Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 28. október 2010 3 „Við kynntumst í gullsmíði í Tækniskólanum fyrir um tveim- ur árum og urðum strax vinkon- ur. Fljótlega fengum við þá hug- mynd að finna húsnæði þar sem við gætum haft sameiginlegt verkstæði,“ segir Olga Perla Niel- sen, sem ásamt Bergrós Kjartans- dóttur stofnaði fyrirtækið Gling gló, en undir því hanna þær skart- gripi. „Við hönnum hvor í sínu lagi en þó undir þessu sama merki,“ útskýrir Olga en þar af leiðandi eru skartripirnir frá Gling gló afar fjölbreyttir. Bakgrunnur þeirra tveggja er æði misjafn. Olga er með gráðu í byggingaverkfræði, lærði hönn- un og arkitektúr í Danmörku og síðan gull- og silfursmíði í Tækni- skólanum en Bergrós er með BA- próf í bókmenntum og þjóðfræði og stund- aði listnám á ð u r e n hún lærði skartgripa- smíði. Þá er hún einnig virk í prjónahönnun og er ein þriggja kvenna sem hanna í upp- skriftablaðið Lopi sem Ístex gefur út. „Textílhönnunin endurspeglast því oft í gullsmíðinni hjá henni. Ég er meira í hreinum formum með minn arkitektúrs- grunn,“ segir Olga. „Við eltum líka báðar strauma og stefnur tískunn- ar. Erum kvenleg- ar og rómantískar í dag en það gæti breyst með tím- anum.“ Þær Olga og Bergrós sýna fyrstu skartgrip- ina frá merkinu Gling gló á Handverki og hönnun í Ráð- húsinu um helgina. Eftir sýning- una verða skartgripirnir til sölu í Kraumi og auk þess á vefsíðunni www.glingglo.is. Einnig er hægt hringja og koma á verkstæði þeirra vinkvenna í Bankastræti 6. solveig@frettabladid.is Bergrós hannar kvenlega og fallega gripi. Olga Perla Nielsen og Bergrós Kjartansdóttir stofnuðu nýlega fyrirtækið Gling gló og hanna skartgripi undir því merki. Fyrstu gripina má líta á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsinu sem verður opnuð í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Glingur og glóandi gull Fyrstu skartgripirnir frá skartgripamerkinu Gling gló verða sýndir á Handverki og hönnun í Ráðhúsinu um helgina. Það eru þær Olga Perla Nielsen og Bergrós Kjartansdóttir sem mynda tvíeykið Gling gló. Hálsmen úr smiðju Bergrósar. Hrein form heilla Olgu, sem nýtir þau í skart- gripahönn- un sinni. Fallegur hringur eftir Olgu. RÓMANTÍSK LÍNA OSCARS DE LA RENTA FYRIR VOR OG SUMAR 2011 MINNIR Á ELEGANT ÚTGÁFU AF SKÓLABÖLLUM SJÖTTA ÁRATUG- ARINS. Oscar de la Renta fór 60 ár aftur í tímann með nýjustu línu sinni fyrir vorið 2011. Lína hans var rómantísk og á köflum jafnvel dramatísk með mikilfenglegum kjólum, bæði síðum og stutt- um sem minntu um margt á skólaböll sjötta áratugarins. Litaskali de la Renta var hóf- stilltur og voru ljósir litir áber- andi í grunninn. Blómamynst- ur, doppur og blúndur komu víða við sögu og eru greini- lega það sem koma skal næsta sumar. - jbá de la Renta aftur í tímann Pönkdrottningin Vivienne Westwood frum- sýndi vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2011 í London í lok síðasta mánaðar. Hin rauðhærða pönkdrottning Vivienne West- wood hélt sig að venju við mikla litadýrð og var brenndur appelsínugulur litur áberandi í nýrri línu hennar fyrir næsta vor og sumar. Flíkur Vivienne Westwood hafa löngum verið afar klæðilegar, sniðnar að alvörukonum með bæði brjóst og rass. Engin breyting var þar á í þetta skiptið. Á sýningu Westwood mátti líta klæðskera- sniðnar buxur, munstraða jakka, stuttbuxur, skyrtur, litaglaða samfestinga og pönkaða kjóla sem bæði litlar og stórar konur ættu að geta bætt við fataskápinn fyrir sólskins- ríkari daga næsta árs. - jbá Hinn brenndi appelsíniuguli litur verður áberandi á næsta ári. NORDICPHOTOS/GETTY Pönkdrottningin klikkar ekki MYND/ANNA KRISTÍN SCHEVING Nýtt frá Paris 20% afsláttur af öllum vörum Kjólar Áður 6990 Nú 12990 St. 36-48 Úlpur Áður 24990 Nú19990 Fleiri myndir á facebook 24h Aqua Booster kremið frá Marbert er algjör rakabomba fyrir húðina og viðheldur rakastigi hennar. Inniheldur A, D og Evítamín ásamt Shea Butter sem bindur rakann í húðinni. Frískar samstundis og gefur húðinni aukinn ljóma og mýkt. Útsölustaðir á stór-Reykjavíkursvæðinu: Hagkaup í Kringlu,Smáralind, Skeifu, Spöng, Holtagörðum og Njarðvík. Nanna Hólagarði , Lyfjaval, Mjódd, Laugarnes Apótek, Reykjavíkur Apótek Útsölustaðir á landsbyggðinni: Hagkaup Akureyri, Betri líðan Akureyri, Apótek Vesturlands Akranesi og Miðbær Vestmannaeyju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.