Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 20
 26. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 Vefurinn Shape.is fór í loftið fyrir rúmri viku en þar er hægt að panta matarpakka með öllum máltíðum dagsins sem innihalda einungis 1.500 kaloríur. Einka- þjálfarinn Gunnar Már Sigfússon stendur að baki þjónustunni ásamt matreiðslumönnunum Snorra Birgi Snorrasyni og Einari Helga Jónssyni. Hann fullyrðir að fólk sem borðar eingöngu það sem er í matarpökkunum komi til með að léttast. „Grunnorkuþörf kvenna er rúmlega tvö þúsund kaloríur á dag svo það segir sig sjálft.“ Gunnar Már segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum. „Við fórum af stað með ákveðnar væntingar en eftir- spurnin var mun meiri en við bjuggumst við. Við höfum verið að leggja grunninn að þessu síðasta hálfa árið og er augljóst að þetta er nýjung sem fólk kann að meta,“ segir Gunnar. Matarpakkarnir innihalda morgunmat, hádegismat, kvöld- mat og tvær millimáltíðir. „Ég reikna út kaloríurnar og legg upp með hvaða kolvetni, prótín og fitu er gott að borða á hvaða tíma dags. Snorri og Einar sjá síðan um að útbúa matinn. Við leggj- um upp með nokkuð hefðbundinn mat og erum enn sem komið er ekki að leggja áherslu á glútein- og lactosa-frítt fæði. Við skerum hins vegar einföld kolvetni veru- lega niður en leggjum þess í stað mikla áherslu á prótín í einhverju formi og eru þau í þremur til fjór- um máltíðum dagsins. Maturinn er fullur af næringu, hollri fitu og góðum prótínum og skammta- stærðirnar eru hugsaðar þannig að líkaminn nýti næringarefnin sem best,“ upplýsir Gunnar. Hann hefur langa reynslu af því að vinna með fólki sem vill létt- ast og lifa heilbrigðu lífi en hann hefur starfað sem einkaþjálfari í átján ár og heldur regluleg nám- skeið á Nordica Spa. „Það fara um það bil hundrað manns í gegnum námskeið hjá mér á mánuði og eftir að hafa talað við allan þenn- an fjölda er ég viss um að fólk veit vel hvað þarf til að léttast og lifa heilbrigðara lífi. Það er hins vegar fyrst og fremst tímaskortur og skipulagsleysi sem kemur í veg fyrir að af því verði. Fólk hefur ekki tíma til að elda rétt samsett- an mat á hverjum degi. Það tekur lotur og borðar hollt en þá vill mataræðið oft verða einhæft.“ Gunnar vill einfalda fólki lífið og hefur það að leiðarljósi að velja mat sem hann vildi óska að hann hefði sjálfur aðgang að á hverjum degi. „Það er veitingahúsabrag- ur á hverri máltíð. Við leggjum ríka áherslu á fjölbreytni og ætti engum að leiðast að lifa á þessum mat. Þá erum við með mikið af ferskpressuðum grænmetissöfum og skyrdrykkjum í millimál.“ Gunnar hefur gert samning við fjórar N1 stöðvar á höfuðborgar- svæðinu en þangað sækja við- skiptavinir matinn. Hann er sóttur í hádeginu og getur viðkomandi þá strax tekið til við að borða hádeg- ismatinn. Hann borðar svo milli- máltíðina og kvöldmatinn en á svo morgunmat og annað millimál til að borða daginn eftir. Enn sem komið er er einungis boðið upp á einn matarpakka en strax í næsta mánuði verður örðum bætt við. Hann mun innihalda 1.800 kalorí- ur og er hugsaður fyrir karla enda orkuþörf þeirra meiri. „Þá stefn- um við líka að því að bjóða upp á fimm daga safakúr með ítarlegum leiðbeiningum.“ En hvað kosta her- legheitin? „Pakkinn kostar 3.490 krónur á dag og er hægt að panta allt frá einum degi og upp í nokk- urra vikna áskrift.“ Nánari upplýs- ingar er að finna á www.shape.is. vera@frettabladid.is Bjóða hollan og rétt samsettan mat Á Shape.is er hægt að panta matarpakka með öllum máltíðum dagsins. Þeir innihalda einungis 1.500 kaloríur og eru sérstaklega hugsaðir fyrir fólk sem vill léttast. Þjónustunni hefur verið vel tekið að sögn Gunnars Más Sigfússonar, eins þeirra sem standa að baki þjónustunni. Gunnar Már ásamt matreiðslumönnunum Snorra Birgi Snorrasyni og Einari Helga Jónssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lífið frá nýjum sjónarhóli BORÐA, BIÐJA, ELSKA MEÐ EDDU BJÖRGVINSDÓTTUR OG BJARG- EYJU AÐALSTEINSDÓTTUR Í MANNI LIFANDI Í DAG. Edda Björgvinsdóttir og Bjargey Aðalsteindóttir standa fyrir nám- skeiðinu Borða, biðja, elska í Manni lifandi í Borgartúni 24 í dag klukkan 18. Á námskeiðinu munu Edda og Bjargey fjalla um betra mataræði, minni streitu og mátt hugleiðslu svo fátt eitt sé nefnt. Þá verða í boði léttar veitingar í anda bókar- innar Borða, biðja, elska eftir Eliza- beth Gilbert. Þátttökugjald er 2.900 krónur og er hægt að skrá sig á nám- skeiðið með því að senda póst á gg@madurlifandi.is. Edda Björgvinsdóttir stendur að baki námskeiðinu. Rekstrarleyfisnámskeið leigubílstjóra Með vísun til laga nr. 134/2001 um leigubifreiðar, gengst Vegagerðin fyrir Rekstrarleyfisnámkeiði leigubílstjóra í Ökuskólanum í Mjódd dagana 1. til 5. nóvember n.k. Þátttaka tilkynnist til fyrir 29. október til Ökuskólans í Mjódd í síma 567-0300 FimmtudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.