Fréttablaðið - 26.10.2010, Side 19

Fréttablaðið - 26.10.2010, Side 19
ÞRIÐJUDAGUR 26. október 2010 3 „Ég hef ekki áður verið með eigin stöð, bara sali hjá öðrum,“ segir Guðrún sem sérhæfir sig í kunda- lini-jóga og er að mennta fleiri kenn- ara í þeirri grein á hinni nýju stöð sinni, Andartaki, í Skipholti 29 A. Ein af nýjungum starfseminnar hjá Guðrúnu er morgunjóga frá 7 til 8.15 á þriðjudögum og fimmtu- dögum. „Best er að hugleiða áður en sólin rís,“ segir hún og mælir með morgunjóga til að byggja upp viljastyrk, sjálfstraust og einbeit- ingu. Orka og gleði er yfirskrift hádegistímanna sem eru sömu daga milli klukkan 12 og 13. Auk þess eru bæði byrjendatímar og framhaldsnámskeið í boði. En hvað einkennir kundalini-jóga frá öðrum tegundum þessara fornu austur- lensku fræða? „Kundalini-jóga er meira andlegt en annað jóga og það er það sem fólk sækir í,“ segir Guðrún og útskýrir það nánar. „Í því er mikil hreyfing og dýnamík en ekki eins mikill fókus á teygj- ur og í ýmsum öðrum afbrigðum af jóga. Því fylgir samt útrás og áreynsla og menn svitna gjarnan þannig að kundalini-jóga er góð leið til að halda sér í formi.“ Guðrún segir kundlini-jóga byggja mikið á takti. „Fólk gerir sömu hreyfinguna aftur og aftur í ákveðnum takti við öndunina og það hjálpar því að fara inn á við, þannig að æfingarnar verða að hugleiðslu. Svo er falleg tónlist sem hjálpar til. Nemendur mínir hafa oft sóst eftir að eiga diska með kundalini-jógatónlist til að tengja sig inn á við. Það nýtist þeim heima.“ Annað sem Guðrún segir ein- kenna kundalini-jóga er kröftug öndun. „Það er alltaf hugleiðsla í lok hvers tíma hjá mér og hún byggir á einhverri öndun eða því að fólk segir eða syngur einhverja möntru í huganum. Það hjálpar því við að ná innri fókus.“ Fyrir þann sem er undir álagi í vinnunni segir Guðrún kunda- lini-jóga góða leið til að leita inn á við og öðlast jafnvægi. „Það er talað um að þetta jóga sé hann- að fyrir fólk sem býr við álag og streitu. Með iðkun þess nær það að hefja sig upp yfir álagið og hafa orku og úthald til að takast á við það sem bíður,“ segir hún. „Þetta kemur manni í form bæði líkamlega og andlega.“ gun@frettabladid.is Hefja sig upp yfir álagið Guðrún Arnalds er mörgum jógaiðkendum á Íslandi að góðu kunn. Nú hefur hún opnað nýja jógastöð í Skipholti 29 A undir merki fyrirtækis síns Andartaks og er með margs konar tíma í boði. „Þetta kemur manni í form bæði líkamlega og andlega,“ segir Guðrún Arnalds jógakennari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kundalini-jóga styrkir ónæmis- og taugakerfið að sögn Guðrúnar Arnalds sem segir alla velkomna í ókeypis prufutíma. Vísindamenn við Princeton-háskóla telja að illa læsilegt letur auðveldi fólki að muna staðreyndir úr texta. Sjálfboðaliðar í rannsókn vísinda- manna við Princeton-háskóla fengu 90 sekúndur til að læra uppdiktaðar upp- lýsingar um nokkrar tegundir geim- vera. Annar hópurinn fékk listann í venjulegu letri en hinn í illa læsilegu letri. Eftir þetta voru sjálfboðalið- arnir truflaðir með einhverjum hætti í fimmtán mínútur og að því loknu lagt fyrir próf til að athuga hve mikið þeir mundu. Niðurstaðan var sú að þeir sem fengu illa læsilegt letur mundu að meðaltali 14 prósentum meira en þeir sem fengu upplýsing- arnar í venjulegu letri. Töldu rannsak- endur að með því að bera upplýs- ingarnar fram á flókinn hátt neyði það manninn til að einbeita sér meira. Frá þessu er greint á frétta- vef BBC en rannsóknin verður birt í alþjóðlega tímaritinu Cognition. Með þessu er talið sýnt fram á að sálfræðin geti vísað leiðina að mörg- um hlutum sem geti hjálpað til við menntun enda geta þættir sem þykja lítilfjörlegir haft mikil áhrif á hvernig við vinnum úr og varðveitum upplýsingar. Rannsakendur telja þó ítarlegri rannsókna þörf og setja þann varnagla við þessa rannsókn að sjálf- boðaliðar fengu greitt fyrir þátttöku, og gætu þannig hafa lagt meira á sig, auk þess sem nemendur í skólarann- sókninni voru í úrvalsskóla. - sg Illa læsilegt letur auðveldar lærdóm VÍSINDAMENN VIÐ PRINCETON-HÁSKÓLA TELJA AÐ ILLA LÆSILEGT LETUR AUÐVELDI FÓLKI AÐ MUNA STAÐREYNDIR ÚR TEXTA. Draumfarir geta bætt minnið og aukið sköpunar- og skipulags- hæfileika, samkvæmt rannsókn í tímaritinu National Geographic. Niðurstöður rannsóknar sem birt var í nýjasta hefti tímaritsins National Geographic þykja gefa góða hugmynd um mikilvægi REM- svefns, sem er aðeins um 20 pró- sent af heildarsvefni fólks. Rann- sóknin byggðist á því að fólki var skipt í þrjá hópa. Einn hópurinn var látinn leggja sig, nógu lengi til að ná hinum svokallaða REM-svefni, sem kemur fyrir með reglulegu bili á um það bil 90 mínútna fresti yfir svefntímann. Annar hópur var einnig látinn blunda, nógu stutt til að hann næði ekki REM-svefnstigi og þriðji hópurinn hvíldist í rólegu umhverfi án svefns. Allir hóparnir voru látnir leysa ákveðin verkefni og í ljós kom að hópnum sem náði REM-svefnstig- inu gekk betur með verkefni er tengdust ímyndunarafli og minni og átti auðveldara með að sjá sam- hengi milli óskyldra hluta. - jma Draumfarir bæta minnið REM-svefn er mun mikilvægari en áður var talið, samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar er birt var í National Geographic. teg. 98880 létt fylltur, mjúkur og æðislegur í BC skálum á kr. 4.350,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur teg. 100161 - létt fylltur og flottur í BC skálum á kr. 4.350,- vænar buxur í stíl á kr. 1.990,- TVEIR ALVEG SPLÚNKUNÝIR www.heilsuhusid.is Viltu breyta mataræðinu til batnaðar á einfaldan og öfgalausan hátt? INGA KRISTJÁNSDÓTTIR næringarþerapisti D.E.T. kennir ykkur hve einfalt það getur verið að bæta mataræðið og hvaða ráð hún hefur til þess. FARIÐ VERÐUR MEÐ EINFÖLDUM HÆTTI YFIR: • Hverju er hægt að skipta út og hvað kemur þá í staðinn • Hvernig hægt er að þekkja muninn á hollri og skaðlegri fitu • Hvernig þú getur haldið fullri orku allan daginn og losnað við sykurþörf og þreytuköst ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ! Inga er búin að halda yfir 40 fyrirlestra um efnið enda nálgunin einföld, skýr og hentar öllum sem áhuga hafa á breyttum lífsháttum. Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl.19:30 - 22:00 Innifalið í námskeiðinu er mappa með uppskriftum og fróðleik. Verð: 4.400.- Nánari upplýsingar og skráning í síma 8995020 eða á eig@heima.is www.dao.is Næstu námskeið byrja 1. nóvember og 10. janúar 2011 VILTU HÆTTA Á NIKÓTÍNI? MEÐ EYRNANÁLASTUNGU OG SLÖKUNARÆFINGUM Upplýsingar hjá Ólöfu í síma 699-8410 eða Gunnari í síma 822-0727. Nánari upplýsingar er að finna á www.dao.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.