húsnæði og kostnaði við að komast í vinnuna eða til þjónustustofnana. Nútíma verkalýðs- hreyfing ætti því að gera kröfur um bættar almenningssamgöngur og um nýtt félagslegt íbúðakerfi í næstu kjara- samningum. Að vísu er ekki víst að ASÍ eigi í þessum efnum samleið með svokölluð- um samtökum atvinnulífsins; en það gildir væntanlega einu. Aðalatriðið hlýtur að vera að verkalýðsforystan eignist samstöðu með fólkinu í verkalýðshreyfingunni. Ný kröfugerð verkalýðssamtaka? Lífskjör almennings Svavar Gestsson fyrrverandi félagsmála- ráðherra F ulltrúar Bezta flokksins, Vinstri grænna og Samfylkingar- innar í mannréttindaráði Reykjavíkur eru í vandræðum vegna mikilla og neikvæðra viðbragða við tillögu flokk- anna um að úthýsa kristinni trú og siðum úr skólastarfi í borginni. Talsmenn tillögunnar reyna nú að halda því fram að viðbrögðin byggist á „misskilningi“ og séu „ofsafengin“ eins og Margrét Sverrisdóttir, formaður ráðsins, orðaði það hér í blaðinu eftir að biskup Íslands gagnrýndi áformin harðlega. En hvernig er hægt að misskilja tillöguna? Þar segir berum orðum að heimsóknir starfs- manna trúfélaga í skóla séu bannaðar. Undir það falla líka heimsóknir presta sem koma til að veita áfallahjálp þegar slys eða dauðsföll hafa orðið. Þar segir klárlega að kirkjuferð- ir, „bænahald, sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi“ eigi ekki heima í skólum. Hversu mikið mark á þá að taka á vand- ræðalegum útlistunum um að samt megi syngja sálma á litlu jól- unum, setja upp helgileiki og gera trúarlegar myndir í jólaföndri? Meinti meirihlutinn eitthvað annað en það sem hann setti á blað? Í samtalinu við Fréttablaðið vísaði Margrét Sverrisdóttir til skýrslu starfshóps Reykjavíkurborgar um samstarf kirkju og skóla frá 2007. Ýmislegt bendir til að meirihlutinn í mannréttindaráði hafi misskilið skýrsluna. Að minnsta kosti ganga tillögur hans miklu lengra en hugmyndir starfshópsins. Í þeim er einmitt kveðið á um samstarf, en ekki samstarfsslit. Þar er sömuleiðis rík áherzla á að samstarfið sé undir hverjum og einum skóla komið, í stað þess að þeim séu öllum bönnuð samskipti við kirkjuna. Í „hugmyndum um samstarf“ er nefnt sem dæmi að skóli geti kallað til fulltrúa trúar- og lífsskoðunarhópa vegna áfalla, en þess þurfi að gæta að virða trúarlegar forsendur þeirra sem eiga hlut að máli og fjalla um málin af fagmennsku. Annað dæmi er tekið af vettvangsheim- sóknum – sem fulltrúar flokkanna þriggja vilja banna. Meirihlutinn virðist ekki hafa lesið – eða þá misskilið – aðal- námskrá grunnskóla. Þar er á meðal markmiða fyrir yngstu bekk- ina að verða „betur fær um að skilja og njóta trúarlegrar tján- ingar í tónlist, myndlist og bókmenntum“ (sem fer kannski ekki alveg saman við bannið við trúarlegum söngvum og listsköpun), að kunna skil á Biblíunni (sem er ekki í samræmi við fyrirhugað bann við Biblíugjöfum í skólum) og „þekkja kirkjuhúsið, helstu tákn, kirkjulegar athafnir og starf kirkjunnar í heimabyggð“ (sem getur reynzt erfitt þegar búið verður að banna kirkjuferðirnar). Ef einhvers staðar er ofsa og misskilning að finna, er það í til- lögum meirihluta mannréttindaráðs, sem í viðleitni til að bregðast við kvörtunum frá litlum minnihluta gengur alltof langt og hefur snúið bæði fyrri tillögum í málinu og þeim viðmiðum sem öllum grunnskólum í landinu ber að fara eftir á haus. Það er vel hægt að tryggja rétt minnihlutans án þess að vaða yfir trú, siði og venjur yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. Meirihluti mannréttindaráðs snýr aðalnámskrá og skýrslu um samstarf kirkju og skóla á haus. Ofsi og misskilningur Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Blámenn Bjarna Björg Eva Erlendsdóttir gagnrýnir Bjarna Harðarson í pistli á Smugunni fyrir orðaval á fundi VG um Evrópu- mál. Bjarni ku hafa sagt að gagnrýni á þjóðernishyggju Heimssýnarmanna væri ómakleg, þótt vissulega væri hópur þar innanborðs sem byggði andstöðu sína við Evrópusambandið á ótta við að mæta blámönnum á götu. Bjarni var, aug- ljóslega, að benda á það hversu fáránlegur málflutn- ingur slíkra afturhaldsóðra fornaldardýrkenda getur verið. Til þess greip hann til þessa forneskjulega og niðrandi orðs. Það er óþarfi að atyrða hann fyrir slík stílbrögð. Ágætasta fólk Að því sögðu tók Bjarni reyndar fram í kjölfarið að slíkar skoðanir dæmdu fólk ekki úr leik í umræðunni og það væri ekkert því til fyrirstöðu að vinna með því gegn Evrópusambandsað- ild. Það er athyglisverð afstaða. Fornborg Nokkuð almenn samstaða var um það í samfélag- inu að konur landsins ættu skilið að leggja niður störf seinni partinn í gær og mótmæla í sameiningu langvarandi mismunun kynjanna. Eftir því var tekið að þessi samstaða ríkti í þjóðfé- laginu öllu – nema reyndar í Árborg. Hver á að sækja börnin á leikskólann ef hann þarf að loka fyrr og mömmurnar eru allar að mótmæla? spurði Eyþór Arnalds. Nútíminn er nefni- lega ekki alls staðar jafnsnemma á ferð. Kannski vísar forliðurinn Ár- alls ekki til vatnsfalls, heldur til forneskjunnar. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.