Fréttablaðið - 26.10.2010, Side 16

Fréttablaðið - 26.10.2010, Side 16
16 26. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR AF NETINU Biskupinn dæmir sig úr leik Biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, hefur dæmt sjálfan sig úr leik í allri umræðu um trúmál á Íslandi með því að fullyrða í prédikun í gær að því myndi fylgja „fáfræði, fordómar og andleg örbirgð“ ef blakað yrði við því háttalagi í skólum landsins að prestar hafi þar tækifæri til að stunda trúboð. Þessi orð eru rætinn dónaskapur í garð annarra en kristins fólks. Ég trúi til dæmis ekki á neinn guð, og ég frábið mér að maður úti í bæ sé að fimbulfamba um það í útvarpið að þar með þjáist ég af fávisku, fordómum og and- legri örbirgð. Ég ætla meira að segja að leyfa mér að halda fram að ég sé hvorki fáfróðari, fordóma- fyllri né fátækari andlega en Karl Sigurbjörnsson. Jafnvel þótt hann skarti titlinum „herra“. dv.is/blogg/tresmidja Illugi Jökulsson Kvennaráð Konur eiga að ráða heiminum næstu fimm þúsund ár eða svo. Því hef ég lengi haldið fram. Ekki nóg með að það sé sann- gjarnt vegna þess sem á undan er gengið, heldur er ég viss um að heimurinn verður betri um leið og þær taka við stjórninni. Og ég er ekki að tala um að konur eigi að hella sér í stjórnmála- baráttuna eftir ríkjandi leikreglum karlmanna, heldur búa sér til nýjar reglur á sínum forsendum. Ég er viss um að allt yrði mýkra og manneskjulegra í samfélaginu ef konur myndu móta það upp á nýtt. blog.eyjan.is/sludrid/ Björgvin Valur Guðmundsson Vegna tillagna sem Mannrétt-indaráð Reykjavíkurborg- ar hefur nú til umfjöllunar um samstarf skóla og trúar- og lífs- skoðunarfélaga vill stjórn Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræði (FÉKKST) koma eftirfarandi á framfæri. FÉKKST er fagfélag innan Kennarasambands Íslands og eitt af meginmarkmiðum félags- ins er að gæta hlutleysis og hlúa að greininni á faglegan hátt. Við viljum njóta trausts og vera hafin yfir ásakanir um trúboð í skólum. Fagmenntun kennara á að tryggja nemendum óhlutdræga fræðslu. Stjórn félagsins telur að ákvæði um að banna heimsóknir nem- enda í bænahús trúfélaga feli í sér skerðingu á möguleikum kennara í trúarbragðafræði til að beita fjölbreyttum kennslu- háttum. Slíkar vettvangsferðir eru vænlegur kostur til að dýpka skilning nemenda á ákveðnum viðfangsefnum og þjóna þeim til- gangi að kynna fyrir þeim hlut- verk og innviði þessara bygginga, trúartákn sem þar er að finna og skipulag. Umrædd fræðsla hefur ekkert með trú nemandans að gera. Þvert á móti er verið að efla víðsýni nemenda og leitast við að fyrirbyggja fordóma. Víða í aðalnámskrá grunnskóla er talað um vettvangsferðir sem mikilvægan hluta af námi nem- enda. Hér stangast tillögur Mann- réttindaráðs Reykjavíkur á við áherslur í aðalnámskrá. Með ákvæðum um bann við trúarlegri listsköpun og notkun sálma er einnig verið að hamla því að beitt sé skapandi og fjöl- breyttum vinnubrögðum í trúar- bragðakennslu. Biblían og önnur trúarrit eru uppfull af táknrænu myndmáli sem birtist í listasög- unni og trúarleg efni hafa verið listamönnum innblástur í gegnum aldirnar. Í aðalnámskrá grunn- skóla í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræði er bæði gert ráð fyrir að nemendur kynnist listrænni tjáningu trúar og fái tækifæri til listrænnar sköpun- ar. Eftirsóknarvert þykir að sam- þætta kennslu í trúarbragðafræði við listgreinar og háleit markmið aðalnámskrár grunnskóla í list- greinum frá árinu 2007 bera þess glöggt vitni. Í henni má finna mýmörg dæmi um mikilvægi list- sköpunar í námi barna. Svo virðist að kennurum sé ekki treystandi lengur til að beita kennsluháttum sem fela í sér list- sköpun er tengjast trúarlegum við- fangsefnum án þess að í því felist trúarleg tilbeiðsla. Í aðalnámskrá grunnskóla er mikil áhersla lögð á skapandi vinnu nemenda og þykir okkur skjóta skökku við ef ekki má beita slíkum vinnubrögðum í trúarbragðakennslu. Í markmiðskafla nýju grunn- skólalaganna er tóku gildi 1. júlí árið 2008 segir í 2. grein: Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kær- leika, kristinni arfleifð íslenskr- ar menningar, jafnrétti, lýð- ræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Það er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að Íslending- ar eru þjóð með kristna menning- ararfleifð sem skólarnir taka mið af. Skólinn hefur m.a. menningar- legum skyldum að gegna gagnvart nemendum sínum. Í grunnskól- um borgarinnar er skólamenning sem sérhver skóli hefur mótað og þróað í starfi sínu. Ýmsir viðburð- ir og hefðir hafa fest sig í sessi og eru í dag órjúfanlegur þáttur í starfi skólanna. Má þar nefna kirkjuheimsóknir og helgileiki nemenda fyrir jól. Þannig heim- sóknir þarf þó að skipuleggja út frá forsendum skólans sem fræðslustofnun með nemendur með ólíkan bakgrunn. Trúarbrögð gegna veigamiklu hlutverki í menningu og þjóðlífi og það hlýtur að teljast afneitun á þeirri staðreynd að ætla að skera á öll tengsl skóla og trúarstofnana í landinu. Félagið telur sjálfsagt mál að setja ramma um samstarf skóla og trúar- og lífskoðunarfé- laga en telur tillögur Mannrétt- indaráðs með boðum og bönnum ekki vænlega leið. Stjórn FÉKKST þykir miður að tillögur Mannréttindaráðs skuli hamla skapandi skólastarfi á sviði trúarbragðafræðslu og takmarka sjálfstæði kennara í sínu fag- lega starfi. Markmið skólastarfs og kennslu er að gera nemend- ur meðvitaða um fjölbreytileika mannlífsins, stuðla að umburð- arlyndi gagnvart ólíkum skoðun- um fólks og fyrirbyggja fordóma. Þykja okkur tillögurnar sem eru til umfjöllunar hjá Mannrétt- indaráði bæði vanhugsaðar og gallaðar og hvetjum til að þær verði dregnar til baka í núver- andi mynd. Hér hefur aðeins verið drepið á örfá atriði sem stjórn FÉKKST vill vekja athygli á að svo stöddu. Við teljum að tillögur Mann- réttindaráðs vegi að fagmennsku kennara og séu ekki til þess falln- ar að skapa þá nauðsynlegu sátt sem ríkja þarf um námsgreinina og skólastarfið almennt. Ófaglegar tillögur Mannréttindaráðs Trúmál Birgitta Thorsteinsson formaður Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum Í nýframlögðu fjárlagafrum-varpi má greina breytingar í áherslum stjórnvalda í mennta- málum. Eins og fram kom í grein Gunnars Guðna Tómassonar og Sigurðar Magnúsar Garðarsson- ar í Fréttablaðinu þ. 14.10. sl., og staðfest var í svargrein frá Katrínu Jakobsdóttur mennta- málaráðherra í Fréttablaðinu þ. 16.10., þá eru framlög til náms- brauta á sviði tækni- og raun- greina skert um 12,2% sem er mun meiri skerðing en er á fram- lögum til félagsvísindagreina á borð við viðskiptafræði og lög- fræði. Framlög til kennslu hjúkr- unarfræði eru aukin. Tækninám og nýsköpun Nú þarf ekki að fjölyrða um þörf- ina á sparnaði hins opinbera eða ástæður þess. Þó er ekki úr vegi að minna á fullyrðingar stjórn- valda um að leiðin fyrir Ísland út úr kreppunni sé nýsköpun, verðmætasköpun þar sem hug- vitið er virkjað. Það er almennt viðurkennt að tæknigreinar eru mikilvægar fyrir nýsköpun, og að rannsóknir í tæknigreinum og raunvísindum eru uppspretta hugmynda sem geta orðið að nýjum vörum og verðmæta- sköpun. Þegar Finnar mörkuðu sér stefnu til að vinna sig út úr kreppunni á síðasta áratug 20. aldar þá lögðu þeir ríka áherslu á kennslu og rannsóknir í hinum skapandi greinum: Listum, hönn- un og tækni. Finnar neyddust til að fara í sársaukafullan nið- urskurð á ríkisútgjöldum, og skáru jafnframt niður framlög til menntunar, en stóðu meðvitað vörð um tækni og listir. Flaggskip þeirra í dag eru hátæknifyrirtæki á borð við Nokia, og finnsk hönn- un er öllum kunn. Stefnumótun menntamálaráð- herra Katrín segir í grein sinni að þó vægi námsgreina sé breytt í kostnaðarlíkani ráðuneytisins þá hafi skólarnir frelsi til forgangs- röðunar þegar þeir dreifi fjár- munum á námsbrautir hjá sér. Menntamálaráðherra getur ekki skorast undan stefnumótandi hlutverki sínu. Með því að breyta kostnaðarmati fyrir námsgrein- arnar í líkaninu og sérstakri nið- urfærslu fjárveitinga til raunvís- inda og tæknigreina í fjárlögum sendir hún skilaboð til háskól- anna um að leggja minni áherslu á gæði þessara námsbrauta. Þetta eru skýr skilaboð frá ráðherra til stjórnenda skólanna. Í kjölfar- ið verður miklu erfiðara fyrir þá sem standa í forsvari fyrir kennslu í tæknigreinum innan skólanna að réttlæta dýr verkleg námskeið, þar sem nemendur fá að spreyta sig. Það er ríkur þáttur í verkfræði og tæknigreinum að þekkingu sem byggir á raunvísindum er beitt á skapandi hátt til að finna lausnir eða þróa tækni og vörur. Niðurstöður úr rannsóknum opna þeim möguleika til nýsköpunar sem hafa þekkingu til að bera kennsl á tækifærin og þjálfun í því að takast á við áskoranir. Þegar draga þarf úr kostnaði við tækninám er auðveldast að skera burtu hinn skapandi hluta, sem er langdýrasti þáttur námsins. For- gangsröðunin í frumvarpinu þýðir að háskólar og deildir í tækni og raunvísindum fá þyngsta höggið og þurfa að draga saman hjá sér umfram aðrar deildir. Samanburður við Norðurlönd Í grein sinni bendir menntamála- ráðherra réttilega á að eftir nið- urskurðinn sé framlag til kostn- aðarflokks 5 enn tvöfalt framlag til flokks 1. Í því samhengi má nefna að þessi munur er meiri annars staðar á Norðurlönd- um, enda almennt viðurkennt að tækninám þurfi og eigi að vera dýrt til að vera fullnægjandi að gæðum. Að auki má nefna að gott tækninám er stutt af rann- sóknum og kennt af kennurum sem stunda alþjóðlegar saman- burðarhæfar rannsóknir. Þar má benda á samanburð við sænska og danska háskóla á mynd sem sýnir fjármögnun miðað við hvern nem- anda í fullu námi í heilt ár – svo- kallaðan ársnemanda. Á mynd- inni má sjá að rannsóknaframlag til þessara háskóla er nálægt því að vera jafn hátt og framlagið til kennslu, og samanlagt er fram- lagið á hvern nemanda tvöfalt til þrefalt á við framlag til íslensku háskólanna HR og HÍ. Sérstaka athygli vekur hve lágt rann- sóknaframlagið er til HR, sem er sá íslenskra háskóla sem er hlut- fallslega langstærstur í tækni- greinum. Yfirvöld íslenskra menntamála þurfa að taka sig á og endurskoða þau boð sem þau senda frá sér sé þeim nokkur alvara í því að rétta af þjóðarbúið með nýsköpun og uppbyggingu þekkingariðnaðar hér á landi. Forgangsröðun í menntamálum og nýsköpun Menntamál Guðrún Sævarsdóttir sviðstjóri véla- og rafmagnssviðs við Háskólann í Reykjavík 8000 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 0 kr. HR HÍ DTU Álaborg KTH Umeå Framlög á hvern ársnemanda Allar tölur eru í þúsundum íslenskra króna Kennsla Rannsóknir Samtals Forgangsröðunin í frumvarpinu þýðir að háskólar og deildir í tækni og raun- vísindum fá þyngsta höggið og þurfa að draga saman hjá sér umfram aðrar deildir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.