Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2010, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 26.10.2010, Qupperneq 18
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík stendur fyrir æfingum í ýmsum íþróttagreinum, svo sem frjálsum íþróttum, knattspyrnu, sundi, bog- fimi og boccia. Æfingatöflu og allar upplýsingar um félagið má nálgast á heimasíðu þess www.ifr.is. Ný sýn er fyrirtæki sem sérhæf- ir sig í gerð heimildarmynda, en fyrsta verkefni þess er heimildar- mynd um sjónþjálfun. „Hugmynd- in vaknaði þegar Gummi byrjaði að verða fjarsýnn og fór að velta fyrir sér hvort eitthvað væri hægt að gera. Þá komst hann að því að til væri fólk sem þjálfaði sjón og gæti þannig lagað fjarsýni og aðra sjóngalla,“ segir Hafsteinn Gunn- ar Hafsteinsson, BA í sálfræði og MA í átakastjórnun, sem stendur að Nýrri sýn ásamt Birgi Jóhann- essyni rekstrarverkfræðingi og Guðmundi Jónasi Haraldssyni leikara og leikstjóra. „Við höfðum samband við Dan- ann Dr. Leo Angart sem þykir virtur í þessum fræðum og hann var alveg til í að taka þátt í heim- ildarmynd,“ útskýrir Hafsteinn en þeir félagar hafa unnið að undir- búningi myndarinnar í heilt ár. Stór hluti myndarinnar verð- ur tekinn upp á námskeiði sem verður haldið undir stjórn Dr. Angarts dagana 2. og 4. nóvem- ber næstkomandi í veislusalnum Nauthóli. Hafsteinn segir að fólk eigi að geta náð töluverðum árangri á námskeiðinu. „Auðvitað fer eftir því hversu slæm sjónin er og hve lengi fólk hefur gengið með gler- augu, hve langan tíma tekur að laga sjónina með æfingum. Þeir sem eru með mínus einn eða tvo ættu að geta lagað það á einu nám- skeiði eða nokkrum vikum eftir það. Ef sjónin er daprari en það, getur það tekið hálft ár eða leng- ur,“ segir hann og bendir á að Dr. Angart byggi þjálfun sína á rann- sóknum Williams Bates á auganu sem eru frá árinu 1916. Að laga sjón með þjálfun hljóm- ar eins og töfralausn, og jafnvel munu margir halda að sú lausn sé of góð til að vera sönn. Hafsteinn gerir ráð fyrir að fæstir augn- læknar trúi á þjálfun sem lausn, þó að þjálfun geti ekki skaðað. Þá hafi ekki verið gerðar raunprófan- ir á þjálfuninni að hans viti. Hins vegar beri mjög margir þjálfun- inni góða sögu, og hann þekki sjálfur fólk sem hafi náð árangri með henni auk þess sem fjölmarg- ar bækur hafi verið skrifaðar um málefnið. „Ég er sjálfur með -4,5 og nota gleraugu. Ég ætla að taka þátt í námskeiðinu og verð sjón- mældur fyrir og eftir námskeið- ið líkt og aðrir þátttakendur,“ útskýrir Hafsteinn en í heimild- armyndinni verður þátttakendum einnig fylgt eftir í þrjá mánuði frá námskeiðslokum. „Þannig ætlum við að gera hálfgildis raunprófun á því hvort þjálfunin virki.“ solveig@frettabladid.is Getur þjálfun lagað sjón? Fyrirtækið Ný sýn gerir heimildarmynd um sjónþjálfarann Dr. Leo Angart sem telur að hægt sé að laga nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju með þjálfun. Af því tilefni er haldið námskeið í sjónþjálfun hér á landi. Í heimildarmyndinni verða þátttakendur sjónmældir fyrir og eftir námskeiðið í sjónþjálfun og þeim fylgt eftir í þrjá mánuði. Að myndinni stendur fyrirtækið Ný sýn með þeim Hafsteini G. Hafsteinssyni, Birgi Jóhannessyni og Guðmundi Jónasi Haraldssyni í fararbroddi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Námskeiðið kennir Daninn Dr. Leo Angart. Hann notaði gleraugu í 26 ár, var með sjónskekkju og nærsýni upp á -5,5. Í tilkynningu segir að fyrir sextán árum hafi hann losað sig sjálfur við gleraugun með því að þjálfa augun. Hann hefur kennt öðrum sömu þjálfun síðastliðin tíu ár í yfir 25 löndum. Dr. Angart telur að aldur og erfð- ir eigi lítinn, ef nokkurn þátt í því hvers vegna sjónin daprast hjá 60 prósentum alls almennings á Vest- urlöndum á aldrinum 6 til 20 ára og 85 prósentum fólks í Asíu. Hann heldur því fram að flestir beiti sjón- inni ekki rétt, noti hana á mjög ein- hæfan hátt og geri aldrei æfingar til að viðhalda henni. Námskeiðið undir stjórn Dr. Ang- arts fer fram 2. og 4. nóvember í Nauthól veislusal, Nauthólsvegi 106. Það er tíu tímar alls og stend- ur frá 17 til 22 hvorn dag en einn æfingadagur er á milli. Námskeið- ið verður á einfaldri og góðri ensku en hægt er að kaupa miða á www. midi.is. Námskeiðið á að hjálpa fólki sem er með nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju. Einnig á það að hjálpa þeim sem þurfa á lesgleraugum að halda, eru með latt auga, eru tileygðir eða með önnur sjónvandamál. Nánari upplýsingar um Dr. Angart er að finna á www.vision-training.com. Námskeið í sjónþjálfun NÝ SÝN STENDUR FYRIR SJÓNÞJÁLFUN UNDIR STJÓRN DR. LEOS ANGART Í VEISLUSAL NAUTHÓLS 2. OG 4. NÓVEMBER. Dr. Leo Angart kennir námskeið í sjón- þjálfun í næstu viku. Fjöldi lita sem augað getur greint í sundur er á milli einnar og tíu millj- óna. visindavefur.is ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ BORÐAR holar@holabok.is LOKSINS FÁANLEG AFTUR Á ÍSLANDI Bók sem hefur hjálpað mörgum til betra lífs. Þeir eru komnir vinsælu kuldaskórnir með mannbroddunum www.heilsuhusid.is Námskeiðsgjald kr. 6.900 kr. og 9.900 kr. fyrir hjón og pör (ein bók) Skráning og nánari upplýsingar á www.30.is og í síma 864 9155. K R A F T A V E R K Davíð tekur einnig að sér einstaklingsráðgjöf, mælingar og aðhald á fimmtudögum. HREINSUN Á MATARÆÐI með Davíð Kristinssyni næringar- og lífsstílsþjálfara. Innifalið í námskeiði er uppfærð handbók með öllum upplýsingum sem þú þarft og 30 daga framhaldsmatseðli. Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl.19:30 - 21:30

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.