Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 2
2 28. október 2010 FIMMTUDAGUR HESTAMENNSKA „Þetta eru ekk- ert annað en hamfarir fyrir mér í minni hrossarækt,“ segir Rík- harður Flemming Jensen hrossa- ræktandi. Hann missti nýverið tvö folöld af þremur, sem hann átti, úr hóstapestinni, að því er hann telur. „Þetta voru stórættuð folöld, undan fyrstu verðlauna hryss- um og stóðhestunum Kappa frá Kommu og Álfi frá Selfossi,“ bætir Ríkharður við. Hann er ósáttur við tilrauna- stöðina á Keldum, þar sem honum var hafnað um ókeypis krufningu á því folaldinu er síðar drapst. Rík- harður bendir á að þetta sé ekki í samræmi við þau skilaboð til hestaeigenda sem birt voru á vef Matvælastofnunar, þar sem segir að Keldur kryfji nú hross eigend- um að kostnaðarlausu, ef líkur séu á að hóstinn hafi orðið hrossinu að fjörtjóni. „Hestaeigendur eru því hvattir til að láta dýralækni vita um grunsamleg tilvik, með því móti leggja þeir sitt af mörkum til aukinnar þekkingar á sjúkdómin- um,“ segir enn fremur. „Ég gat fengið folaldið krufið, en það átti að kosta mig tæpar fjöru- tíu þúsund krónur,“ segir Ríkharð- ur.„Ég hefði talið að þeir sem eru að rannsaka hóstaveikina þyrftu á öllum þeim upplýsingum um hana að halda sem fyrir hendi væru. Þeir segjast vera komnir með skýra mynd af ástandinu með því að kryfja sautján folöld. Mér finnst það allt of lítið úrtak af landinu öllu eins og staðan er núna.“ Ríkharður segir að veikindin í fyrra folaldinu, Kappadótturinni, hafi uppgötvast um mánaðamótin ágúst-september. „Ég tók mæðgurnar heim í hest- hús, þar sem dýralæknir með- höndlaði folaldið í þrjár vikur. Það var allt reynt, öll hugsanleg fúkka- lyf, auk þess sem ég var kominn með góðan vin minn, sérfræðing í háls,- nef- og eyrnalækningum í málið. Við gáfum því asmabúst, stera og annað sem að gagni gæti komið, því það var með svo mikla öndunarerfiðleika. Það eru engin lyf til í landinu fyrir hross með þannig einkenni, svo að við urðum að nota mannalyf.“ En litla hryssan lifði ekki af. Hún hafði fengið blóðeitrun í kjöl- far veikinnar. Eftir krufningu á Keldum var úrskurðað að hún hefði drepist úr eitruninni, en ekki veikinni. „Fagmenn segja mér að blóð- eitrunin hafi verið kjölfarssýk- ing þegar ónæmiskerfi folaldsins veiktist vegna hóstaveikinnar. Ég spyr mig hvort þær staðhæfingar sem Matvælastofnun gefur út um lítinn folaldadauða af völdum veik- innar séu fengnar á svipaðan hátt.“ jss@frettabladid.is Einar, sérðu bara stjörnur þegar þú dansar? „Nei, og ég ætla að reyna að vera ekki með stjörnur í augunum.“ Einar Aðalsteinsson leikari tekur þátt í hópdansatriði við upptökur á myndinni Sherlock Holmes 2. Guy Ritchie leikstýrir myndinni. Aðalhlutverkin leika sem fyrr þeir Robert Downey Jr. og Jude Law. Mjög ósáttur vegna krufningar folalda Ríkharður Flemming Jensen er ósáttur við Keldur eftir að hann missti tvö fol- öld. Hann segir rannsóknarstöðina hafa hafnað krufningu á öðru folaldinu og efast um þær niðurstöður að hitt folaldið hafi drepist úr blóðeitrun. ÁLFSSONURINN Skjótta hestfolaldið hafði þroskast mjög vel þegar það drapst, að sögn eiganda þess. Hann segir Keldur hafa neitað að kryfja það, eins og MAST hafi þó hvatt menn til. KAPPADÓTTIRIN Úrskurðað var að litla brúna hryssan hefði drepist vegna blóðeitrunar en ekki af völdum hósta- veikinnar. SKOTVEIÐI Rjúpnaveiðitímabilið í ár hefst á morgun og stendur til sunnudagsins 5. desember. Að því er kemur fram á vef Umhverfisstofnunar er áfram friðað fyrir veiði á ákveðnu svæði á Suð- vesturlandi og enn er í gildi sölubann á rjúpu og rjúpnaafurðum. Samtals verður leyft að veiða í átján daga sem bundnir eru við föstudaga, laugar- daga og sunnudaga á tímabilinu. „Rjúpnaskyttur eru sem fyrr hvattar til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar. Virkt eftirlit verður með veiðunum á landi og úr lofti,“ segir í frétt Umhverfisstofnunar sem hvetur veiðimenn til að ganga vel um náttúruna og kynna sér hvar þeir mega veiða. Þá eru rjúpnaveiðimenn hvattir til notkunar á rafrænni veiðibók þar sem hægt er að skrá afla, tíma og koma á framfæri athugasemdum. „Þegar veiðimaður skráir afla getur hann séð ýmsar upp- lýsingar, svo sem hve margir skrá veiði þann dag, samtals veiði þann dag, samtals fjölda kukku- stunda og meðalveiði svo eitthvað sé nefnt,“ segir Umhverfisstofnun. - gar / sjá síðu 50 Rjúpnaveiðin hefst á morgun og má veiða í samtals 18 daga og ekkert selja: Suðvesturhornið áfram friðað FRIÐUNARSVÆÐI RJÚPUNNAR Umhverfisstofnun lokar á rjúpnaveiðimenn á öllum Reykjanesskaga og að vesturbakka Ölfusár og Sogs og yfir í Hvalfjörð eins og sést á kortinu. MYND/UMHVERFISSTOFNUN FJARSKIPTI Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra, ætlar að kynna tillögur um viðbrögð og vinnulag vegna net- öryggis á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudag. Verið er að leggja loka- hönd á málið í ráðuneytinu, sam- kvæmt upplýsingum þaðan. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um undanfarið eru stjórnvöld illa búin undir hvers konar tölvuárás- ir og tölvuvandamál sem upp gætu komið. Ekki hafa fengist nákvæm- ar upplýsingar frá ráðuneytinu um stöðu mála þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað. Unnið hefur verið að net- öryggismálum innan Póst- og fjarskiptastofnunar. Í skýrslu stofnunar innar frá árinu 2008 er bent á að veruleg ógn stafi að íslenskum netkerfum vegna tölvu- árása, netglæpa og skemmdar- verka. Þar er hvatt til þess að stjórnvöld stofni sérstakan við- bragðshóp. Í fjarskiptaáætlun fyrir árin 2005 til 2010, sem samþykkt var á Alþingi, er kveðið á um stofn- un slíks hóps. Viðbragðshópar hafa verið starf- andi lengi í nágrannalöndunum. Starfsemi viðbragðshóps norskra stjórnvalda hófst til að mynda í ársbyrjun 2003. - bj Tillögur ráðuneytis vegna netöryggismála verða ræddar á ríkisstjórnarfundi: Ríkisstjórnin ræðir netöryggi ÖRYGGI Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar hjá samgönguráðuneytinu um stöðu mála. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af tíu mánuði á skilorði, fyrir stórfellda líkmsárás. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlamb- inu rúmlega 630 þúsund krónur í skaðabætur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann í and- litið við Lækjargötu í Reykjavík. Sá síðarnefndi skall með höfuðið í götuna. Við árásina hlaut hann mikil höfuðmeiðsl, þar á meðal höfuðkúpubrot, mar á heila, nef- brot og heyrnartap. Árásarmaðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dóminum eins og því var lýst í ákæru. - jss Tólf mánaða fangelsi: Höfuðkúpu- braut mann FRAKKLAND, AP Franska þingið samþykkti í gær frumvarpið umdeilda sem felur í sér hækkun eftirlaunaaldurs í Frakklandi um tvö ár. Nánast stanslaus mótmæli gegn frumvarpinu vikum saman hafa sett þjóðlíf í Frakklandi úr skorðum. Nicolas Sarkozy forseti hafði því sitt fram þrátt fyrir mótmæl- in, en vinsældir hans eru fyrir vikið í algjöru lágmarki meðal landsmanna. Mótmælendur ætla þó ekki að gefast upp og vonast enn til að Sarkozy hætti við að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Efnt verður enn á ný til mótmæla og verkfalla um land allt í dag. - gb Franska þingið: Eftirlaunafrum- varp samþykkt OLÍUSKIP BÍÐA Fyrir utan olíubirgðastöð í Frakkklandi. NORDICPHOTOS/AFP DÝRALÍF Vísindamenn á ferð um frumskóga Búrma hafa upp- götvað nýja apategund í norður- hluta landsins. Heimamenn hafa reyndar vitað af öpunum lengi, og því sérkennilega einkenni þeirra að hnerra þegar rignir. Skýringin á hnerrunum er ein- föld, nef apanna er afar uppbrett, svo mjög að það beinlínis rignir upp í nefið á þeim. Þeir eiga það því til að sitja með höfuðið milli lappanna í rigningu. Aparnir eru smávaxnir en með langt skott. Feldurinn er svartur að mestu en hvítur á eyrum og höku. Talið er að stofninn sé aðeins um 300 dýr. - bj Ný apategund finnst í Búrma: Aparnir hnerra í rigningunni FUNDNIR Heimamenn kalla apateg- undina „nwoah“, sem þýðir „api með andlitið á hvolfi“. MYND/DR. THOMAS GEISSMANN HEILBRIGÐISMÁL Ung stúlka sem leitaði til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja (HSV) í kjölfar nauðgunar í ágúst síðastliðnum fékk nýlega senda rukkun í pósti vegna aðstoðar sem hún hlaut í kjölfar nauðgunarinnar. Heil- brigðisstofnanir skulu ekki rukka einstaklinga sem leita eftir aðstoð vegna nauðgunar um komugjald. „Væntanlega var um mistök að ræða ef því er rétt lýst að þessi einstaklingur hafi leitað hingað vegna nauðgunar. Ef svo var þá er um mistök að ræða og þá verð- ur það leiðrétt,“ segir Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri HSV. - mþl Fékk aðstoð eftir nauðgun: Mistök voru að rukka konuna SJÁVARÚTVEGUR Afli smábáta á síð- asta fiskveiðiári var 75.966 tonn. Það er 2.500 tonna aukning á milli ára. Verðmæti upp úr sjó sló fyrri met, 19,1 milljarður króna sem jafngildir útflutningsverðmætum upp á rúma 38 milljarða, að því kemur fram á heimasíðu Lands- sambands smábátaeigenda. Af heildaraflanum var um helmingur þorskur sem jafngildir 22,8 prósentum af heildar þorsk- aflanum. Ýsuafli smábáta varð 16.923 tonn sem er 24,7 prósent af ýsuaflanum á fiskveiðiárinu. - shá Verðmætið 38 milljarðar: Veiði smábáta 76 þúsund tonn SPURNING DAGSINS Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið Kjarngóð næring Ósaltað Ósykrað Engin aukaefni www.barnamatur.is Lífrænn barnamatu r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.