Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 6
6 28. október 2010 FIMMTUDAGUR INDÓNESÍA, AP Síðdegis í gær var vitað um rúmlega 270 manns sem látist höfðu af völdum flóðbylgj- unnar sem lenti á Indónesíu. Eld- gosið, sem hófst á þriðjudag ann- ars staðar í eyjaklasanum, hafði kostað um þrjátíu manns lífið. Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, flýtti sér heim frá Víetnam, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Í gær tókst loks að lenda þyrlum með hjálpargögn á Ment- awai-eyjum, þar sem mikið tjón varð af völdum flóðbylgjunnar aðfaranótt þriðjudags. Flóðbylgj- unni var hrundið af stað af jarð- skjálfta, sem mældist 7,2 stig, og varð skammt undan strönd Súm- ötru, sem er ein af stærstu eyjum Indónesíu. Á þriðjudaginn, aðeins fáeinum klukkustundum eftir jarðskjálft- ann, hófst síðan gosið í eldfjall- inu Merapi á eyjunni Jövu. Ekki er þó talið að jarðskjálftinn teng- ist eldgosinu neitt, enda er langt á milli. Vísindamenn höfðu hins vegar varað við gosinu fyrir fram og íbúar í hlíðum fjallsins höfðu verið fluttir burt. Nokkuð létti á þrýstingi í fjallinu eftir að gosið hófst, en enn er þó hætta á að mikið sprengigos hefjist sem gæti valdið miklu tjóni. Meðal þeirra sem fundust látnir í hlíðum fjallsins var Mar- idjan, aldraður maður sem hefur gegnt því hlutverki að gæta anda fjallsins. Hann hefur stjórnað helgi athöfnum sem felast í því að kasta hrísgrjónum og blómum niður í gíg fjallsins í því skyni að friða andana. Hann neitaði að yfirgefa svæðið þegar það var rýmt, og sagðist vera fastbund- inn þessu starfi sínu og geta því hvergi farið. Nafn fjallsins, Merapi, þýðir „eldfjall“ á íslensku. Þetta er eitt virkasta eldfjall heims og hefur gosið margoft síðustu tvær aldirn- ar, síðast árið 2006. Árið 1994 kost- aði gos úr fjallinu 60 manns lífið en árið 1930 létust nærri 1.300 manns vegna hamfaranna í fjallinu. Á Indónesíu eru nærri 130 virk eldfjöll, sem grannt er fylgst með. Meira en ellefu þúsund manns búa í hlíðum fjallsins. Flestir þeirra höfðu verið fluttir á örugg- ari slóðir, en í gær voru marg- ir þeirra á leiðinni til baka til að huga að eignum sínum, þrátt fyrir að hættan hafi engan veginn verið liðin hjá. gudsteinn@frettabladid.is Heimild: OCHA © Graphic news Hamfarir í Indónesíu Eldgos í fjallinu Merapi á eyjunni Jövu hófst stuttu eftir harðan jarðskjálfta úti af strönd Súmötru sem hratt af stað stórri flóðbylgju Mentawai-eyjar, 25. október: Þriggja metra há flóðbylgja eyddi að minnsta kosti sex afskekktum þorpum og kostaði nokkur hundruð manns lífið. Singapúr I N D Ó N E S Í A Djakarta JAVA Indlandshaf Merapi, 26. október: Eldgos hófst með drunum og öskufalli Fjögur héruð rýmd Magelang Sleman Bojolali Klaten JAVA Jogjakarta Leit að fólki á tveim- ur hamfarasvæðum Eldgos og flóðbylgja á Indónesíu hafa kostað að minnsta kosti þrjú hundruð manns lífið. Að auki er að minnsta kosti 400 manns saknað. Eldfjallið er enn óútreiknanlegt, en sumir íbúanna í hlíðum þess hafa samt snúið heim aftur. “Estelle” bastsófasett Listaverð kr. 299.900,- Helgartilboð kr. 149.950,- Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is 50% afsláttur Helgartilboð! Á fundinum verða stutt ávörp og góður tími gefi nn til um- ræðna. Komið og takið þátt í lífl egum skoðanaskiptum. Frummælendur: Jóhanna Sigurðardóttir Össur Skarphéðinsson Fundarstjóri: Kjartan Valgarðsson Þingmenn Samfylkingarinnar í Reykjavík þakka borgarbúum góðar móttökur á vinnustaðafundum í kjördæmavikunni. Verkefnin framundan Allir velkomnir á opinn fund Samfylkingarinnar á Grand Hótel kl. 20 í kvöld, fi mmtudagskvöld. www.xs.is VINNUMARKAÐUR Síminn sagði í gær upp 29 starfsmönnum. Upp- sagnirnar eru hluti af skipulags- breytingum hjá fyrirtækinu, segir Margrét Stefánsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Símans. „Við erum að sníða fyrirtækið að breyttum aðstæðum,“ segir Margrét. Hún segir efnahagsástandið koma við Símann eins og önnur fyrirtæki, einkaneysla hafi dreg- ist saman og fá teikn á lofti um að það sé að breytast. Sömuleiðis hafi markaðshlutdeild fyrirtækisins dregist saman og þar með tekj- urnar. Starfsmenn Símans verða 597 eftir uppsagnirnar, en voru áður 626 talsins. Margrét segir að ekki verði gerð krafa um að starfs- mennirnir vinni út uppsagnar- frestinn. Starfsmennirnir sem sagt var upp störfuðu á ýmsum sviðum fyrirtækisins. Samhliða uppsögnunum verður markaðssvið Símans lagt niður og starfsemi þess, þar með talið markaðsdeildin, færð undir önnur svið, segir Margrét. Lögð er áhersla á að breyting- arnar hafi ekki áhrif á þjónustu við viðskiptavini. - bj Skipulagsbreytingar og uppsagnir hjá Símanum vegna efnahagsástandsins: Síminn segir 29 upp störfum UPPSAGNIR Starfsmönnum var tilkynnt um skipulagsbreytingarnar á fundi í hádeginu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ASKA YFIR ÖLLU Björgunarfólk leitar í nágrenni eldfjallsins Merapi. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Kona hefur verið úrskurð- uð í gæsluvarðhald til 19. nóvem- ber. Hún er grunuð um fjölmörg brot, þar á meðal að hafa ekið bíl inn um glugga á hárgreiðslustofu, þar sem hún síðan stal fjármunum og snyrtivörum. Ofangreint atvik átti sér stað í síðasta mánuði. Konan er grunuð um að hafa stolið um fjögur þúsund krónum úr peningakassa hár- greiðslustofunnar, svo og snyrti- vörum fyrir rúmlega tuttugu þús- und krónur. Í skýrslutökum hjá lögreglu viður kenndi konan að hafa farið inn á hárgreiðslustofuna, en kvaðst muna lítið eftir því sökum ölvun- ar. Hún kvaðst einungis hafa tekið þaðan einn brúsa af hársápu. Hún sagðist neyta morfíns dag- lega og hafa gert það í rúm tuttugu ár, með hléum þó. Þá kvaðst hún vera hjartveik og HIV-smituð. Auk þessa er konan grunuð um fimmtán önnur brot frá því í byrjun júní og fram til 1. október á þessu ári. Er þar aðallega um að ræða innbrot, þjófnaði og eignaspjöll. Konan hefur fengið þrjá fang- elsisdóma. Í júlí var hún svo enn ákærrð fyrir fjölmörg brot. - jss HANDTEKIN Handtökuskipun var gefin út á konuna þegar hún mætti ekki fyrir dómi. Kona í gæsluvarðhald vegna fjölmargra þjófnaðarbrota: Ók bíl inn á hárgreiðslustofu VIÐSKIPTI Innflutningur á nauta- kjöti hefur aukist umtalsvert milli ára, um 27 prósent. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru flutt inn 95 tonn af kjöti en á sama tíma- bili í fyrra nam innflutningur 74 tonnum. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda. Heildarinnflutningur á kjöti hefur hins vegar dregist saman um tvö prósent frá árinu 2009. Enn er langmest flutt inn af ali- fuglakjöti, sem nemur 52 prósent- um alls kjötinnflutnings. Hlutfall nautakjöts er 23 prósent. - mþl Heildarinnflutningur minni: Meira flutt inn af nautakjöti Vilt þú að sett verði upp víkinga- þorp í Engey? Já 49,5% Nei 50,5% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú neytt fæðubótarefna? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.