Fréttablaðið - 26.10.2010, Síða 26

Fréttablaðið - 26.10.2010, Síða 26
 26. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR18 timamot@frettabladid.is HILLARY CLINTON ,fyrrverandi forsetafrú og núverandi utanríkisráðherra bandaríkjanna, er 63 ára. „Í Biblíunni segir að Jesús hafi verið spurður hversu oft maður á að fyrirgefa, og hann svarar 70 sinnum 7. Nú jæja, þið megið öll vita að ég held nákvæmt bókhald yfir mínar fyrirgefningar.“ 63 Merkisatburðir 1900 Fyrsti hluti neðanjarðarlestakerfis New York-borgar opnar. 1927 Gagnfræðaskólanum á Akureyri veitt heimild til að útskrifa stúdenta og er þaðan í frá nefndur Menntaskólinn á Akur- eyri. 1936 Útvarpsþátturinn Um daginn og veginn hefur göngu sína. 1950 Móðir Teresa setur á fót góðgerðastofnun í Kalkútta á Ind- landi. 1954 Chevrolet afhjúpar V-8 vélina. 1961 Eldgos hefst í Öskju í Dyngjufjöllum. 1965 Reykjanesbraut, milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur, er form- lega opnuð fyrir umferð. AFMÆLI GÍSLI GUÐJÓNSSON réttarsálfræð- ingur er 63 ára. SIGURÐUR JÓHANNES- SON hagfræðingur er 49 ára. EGILL HEIÐAR ANTON PÁLSSON, leikari og leikstjóri, er 36 ára. BOB HOSKINS leikari er 68 ára Ólafía Zoëga útskrifaðist nýlega með hæstu einkunn úr Bergen Arkitekt- skole. Hálfbyggð hús og auðar lóðir, birtingarmynd kreppunnar á Íslandi, varð henni innblástur í mastersverk- efnið, Criceland. Hún segir það snúast um að nýta lóðir í borginni sem nú séu lokaðar, en í miklu minni skrefum en áður hafi verið ætlað. „Stundum er nóg að gera lítið,“ segir hún. „Sumar lausn- irnar geta nýst tímabundið þangað til að framtíðarplönin verða skýrari.“ Ólafía er frá Norðfirði en hefur búið í Bergen í fimm ár og fylgst með atburð- um á Íslandi úr fjarlægð á þeim tíma. „Ég hef komið heim einu sinni til tvisv- ar á ári og alltaf séð miklar breyting- ar í hvert skipti. Á þessum fimm árum hafa sprottið upp heilu hverfin af full- gerðum og hálfbyggðum húsum, fyrir utan turna, verslunarhallir og skýja- kljúfa. Auk þess er fullt af stórum, auðum lóðum. Ég skoðaði allt höfuð- borgarsvæðið. Byrjaði í úthverfunum þar sem hálfbyggð hús teygðu sig út í auðnina og endaði í miðborginni þar sem þéttingarplönin hafa að vissu leyti endað í enn dreifðari byggð en áður, vegna þess að hús voru rifin til að byggja ný en sum þeirra komust aldrei upp og stórar lóðir standa eftir.“ Ólafía kveðst hafa einbeitt sér að auðum lóðum í miðbænum, á svæðinu frá Slippnum í Mýrargötu að Höfða- torgi í austri að báðum stöðum með- töldum. „Ég endaði með að skipu- leggja þrjár lóðir, eina sem er alveg tóm og er lokað með girðingu milli Þverholts og Einholts, eina á Mýrar- götunni sem er með steypukumbalda og svo Höfðatorgi. Þetta eru lítil og sérstæð verkefni,“ segir hún og svo kemur lýsingin. „Ég gerði lítið bað- hús í steypudraugnum í Mýrargötu sem tekur bara lítinn hluta af húsinu. Eitthvað sem væri mögulega hægt að hafa efni á. Á lóðinni milli Ein- holts og Þverholts bjó ég til almenn- ingsgarð sem verður til í smá skrefum og á Höfðatorgi bjó ég til eldfjalla- safn. Ég nota turninn og byggi utan á hann kassa og tröppur og fer svo inn á nokkrar hæðir. Þá er verið að nýta það sem fyrir er, gefa almenningi kost á að njóta útsýnisins um leið og það lærir um eldfjöllin.“ Á hún von á að þessum tillögum verði gaumur gefinn? „Það er aldrei að vita. Kannski koma þær einhverjum hugsunum af stað. Við erum fjórar stúlkur af norðurslóðum sem ætlum að sýna verkefnin okkar í Tromsö í janúar í tengslum við stóra ráðstefnu um Norðurheimskautssvæð- in. Ein okkar er frá Grænlandi, önnur Rússlandi, þriðja frá Norður-Noregi og svo ég frá Íslandi. Við ætlum að búa til eina sýningu úr öllum fjórum verkefn- unum okkar.“ Ólafía tekur fram að hennar fram- lag sé ekkert „vonleysisverkefni“ því Reykjavík hafi upp á gífurlega mikið að bjóða. „Ég heyri talað um að borgin sé óheildstæð og undarleg og að mínu mati er það eitt það skemmtilegasta við hana. Hún er svo fjölbreytt og mér finnst alveg mega spila meira á það. Það þarf ekki allt að vera samstætt, fínt og flott.“ Hægt er að fræðast nánar um verk- efnið á vefsíðunni http://criceland.blog- spot.com. gun@frettabladid.is ÓLAFÍA ZOËGA ARKITEKT: GERÐI VERÐLAUNAVERKEFNI ÚR ÍSLENSKU KREPPUNNI Stundum er nóg að gera lítið ÓLAFÍA ZOËGA ARKITEKT Verkefnið hennar Criceland snýst um að veita almenningi aðgang að svæðum í borginni sem nú eru lokuð vegna kreppunnar. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu Lilju Ólafsdóttur Nausti, Þórshöfn. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á Dvalarheimilinu Nausti og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík, fyrir frábæra umönnun, ljúft viðmót og hlýju. Ólafía B. Matthíasdóttir Þórarinn B. Gunnarsson Bjarki Friðgeirsson Matthildur Jóhannsdóttir Oddný Matthíasdóttir Ólafur Stefánsson Steinfríður Alfreðsdóttir Magnea Stefánsdóttir Þorsteinn Sæmundsson Einar Stefánsson Guðlaug Ragna Jónsdóttir Jón Stefánsson Anna Jenný Einarsdóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Útvarpskonan Þorgerður E. Sigurðardóttir náði þeim merka árangri á dögunum að hreppa fjórða sætið í PRIX EUROPA, fyrir útvarpsþátt sinn Í briminu, sem sendur var út á Rás 1 um síðustu páska. PRIX EUROPA er keppni evrópskra útvarps- og sjónvarpsstöðva, sem og sjálfstæðra framleiðenda, um besta dagskrárefni ljós- vakamiðla. Þessi árangur er glæsileg- ur þar sem Þorgerður keppti við 37 aðra evrópska þætti. „Ég átti satt að segja ekki von á þessu,“ segir Þorgerð- ur í samtali við Fréttablaðið, en bætir því við að þættinum hafi verið mjög vel tekið. „Í þættinum tala ég við konu sem heitir Sigrún Her- mannsdóttir og fjalla um það þegar hún sem barn missti föður sinn í sjóslysi, og hvernig hún vinnur svo úr reynslu sinni.“ Þorgerður segir að afar fróðlegt hafi verið að sækja þessa keppni þar sem hún fékk smjörþefinn af því besta sem gert er í útvarpi í Evrópu. „Útvarp er mjög vanmet- inn miðill þar sem er hægt að ná fram mjög ákveðnum áhrifum.“ Þorgerður lætur lítið uppi um nýtt efni sem hún er að vinna að, en hún vinnur einnig við útvarpsþáttinn Víðsjá. „Það er ekkert sem ég get gefið upp, en það mun allt koma í ljós.“ - þj Þorgerður lenti í fjórða sæti á PRIX EUROPA FÉKK VIÐURKENNINGU FYRIR ÚTVARPSÞÁTT Útvarpsþáttur Þorgerðar E. Sigurðardóttur varð í fjórða sæti á PRIX EUROPA. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leikritið Eldhús eftir máli, hversdagslegar hryllings- sögur eftir Völu Þórsdóttur verður frumsýnt í Glej-leik- húsinu í Ljubljana í Slóveníu næstkomandi sunnudag. Verkið er byggt á fimm smásögum eftir Svövu Jak- obsdóttur og var sýnt í Þjóð- leikhúsinu á sínum tíma. Hópurinn sem stendur að baki sýningunum í Ljubljana samanstendur af helstu leik- húslistamönnum Slóveníu. - þj Íslenskt leikrit sýnt í Ljubljana HRYLLINGUR Verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Þennan dag árið 1959 opinberaðist fjarhlið tunglsins mannkyni í fyrsta sinn, en þá bár- ust myndir úr sovéska geimfarinu Luna 3. Fjarhlið tunglsins er í raun ekki það sama og myrkvaða hlið tunglsins því að fjarhliðin snýr ætíð frá jörðinni og sést einungis um 18 prósent hennar við viss skilyrði á jörðu. Myndirnar voru gefnar út ári síðar eftir að hafa verið rannsakaðar af sovéskum vísindamönnum. Það sem greinir helst á milli hliða tunglsins er sú staðreynd að nærhliðin er alsett risavöxnum gígum, sem í fyrndinni voru talin höf. Gígar á fjarhliðinni eru hins vegar mun minni, en undantekningin er Aitken-gígurinn sem er stærri en Ísland að flatarmáli og að mestu á fjarhlið tunglsins. Fyrstu mennirnir til að líta fjarhliðina eigin augum voru geimfararnir á Apollo 8 árið 1968. Heimild: Wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 26. OKTÓBER 1959 Bakhlið tunglsins mynduð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.