Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 34
 26. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is ALEXANDER PETERSSON verður væntanlega ekki með gegn Lettlandi á morgun og missir þar með af tækifæri til að spila gegn landsliði fæðingarlands síns. „Ég hef beðið eftir þessum leik í 7-8 ár en held að ég þurfi að bíða eitthvað lengur,“ sagði Alexander í gær en hann er meiddur á hné. KÖRFUBOLTI Stjarnan vann í gær þriðja leik sinn í röð í Iceland Express-deildinni þegar liðið lagði Njarðvík 91-81. Lengi vel var ekk- ert sem benti til þess að spenna yrði í leiknum en heimamenn voru með forystuna nær allan tímann. Þeir byrjuðu síðasta fjórðunginn hins vegar illa og skyndilega hafði Njarðvík náð að minnka muninn í aðeins fimm stig. En Stjarnan stóðst áhlaupið og þjálfarinn Teit- ur Örlygsson gat leyft sér að gleðj- ast yfir sigri á sínu gamla félagi. „Þetta lítur þrusuvel út,“ sagði Fannar Helgason, fyrirliði Stjörn- unnar. „Við erum að rúlla þetta á mörgum mönnum og það er eng- inn þreyttur. Mér líst rosalega vel á þetta hjá okkur.“ Fannari fannst breiddin vera helsti munurinn milli liðanna. „Mér fannst við líka vera bara beittari í flestum aðgerðum. Vörnin var traust allan leikinn og sóknin fín þó hún hikstaði aðeins í lokin.“ Miðherjinn Christopher Smith var að spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík og var stigahæstur í lið- inu. Jóhann Árni Ólafsson er enn á meiðslalistanum og ekki ljóst hvenær hann snýr aftur. „Við vorum ráðvilltir enda að fá nýja menn inn en það kom mér á óvart hversu andlausir við vorum,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, sem var aug- ljóslega ansi pirraður eftir tapið í gær. Liðin mætast að nýju í bikarnum bráðlega og verður sá leikur einnig í Garðabænum. „Við eigum leik á fimmtudag og klárum það verkefni fyrst áður en við skoðum þetta. En það er rétt að við mætum hingað aftur og þá verður annað uppi á teningnum,“ sagði Sigurður. - egm Stjarnan vann sinn þriðja leik í röð í Iceland Express-deild karla í gær: Stjarnan stóðst áhlaup Njarðvíkur Eftirminnilegustu leikirnir á landsliðsferli Ólafs Stefánssonar 1 - Fyrsti landsleikur Ólafs á móti Egyptalandi. Þorbergur Aðalsteinsson valdi hann fyrst í landsliðið og Ólafur skoraði 2 mörk í 27-18 sigri en leikið var í Laugardalshöllinni 17. október 1992. 17 - Ólafur spilar sinn fyrsta leik á stórmóti þegar Ísland vinnur 27-16 sigur á Bandaríkjunum í Laugardalshöllinni í sínum fyrsta leik á HM á Íslandi 7. maí 1995. Ólafur skoraði sitt fyrsta mark í sigri á Túnis tveimur dögum síðar. 46 - Ólafur brýtur tíu marka múrinn í fyrsta sinn þegar hann skorar 11 mörk í 23-21 sigri á Sviss 29. júní 1996. 100 - Ólafur spilar sinn hundraðasta leik og skorar 6 mörk þegar Ísland vinnur 34-13 sigur á Kýpur í undankeppni EM í Kaplakrika 16.maí 1999. 116 - Ólafur skorar 12 mörk í 38-22 sigri á Makedóníu í undankeppni HM í Kaplakrika 11. júní 2000. 139 - Ólafur skorar 12 mörk í 21-20 sigri á Egyptalandi í æfingamóti í Noregi 5. janúar 2002. Ólafur skoraði 11 mörk í jafntefli við Noreg daginn áður. 152 - Ólafur skorar 5 mörk í 22-29 tapi Íslands á móti Dönum í leiknum um þriðja sætið á EM í Svíþjóð 2002 og tryggir sér með því marka- kóngstitilinn á mótinu. Leikurinn fór fram í Globen í Stokkhólmi 3. febrúar 2002. 173 - Ólafur er í sigurliði í hundraðasta skipti með íslenska landsliðinu og skorar 6 mörk þegar Ísland vinnur 33-29 sigur á Póllandi á HM í Portúgal 29. janúar 2003. 176 - Ólafur skorar 11 mörk í 32-27 sigri Íslands á Júgóslavíu í leiknum um 7. sætið á HM í Portúgal 2. febrúar 2003 en með þessum sigri tryggði Ísland sér sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu. Ólafur er einnig í þessum leik fyrstur Íslendinga til þess að skora 200 mörk á stórmóti. 193 - Ólafur skorar 13 mörk í 37-31 sigri á Ítalíu í undankeppni HM en leikið var í Chieti á Ítalíu 29. maí 2004. 200 - Ólafur leikur sinn 200. landsleik og skorar 6 mörk þegar Ísland tapar 23-31 á móti Spánverjum á Ólympíuleikunum í Aþenu. 210 - Ólafur skorar sitt þúsundasta mark fyrir landsliðið í 34-34 jafntefli á móti Tékkum á HM í Túnis 23. janúar 2005. 281 - Ólafur spilar sinn fyrsta leik sem fyrirliði íslenska landsliðsins og skorar 10 mörk í 38-37 sigri á Póllandi í Póllandi 27. október 2005. 229 - Ólafur bætir markamet Kristjáns Arasonar hjá íslenska karlalandsliðinu þegar hann skorar sitt 1.090. landsliðsmark í 33-36 tapi fyrir Noregi á EM í Sviss 2.febrúar 2006. 283 - Ólafur skorar fimm mörk í 36-30 sigri Íslands á Spáni í undanúrslitaleik Ólympíuleikanna í Peking 22. ágúst 2008 og Ísland vinnur í fyrsta sinn til verðlauna á stórmóti. 297 - Ólafur vinnur bronsið með íslenska landsliðinu sem vinnur 29-26 sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið á EM í Austurríki 31. janúar 2010. 300 - Ólafur leikur sinn 300. landsleik á móti Lettum í undankeppni EM í Laugardalshöllinni 27. október 2010. BARIST UNDIR KÖRFUNNI Marvin Valdi- marsson og Guðmundur Jónsson eigast við í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Þegar Ísland mætir Lettlandi í undankeppni EM 2012 á morgun mun Ólafur Stefánsson leika sinn 300. leik með íslenska landsliðinu. Um merkan áfanga er að ræða en aðeins tveir aðrir hafa náð honum. Það eru þeir Guðmund- ur Hrafnkelsson sem lék 407 leiki á sínum tíma og Geir Sveinsson með 340 leiki. Reyndar hafði Ólafur lítið leitt hugann að þessum áfanga þegar Fréttablaðið hitti hann að máli á æfingu íslenska landsliðsins í Mýr- inni í Garðabænum í gær. „Ég var eiginlega búinn að gleyma þessu,“ sagði hann í létt- um dúr en rifjar svo upp: „Ég átti eiginlega að ná þessu í síðasta leik [æfingaleik gegn Danmörku í júní] en þá skrópaði ég. Við skulum vona að þetta hafist í þetta sinn.“ Hann hlær þegar hann er spurður hvort það sé eitthvað sem standi upp úr á þessum tíma- mótum. „Nei, það er svo margt. Bara að þetta séu 300 leikir segir mikið. Ég er búinn að vera lengi í þessu. Þetta er bara skemmti- leg tala og það hittist svona á að þessu sinni.“ Hann man ekki eftir öðrum hlið- stæðum áföngum, hvorki eftir 100. leiknum eða 200. leiknum. „Nei, ég man eftir fyrsta leiknum. Annað ekki.“ Ólafur er 37 ára gamall og ætlar að taka eitt ár til viðbótar í bolt- anum. Hann segir að það verði annaðhvort með hans núverandi félagi, Rhein-Neckar Löwen, eða með AG Kaupmannahöfn í Dan- mörku. Félögin eru í eigu sama mannsins, Jespers Nielsen. „Ég gerði munnlegan samning við Jesper um það en þó er óvíst hvað verður. Fyrst að Gummi [Guðmundur Guðmundsson] er tekinn við þjálfarastöðunni hjá Löwen finnst mér líklegra að ég verði þar.“ Honum líkar vel að hafa lands- liðsþjálfarann sem þjálfara síns félagsliðs. „Það er í fyrsta skipti sem við vinnum saman á þennan máta og það er frábært að vera með honum. Ég var í raun alltaf á skjön við hinn þjálfarann [Ola Lindgren] en nú er allt orðið létt- ara. Leikirnir sjálfir eru reyndar enn erfiðir.“ Fram undan hjá Ólafi og lands- liðinu eru nú leikir gegn Lettlandi og Austurríki í undankeppni EM 2012 og svo úrslitakeppni HM sem fer fram í Svíþjóð í janúar. Ólaf- ur á þó ekki von á að hann muni nokkru sinni ná að spila sinn 400. landsleik. „Nei, við skulum vona ekki. Þá væri eitthvað mikið að. En ég er þó stoltur af þessum áfanga enda ekki margir sem hafa náð honum. Ég tel þó eitt mikilvægara en að spila marga leiki en það er að spila þá vel – gæði frekar en magn. En þetta er vissulega skemmtileg tala.“ eirikur@frettabladid.is Þrjú hundruð er skemmtileg tala Ólafur Stefánsson leikur á morgun sinn 300. landsleik á ferlinum. Þar með bætist hann í hóp aðeins tveggja annarra sem hafa náð þeim áfanga. Ólafur segir þó að gæðin eigi að vera mikilvægari en magnið. MIKILVÆGT AÐ TEYGJA Ólafur Stefánsson glaðbeittur á æfingu íslenska landsliðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Iceland Express-deild karla ÍR - Tindastóll 97-73 (49-42) Stig ÍR: Nemanja Sovic 28 (4 fráköst), Kelly Biedler 21 (11 fráköst), Ásgeir Örn Hlöðversson 9, Eiríkur Önundarson 8, Karolis Marcinkevicius 7, Vilhjálmur Steinarsson 7, Níels Dungal 5 (6 fráköst), Kristinn Jónasson 4 (5 fráköst), Bjarni Valgeirsson 3, Hjalti Friðriksson 3, Davíð Þór Fritzson 2. Stig Tindastóls: Josh Rivers 17 (8 fráköst), Drag- oljub Kitanovic 17, Friðrik Hreinsson 11, Helgi Rafn Viggósson 9 (12 fráköst), Dimitar Petrushev 6, Einar Bjarni Einarsson 4, Hreinn Gunnar Birgisson 4, Helgi Freyr Margeirsson 3, Þorbergur Ólafsson 2. Snæfell - KFÍ 125-118 (79-63) Stig Snæfells: Sean Burton 29, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 25, Ryan Amaroso 24 (10 fráköst), Jón Ólafur Jónsson 21 (8 fráköst), Atli Rafn Hreinsson 11 (8 fráköst), Emil Þór Jóhannsson 10 (5 fráköst), Lauris Mizis 5. Stig KFÍ: Nebojsa Knezevic 27 (5 fráköst), Carl Josey 26 (7 fráköst), Craig Schoen 24 (7 stoð- sendingar), Darco Milosevic 14 (5 fráköst), Daði Berg Grétarsson 10, Hugh Barnett 10 (4 fráköst), Ari Gylfason 7. Stjarnan - Njarðvík 91-81 (52-42) Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 23 (7 fráköst, 6 stoðsendingar), Jovan Zdravevski 19 (5 fráköst), Fannar Freyr Helgason 16 (7 fráköst), Marvin Valdimarsson 15 (8 fráköst), Daníel G. Guð- mundsson 9, Birkir Guðlaugsson 6, Ólafur Aron Ingvason 2, Kjartan Atli Kjartansson 1. Stig Njarðvíkur: Christopher Smith 29 (8 fráköst), Guðmundur Jónsson 15, Kristján Rúnar Sigurðsson 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 7 (6 frá- köst), Páll Kristinsson 5 (4 fráköst), Lárus Jónsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Egill Jónasson 4 (4 fráköst), Óli Ragnar Alexandersson 3. STAÐAN Grindavík 4 4 0 356-294 8 KR 4 3 1 376-337 6 Stjarnan 4 3 1 345-327 6 Snæfell 4 3 1 404-385 6 Haukar 4 2 2 339-339 4 KFÍ 4 2 2 397-388 4 Hamar 4 2 2 339-337 4 Njarðvík 4 2 2 317-338 4 Keflavík 4 1 3 323-335 2 ÍR 4 1 3 347-347 2 Fjölnir 4 1 3 324-361 2 Tindastóll 4 0 4 262-341 0 Sænska úrvalsdeildin, karfa Norrköping - Sundsvall 101-81 Jakob Örn Sigurðarson skoraði 27 stig á 34 mínútum fyrir Sundsvall. Hlynur Bæringsson var í leikmannahópi liðsins en kom ekki inn á. Danska úrvalsdeildin OB - SönderjyskE 1-2 Rúrik Gíslason skoraði mark OB og lék allan leikinn. Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn fyrir SönderjyskE en Arnar Darri Pétursson var á bekknum. Sænska úrvalsdeildin, fótb. Halmstad - AIK 1-2 Jónas Guðni Sævarsson var í byrjunarliði Halm- stad. Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn fyrir AIK. IFK Gautaborg - Trelleborg 1-2 Ragnar Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason spiluðu allan leikinn fyrir IFK. Hjálmar Jónsson var á bekknum og kom ekki við sögu. ÚRSLIT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.