Fréttablaðið - 28.10.2010, Side 1

Fréttablaðið - 28.10.2010, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Fimmtudagur skoðun 22 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Hillur og skápar veðrið í dag 28.október 2010 253. tölublað 10. árgangur Nú í bíó FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGUGREINING Tilboð á heilsurúmum. Sjá bls 19. 28. október 2010 FIMMTUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Tískuvikan í London stóð yfir dagana 17. til 22. september en þar sýndu fremstu hönnuðir heims vor- og sumarlínur sínar fyrir 2011. Næsta tískuvika er ráðgerð dagana 18. til 23. febrúar en þá verður haust- og vetrarlínan 2011 kynnt. Á slóðinni www.londonfashionweek.co.uk er hægt að skoða það helsta frá nýafstaðinni tískuviku og hita upp fyrir þá næstu. S ýningarstúlkurnar svifu um pall-ana á tískuvikunni í Moskvu sem lauk nú um helgina. Þar mátti meðal annars sjá skósíða spari-kjóla í djörfum litum eftir rússneska hönnuðinn Galinu Vasilyevu. Mikið var um dýrðir á nýliðinni tískuviku í Moskvu: Rússnesk litagleði 2 F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 Skór & töskur í miklu úrvaliwww.gabor.is Sérverslun meðHillur og skápar Sérblað • 28. október 2010 Kynning ÞJÓÐKIRKJAN Þrjú ný mál hafa í síðasta mánuði komið inn á borð fag ráðs þjóðkirkjunnar vegna ásak- ana um kynferðisbrot. Þrír ein- staklingar hafa leitað til fag ráðs- ins og eru ásakanirnar á hendur þremur prestum. Enginn prest- anna hefur áður komið við sögu hjá fag ráðinu. Einn prestanna sem um ræðir er enn að störfum innan kirkjunn- ar. Einn er hættur störfum og sá þriðji er látinn. Málin eru öll það gömul að þau eru komin út fyrir mörk refsiréttar, en eitt þeirra átti sér stað þegar þolandi var barn að aldri. Sá prestur er hættur störfum. Hin tvö eru á bilinu sex til tíu ára og voru báðir þolendur fullorðnir að sögn Gunnars Rúnars Matthías- sonar, formanns fagráðs Þjóðkirkj- unnar. Gunnar segir málin þrjú vera í skoðun og fagráðið sé nú að styðja við þolendurna að koma þeim í rétt- an farveg. „Ég veit ekki hvað verður úr þess- um málum,“ segir Gunnar. „Það fer allt eftir þeim sem til okkar leitar og í hvaða farveg viðkomandi vill að málið fari.“ Ekkert hefur verið aðhafst varð- andi þann prest sem ásakaður er og er enn að störfum. Gunnar segir að það sé ekki hlutverk fagráðsins að grípa þar til aðgerða. „Sum mál eru þannig vaxin að þau kalla á inngrip en önnur ekki,“ segir Gunnar. „Ég efast um það að þetta mál sem um ræðir sé þannig vaxið að það kalli á að víkja viðkomandi úr starfi.“ Gunnar segir að ef mál fari í formlegan farveg hjá lögreglu eða úrskurðarnefnd sé það þeirra aðila að segja til um áframhaldandi aðgerðir. Ef brotaþoli kjósi að opin- bera ekki málið sé það alfarið hans að ákveða. Gunnar vildi ekki gefa upp hvar á landinu þeir prestar sem málin varða væru eða hefðu verið starf- andi. - sv Þrír prestar til viðbótar sakaðir um kynferðisbrot Undanfarinn mánuð hafa Þjóðkirkjunni borist mál þar sem þrír prestar eru sakaðir um kynferðisbrot. Málin eru fyrnd að lögum. Einn prestanna starfar innan kirkjunnar, annar er hættur og sá þriðji er látinn.Snýr aftur til Íslands Kynlífsfræðingurinn Tracey Cox endurnýjar kynni sín af landi og þjóð. fólk 54 Mikilsvirtur höfundur Guðmundar Daníelssonar rithöfundar minnnst með menningarvöku á Selfossi. tímamót 26 VÆTA AUSTAN TIL Í dag verður stíf NA-átt við SA-ströndina en annars víða 5-10 m/s. Úrkomulítið en væta A-til. Hiti 0-8 stig, mildast syðst. VEÐUR 4 4 23 4 6 Fagráð Þjóðkirkjunnar var stofnað 1998 og kom fyrsta mál inn á borð þess vegna kynferðisbrots prests árið 2005. Síðan þá hafa níu mál, þar með talin þau þrjú sem hér um ræðir, komið upp. Hið síðasta var á hendur presti sem starfaði meðal annars í trúboði erlendis fyrir hönd Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Hinn 23. ágúst síðastliðinn bárust ásakanir um kynferðis- brot á hendur honum, sem hann játaði á fundi með fagráði kirkjunnar og var í kjölfarið vikið úr starfi. Níu mál í allt til fagráðs þjóðkirkjunnar FRAMLEIÐSLA Norska mjólkurbúið Q, sem á síðasta ári hóf framleiðslu á skyri að íslenskri fyrirmynd, hlaut á þriðjudag þekkt norsk nýsköpunarverðlaun fyrir skyrframleiðslu sína. Íslenska skyrið hefur slegið í gegn í Noregi og á skömmum tíma náð um fjórðungs markaðshlutdeild á markaði fyrir léttar jógúrtvörur. Í rökstuðningi fyrir verðlaunaafhendingunni segir að um nýja, holla vöru sé að ræða sem hafi breytt matarvenjum margra Norðmanna. Skyrframleiðslan fer fram í samstarfi við Mjólkur samsöluna en framleiðslutæknin er sú sama og notast er við hjá MS. Skyr hefur verið framleitt á Íslandi allt frá land- námi en talið er að landnámsmennirnir hafi flutt kunnáttuna með sér til Íslands og hún hafi tíðkast á hinum Norðurlöndunum á þeim tíma. Skyrgerð virðist hins vegar hafa dáið út annars staðar en á Íslandi allt þar til nýlega, en auk þess að hafa náð fótfestu í Noregi á skyr nokkrum vinsældum að fagna í Danmörku auk þess að vera selt í Banda- ríkjunum. - mþl Hefur náð fjórðungs markaðshlutdeild á einu ári: Íslenskt skyr slær í gegn í Noregi BALL Á BANGSADEGI Alþjóðlegi bangsadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær víða um heim. Börnin á Austurborg létu ekki sitt eftir liggja heldur héldu ball í tilefni dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Viðbúið er að útsvar hækki á næsta ári, segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgar ráðs. Sú hækkun dugar hins vegar ekki ein og sér heldur verð- ur einnig að hækka gjöld og skera niður útgjöld til að brúa gatið milli tekna og gjalda Reykjavíkurborgar, segir Dagur. Útsvar í Reykjavík er nú 0,25 prósentum undir hámarki. Jón Gnarr borgarstjóri snýr aftur til starfa í dag eftir spítala- veru vegna sýkingar. Nýlega útilokaði Jón ekki að Dagur tæki jafnvel við borgarstjóra- embættinu en aðspurður í gær sagði Dagur það ekki standa til. - mþl Útsvarið hækkað í Reykjavík: Ekki á leið í stól borgarstjóra DAGUR B. EGGERTSSON Naumt gegn Lettum Ísland vann tveggja marka sigur á Lettlandi í undankeppni EM 2012. sport 48

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.