Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 28. október 2010 MAMMA ER STUNDUM ÆST Á LEIKJUM EN MÉR FINNST SAMT GOTT AÐ HÚN MÆTI“ Verkefnið er styrkt af Rannsóknir sýna að ein besta forvörnin gegn fíkniefnum er Kynntu þér málið á www.forvarnardagur.is eða vertu með okkur á facebook.com/forvarnardagur Miðvikudagurinn 3. nóvember er forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Ofangreind fullyrðing er byggð á áralöngum rannsóknum fræðimanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík á hegðun ungmenna og hvað skilar árangri í forvörnum. Forvarnardagurinn er samstarfsverkefni ofantaldra aðila. þátttaka í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi „ Í þremur greinum hef ég fjallað um forystu framsóknarmanna í uppgjöri við fortíð, leiðandi stefnu í lýðræðisumbótum og málefnum heimila og atvinnulífs. Í síðustu grein rakti ég 10 af þeim málum sem Framsókn hefur bar- ist fyrir síðastliðin 2 ár. Margt af því hefur þegar sannað gildi sitt og er nú ofarlega í umræðunni. Ástæða er til að nefna nokkur slík atriði til viðbótar. 11. Skjaldborgin Þegar til stóð að leggja niður samráðshóp þingmanna um stöðu heimilanna síðast liðið vor, þar eð allar aðgerðir sem von væri á væru fram komnar, fengum við því afstýrt. Við töldum allt betra en ekkert en vöruðum ítrekað við því að hinar sértæku lausnir væru óraunhæfar. Það hefur nú sýnt sig þar sem aðeins 128 mál einstaklinga hafa verið leyst með þeim hætti. 12. Landflótti eða atvinna Þegar við höfum rætt áhyggjur okkar af því að störf væru að tapast hratt á Íslandi og fólk að flytja af landi brott hefur því jafnan verið svarað á kunnug- legan hátt. Nú hefur komið á daginn að fólksflóttinn er sá mesti frá því á 19. öld. Við höfum reynt hvað við getum til að benda á þau fjölmörgu tækifæri sem eru til atvinnuuppbyggingar og hvað þarf að gera til að þau verði nýtt. 13. Opin og fagleg stjórnsýsla Fyrirspurnir framsóknarmanna leiddu í ljós að tugir starfsmanna höfðu verið ráðnir á nokkrum mánuðum án auglýsingar. Lík- lega hefur engin ríkisstjórn gengið jafnhart fram í því að fara á svig við lög til að raða sínu fólki á jötuna. 14. Fagmennska í stað flokks- ræðis Ég gerði grein fyrir því á flokks- þinginu í fyrra að ég mundi leita ráða hjá þeim sem best þekktu til á hverju sviði óháð flokks- tengslum. Margar þeirra lausna sem við höfum talað fyrir hafa komið fram með þeim hætti. Það er því ekki svo að allir flokkar séu lokaðir fyrir utanaðkomandi hugmyndum og reiði sig á pólitík fremur en sérfræðiþekkingu. 15. Staða ríkissjóðs Ábendingar framsóknarmanna um þá hættu sem fylgdi skulda- stöðu ríkissjóðs og fullyrðingar um að ríkisstjórnin hefði hvorki gefið réttar upplýsingar um stöð- una né gripið til nauðsynlegra ráðstafana voru líklega megin- rót hins linnulausa áróðurs um að framsóknarmenn væru nei- kvæðir. Síðan þá hefur komið í ljós að staða ríkissjóðs var helm- ingi verri en ríkisstjórnin full- yrti fyrir kosningar en um leið sannaðist að það sem við höfðum sagt um kostina í stöðunni reynd- ist líka rétt, þ.e. að staðan þyrfti hreint ekki að vera svo slæm ef gripið yrði til réttra ráðstafana. 16. Óhagkvæmar skattahækkanir og stefnuleysi Frá upphafi höfum við bent á að tilraunir ríkisstjórnarinnar til að skattleggja Ísland út úr kreppu væru óraunhæfar. Gagnrýnt var að í góðærinu hefðu stjórnvöld lækkað skatta. Hin hliðin á þeim peningi er sú að í kreppu hækka menn ekki skatta. Hvað getum við gert? Framsókn réðist í róttækari endurnýjun en dæmi eru um í íslenskri stjórnmálasögu, inn- leiddi ný vinnubrögð, sýndi að flokkurinn tekur almannahags- muni fram yfir flokkshagsmuni. Þrátt fyrir þetta hefur umræða um flokkinn stöðugt verið látin snúast um ímynd úr fortíðinni. Þó ekki of nálæga fortíð og ekki of fjarlæga heldur mjög afmarkað tímabil og hlutdræga söguskýr- ingu á því tímabili. Þetta er gert skipulega til að dreifa athygl- inni frá endalausum mistök- um stjórnvalda í samtímanum. Þannig þekki ég tiltekin dæmi um fjölmiðlamenn sem liðsinna stjórnvöldum í hvert sinn sem þau lenda í verulegum vandræð- um með því að beina athyglinni að umræddri fortíðarímynd. Framsóknarflokkurinn hefur í nærri heila öld verið flokkur sem byggist á því að leita að hinni rökréttu leið við úrlausn vandamála, fremur en pólitísk- um kreddum og átt stóran þátt í einhverri mestu framfarasögu 20.aldar – því að breyta Íslandi úr fátækasta landi Evrópu í eitt hið þróaðasta og farsælasta. Þrátt fyrir bankahrun er land- ið enn í efstu sætum lista yfir allt frá þjóðartekjum að jafnrétti. Stóra hættan er hins vegar sú að viðbrögðin við hruninu valdi meiri skaða en hrunið sjálft. En þrátt fyrir fjölmörg mistök á undanförnum tveimur árum getum við enn unnið okkur hratt til farsældar á ný. Það er háð því að stjórnmálamenn og aðrir hætti að líta á hrunið fyrst og fremst sem tækifæri til að inn- leiða pólitískar öfgar. Rökhyggja og skynsemi Á undanförnum tveimur árum hef ég kynnst hundruðum fram- sóknarmanna um allt land sem eiga það sameiginlegt að fórna tíma sínum og leggja á sig ómælda vinnu til að bæta samfélagið. Heilsteyptara og heiðar legra fólk er vandfundið. Þetta fólk endurbætti flokkinn sinn ekki fyrir sjálft sig heldur vegna þess að það trúir að skyn- semdar-miðjustefna sé best til þess fallin að bæta lífskjör sam- borgaranna. Strax eftir hrun ræddum við að í því fælist tækifæri til að betrum bæta samfélagið og við byrjuðum hjá okkur sjálfum. Hvaða flokkur er betur til þess fallinn að ráðast í umbætur og endurnýjun í samfélaginu en flokkurinn sem endurnýjaði sjálfan sig? Hvað getum við gert? IV Efnahagsmál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins Þrátt fyrir þetta hefur umræða um flokkinn stöðugt verið látin snúast um ímynd úr fortíðinni. Þó ekki of nálæga fortíð og ekki of fjarlæga held- ur mjög afmarkað tímabil og hlut- dræga söguskýringu á því tímabili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.