Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.10.2010, Blaðsíða 38
30 26. október 2010 ÞRIÐJUDAGURFÉSBÓKIN Ný útgáfa af borðspilinu Fimbulfamb er væntan- leg fyrir jólin í nýrri útgáfu hjá Veröld. Spilið kom upphaflega út árið 1993 og seldist strax upp. Eftir það hefur Fimbulfamb verið ófáanlegt og hafa verið uppi áskoranir til útgefenda um að endurútgefa spil- ið. Meðal annars hafa á þriðja þúsund manns undir- ritað hvatningu þess efnis á Facebook. Núna, eftir sautján ára bið, er spilið loksins að koma út með nýjum orðaforða og í nýjum búningi. „Ég lýsi yfir mikilli ánægju með þetta. Þetta eru mjög skemmtilegar fréttir,“ segir Örn Úlfar Sævarsson, dómari í Gettu betur og íslenskufræð- ingur. „Ég hef heyrt að það hafi verið svartur markaður með notuð spil. Fólk hefur mjög mikinn áhuga á svona spilum sem eru að leika sér með tungumálið.“ Fimbulfamb byggist sem fyrr á útsjónarsemi og ímyndunarafli þátttakenda sem eiga að búa til sannfærandi skýringar á sjaldgæfum íslenskum orðum sem þeir hafa ekki hugmynd um hvað þýða. Sá sigrar sem tekst best að blekkja mótspilara sinn. „Það er þessi skemmtilegi sköpunarkraftur sem er í tungumálinu okkar og þessi fjölbreytni sem er aðlaðandi í þessu. Ég hef ekki spilað þetta í nokkur ár en það er bara af því að maður hefur ekki komist í þetta,“ bætir Örn við. Að baki nýrri útgáfu á spilinu liggur mikil vinna fjölmargra aðila síðastliðin tvö ár. Við söfnun orð- anna, sem eru hátt í tvö þúsund, var þess gætt að spilið yrði skemmtilegt en einnig að með því yki fólk orðaforða sinn og skilning á íslenskri tungu. - fb Fimbulfamb í nýrri útgáfu MEÐ NÝJA SPILIÐ Bjarni Þorsteinsson og Pétur Már Ólafsson hjá Veröld með hið nýja Fimbulfamb. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er smá áskorun, núna er maður búinn að lesa verkið og er að fara á fyrsta fund með leik- stjóranum,“ segir Högni Egils- son, forsprakki Hjaltalín. Hann hefur fengið það vandasama verk í hendurnar að semja tónlist- ina við leikverkið Ofviðrið eftir sjálfan William Shakespeare sem Borgarleikhúsið frumsýn- ir um jólin. Leikstjóri er hinn lit- háíski Oskaras Korsunovas sem hlotið hefur fjölda verðlauna um allan heim. Með aðalhlutverkin fara þeir Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason sem hafa ekki gert mikið af því að leika saman á sviði. Högni segist hlakka mikið til þessa verkefnis en hann samdi tónlist fyrir leikrit í Listaháskóla Íslands sem frumsýnt var um jólin. Vinnan uppi í Borgarleikhúsi verður án nokkurs vafa þó eilítið ný fyrir hann. „Þetta bar nokkuð brátt að en maður getur ekki sagt nei við Shakespeare,“ segir Högni. Töluverð tónlist verður í verkinu enda mun Íslenski dansflokkur- inn taka virkan þátt í því. Högni sagðist ekki vera farinn að leggja drög að tónlistinni sjálfri en sagði verkið vera spennandi. „Þetta er mjög óræð saga með undarlegt sögusvið sem gefur mikið rými til túlkunar,“ útskýrir Högni. Hjaltalín tekur ekki þátt í jóla- tónaflóðinu þetta árið með nýrri plötu en sveitin mun hins vegar koma fram á allnokkrum tónleik- um, meðal annars í Hofi ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Þá er á dagskrá sveitarinnar tónleikaferð í desember þannig að tónskáldið Högni mun þurfa að halda nokkuð vel á spöðun- um. „Maður verður að haga tíma sínum skynsamlega ef þetta á að hafast,“ segir Högni en auk þess er nú verið að leggja lokahönd á tónleikamynd sem koma á út á næstunni. Þar verður tónleikum Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands gerð góð skil. freyrgigja@frettabladid.is HÖGNI EGILSSON: SEMUR TÓNLISTINA Í OFVIÐRINU Í BORGARLEIKHÚSINU Maður getur ekki sagt nei við William Shakespeare MIKIÐ VERK FRAM UNDAN Það verður ekkert grín fyrir Högna Egilsson að semja tón- list við Ofviðrið eftir William Shakespeare. Hér er tónlistarmaðurinn á sínum fyrsta fundi með leikstjóranum Oskaras Korsunovas og fólki sem vinnur að sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta verður mjög gaman,“ segir Snorri Helgason sem spilar á tón- listarhátíðinni South By Southwest í Texas næsta vor. Hljómsveitin Benni Hemm Hemm spilar einnig á hátíðinni, sem er mjög þekkt á meðal tónlistaráhugamanna. „Ég fór einu sinni með Sprengju- höllinni og það var geðveikt gaman. Þetta er mjög skemmti- leg hátíð og ég hlakka mikið til,“ segir Snorri og er sammála því að hátíðin gæti verið mikill stökk- pallur fyrir hann sem sólótónlist- armann. „Þetta er fáránlega stór hátíð og maður þarf að vera hepp- inn til að það verði eitthvað úr þessu því það eru tuttugu þúsund bönd sem koma fram þarna.“ Snorri er nýbyrjaður á þriggja vikna tónleikaferðalagi um Kan- ada og var staddur í Nýfundna- landi þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Með honum í för er kanadíski tónlistarmaður- inn Lindy Vopnfjord. „Þetta er gaur sem ég kynntist þegar við vorum að spila með Sprengju- höllinni í Toronto. Við gistum hjá honum þar. Þetta er svona „singer songwriter“ eins og ég og við erum að túra saman í Vol- voinum hans,“ útskýrir Snorri. „Þetta er búið að vera alveg frá- bært. Það hefur verið góð stemn- ing á tónleikunum okkar og það er líka allt fáránlega fallegt hérna í Nýfundnalandi.“ Fyrsta sólóplata Snorra, I´m Gonna Put My Name On Your Door, kemur út í Evrópu, Banda- ríkjunum og í Kanada um miðjan nóvember. Hún kemur einnig út um svipað leyti heima á Íslandi á vinyl en hún kom út á geisladiski fyrir síðustu jól. Snorri flutti til London fyrr á árinu og er enn að koma sér þar fyrir. „Ég er búinn að spila þar einu sinni til tvisvar í viku og verið að kynnast borginni. Þetta er búið að vera geðveikt gaman en maður tekur einn mánuð í einu og reynir að láta þetta ganga upp.“ - fb Snorri spilar á South By Southwest SNORRI HELGASON Snorri spilar á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas á næsta ári. William Shake- speare samdi 38 leikrit á ferli sínum. Þau hafa verið þýdd á öll helstu tungumál heims. 38 „Eitt er að komast yfir diskinn með þeim Gylfa, Megasi og Rúnari í Kolaportinu, viku fyrir gefinn útgáfudag. En að mæta þeim öllum þrem korterum síðar í Nóatúni er absúrd.“ Katla Margrét Þorgeirsdóttir, einn af umsjónarmönnum Hringekjunnar. GEISLAÞRÆÐIR, fyrsta bók Sigríðar Pétursdóttur BLINDHÆÐIR, fjórða ljóðabók Ara Trausta Guðmundssonar MOLDARAUKI, þriðja ljóðabók Bjarna Gunnarssonar Höfundarnir verða á staðnum Léttar veitingar Allir velkomnir Í kvöld, 26. október kl. 20:30 verður haldið útgáfupartí þriggja nýrra bóka í BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR, Laugavegi 18 ÚTGÁFUPARTÍ ÞRIGGJA BÓKA Í BMM BÆKURNAR VERÐA Á SÉRSTÖKU ÚTGÁFUTILBOÐI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.