Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 16
16 28. október 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Alls bárust um 60 þúsund mál til Evrópsku neytendaaðstoðarinnar á síðasta ári, en þetta er töluverð aukning síðan 2005 þegar fjöldi mála var 43 þúsund. Tæplega helmingi málanna lauk með sáttum, en í tæplega 40 prósentum þeirra náðist engin lausn. Rúmlega þrettán prósentum málanna var vísað áfram til úrskurðaraðila og annarra stofnana, svo sem lögreglu, lögfræðinga eða dómstóla. Evrópska neytendaaðstoðin tekur að sér mál frá íbúum allra Evrópusambandsríkjanna, auk Íslands og Noregs. Hún aðstoðar neytendur í tengslum við hvers konar viðskipti milli landanna, svo sem ferðaþjónustu eða vörukaup á netinu. ■ Neytendahjálp Sextíu þúsund mál til ENA Samkvæmt úrskurðarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar og Neytendasam- takanna dugar ekki að ferðaskrifstofa bjóði upp á hótel með hálfu fæði þá daga, sem farþegi er strandaglópur vegna tafa á flugi, eins og raunin var vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar ber ferðaskrifstofu að greiða fyrir fullt fæði þessa daga, og þarf varnaraðili málsins að greiða sókn- araðila mismuninn samkvæmt kvittunum fyrir fæðiskaup. Nefndin lítur svo á að ferðaskrifstofur séu gagnvart farþegum flugrekendur í skilningi laganna. ■ Flug Ferðaskrifstofan ber ábyrgð Útgjöldin >Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu (meðalverð) „Til þess að auka endinguna á svörtum og dökkbláum gallabuxum þvæ ég þær alltaf á ullarprógrammi og með ullarsápu,“ segir Þóra Dögg Jörundsdótt- ir matvælafræðingur. Eins og starfsheitið gefur til kynna á Þóra einnig gott ráð til að nota í eldhúsinu. „Það er gott að hafa einn dag í viku þar sem bannað er að kaupa inn í matinn en nota í staðinn það sem er til í skápunum. Það er alltaf eitthvað til auk þess sem við hendum allt of miklum mat,“ segir Þóra. GÓÐ HÚSRÁÐ GALLABUXUR Á ULLAR- PRÓGRAMM „Verstu kaupin sem ég hef gert undanfarið hljóta að vera gallabuxur sem ég keypti í ónefndri búð í Reykjavík,“ segir Maríus Her- mann Sverrisson. Hann segir gallabuxurnar vissulega hafa verið ódýrar, en nýtingin hafi verið fremur lítil. „Ég var ekki einu sinni búinn að þvo þær, og var búinn að vera í þeim í sirka hálftíma þegar þær eyði- lögðust,“ segir Maríus. „Ég var á göngu í Berlín, þar sem ég bý, og hafði sest á bekk. Þá gáfu saumar í buxunum sig algerlega, með þeim afleiðingum að önnur skálmin fór næstum af.“ Maríus segir að hann hafi orðið að grípa til þess ráðs að binda jakkann um mittið og koma sér þannig búinn heim, og viðurkennir að þetta hafi ekki verið sérstaklega skemmtileg upplifun, þó vissulega sé hún eftirminnileg. Bestu kaupin segir Maríus vera nýju fartölvuna sína. „Ég var búinn að vera að nota sömu tölvuna í sex ár þegar ég keypti loksins nýja vél í haust. Þetta eru augljóslega bestu kaupin sem ég hef gert nýlega, þetta er þvílíkur munur.“ NEYTANDINN: Maríus Hermann Sverrisson söngvari Buxnaskálmin rifnaði af í Berlín júlí 2010 febrúar 2010 Tveggja herb. 65m² Þriggja herb. 90m² Fjögurra herb. 120m² 10 7.1 22 k r. 10 0. 69 2 kr . 13 3. 13 8 kr . 12 4. 17 8 kr . 15 8. 78 3 kr . 14 6. 60 3 kr . Heimild: www.ns.is ÞÓRA D. JÖR- UNDSDÓTTIR Blátt Powerade inniheldur engin asó-litarefni, sem hafa verið til endurskoð- unar hjá Evrópuþinginu á síðustu misserum. Litarefn- ið Brilliant Blue FCF getur orsakað litun í húð, þvagi, saur og blóði. Evrópuþingið flokkar e-104, sem er að finna í gulum Powerade, sem asó-litarefni en Vífilfell fullyrðir að svo sé ekki. Fréttablaðið birti í gær grein um atvik sem átti sér stað þegar kona drakk blátt Powerade fyrir íþrótta- leik og mjólkaði grænni mjólk í kjölfarið. Fréttin fjallaði einnig um mögulega skaðleg áhrif asó- litarefna á börn og að Neytenda- samtökin vildu fá efnin af markaði hér á landi. Það efni sem gefur Powerade Mountain Blast hinn bláa lit sinn, Brilliant Blue FCF eða FD&C Blue No. 1 (e-133), er hins vegar ekki flokkað sem asó-litarefni, eins og ýjað var að í fréttinni. Leiðréttist það hér með. Hins vegar er Brilli- ant Blue FCF bannað í fjölda Evr- ópulanda, þar á meðal Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Samkvæmt Mat- væla- og lyfjaeftirliti Bandaríkj- anna (FDA), getur neysla á Brilli- ant Blue FCF orsakað bláan lit í húð, blóðvökva, þvagi og saur, en einnig mun alvarlegri kvilla. Hjá Evrópuþinginu er litarefnið Quinoiline Yellow (e-104 og Jaune de quinoléine) flokkað sem asó- litarefni. Samkvæmt heimasíðu Vífil fells er það að finna bæði í gulum og appelsínugulum Powerade en Stefán Magnússon, markaðs- stjóri Vífilfells, sem er umboðsað- ili Powerade á Íslandi, fullyrðir að upplýsingarnar á heimasíðunni séu ekki réttar sem helgast af því að það séu margar formúlur í boði og ekki er alltaf flutt inn frá sama stað. Slík efni sé ekki að finna í app- elsínugulum Powerade, heldur ein- ungis í þeim gula, og e-104 sé ekki skilgreint sem asó-litarefni miðað við þær reglugerðir sem fyrirtækið hefur undir höndum. Hins vegar er að finna e-122 í rauðum Powerade og slíkt er óumdeilanlega flokkað sem asó-efni. „Samkvæmt okkar upplýsingum er Cherry eini asó-drykkurinn og við ætlum að taka það til skoðunn- ar hvort við ætlum að halda áfram að selja það eða ekki,“ segir Stef- án. „Ef markaðurinn vill ekki asó- liti þá verðum við að bregðast við því.“ Stefán segir að á Norðurlöndun- um sé sú stefna Coca Cola fyrir- tækisins að útrýma öllum ónáttúru- legum efnum í vörum fyrirtækisins og sú vinna sé einnig í gangi hér á landi. Í júlí 2008 ákvað Evrópuþing- ið að merkja bæri öll þau matvæli sem innihéldu eitthvert af þeim sex efnum sem flokkuð eru sem asó-lit- arefni. Þau matvæli verði að vera greinilega merkt þar sem þau geta mögulega verið skaðleg börnum. sunna@frettabladid.is Brilliant Blue er ekki asó-litarefni POWERADE Þau efni sem eru flokkuð af Evrópuþinginu sem asó-litarefni er ekki að finna í bláum Powerade líkt og var gefið í skyn í frétt blaðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1. Asó-litarefni er ekki að finna í bláum Powerade sem er umfjöllunarefni greinarinnar og því villandi að blanda bláum Powerade í umræðuna um asó-litarefni. 2. Vífilfell og The Coca-Cola Company, eigandi vörumerkisins Powerade, fylgja í einu og öllu Evrópureglugerðum varðandi innihald í matvælum. Ef íslensk stjórnvöld vilja breyta einhverjum lögum og reglugerðum þurfa þau að fara eftir Evrópulöggjöf og fyrirtækið aðlagar sig að því eftir því sem við á. 3. Engar vörur sem framleiddar eru af Vífilfelli hérlendis innihalda asó- litarefni. 4. Engin dæmi eru til um það hér hjá Vífilfelli að neysla drykkja frá fyrirtæk- inu hafi haft þau áhrif sem lýst er í tilfelli prófessorsins í Fréttablaðinu. Úr fréttatilkynningu Vífilfells Auglýsingasími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.