Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 32
 28. október 2010 FIMMTUDAGUR4 „Við ætlum að sýna það sem er helst í tísku fyrir dömur og herra, til dæmis rokkaðar hárgreiðslur, ýktar og framsæknar klippingar og fleira til,“ segir Rakel Jensdóttir sem er, ásamt samnemendum sínum við hársnyrtiskóla Tækniskólans, að leggja lokahönd á undirbúning hár- greiðslusýningar sem fer fram á skemmtistaðnum Spot í kvöld. Sýningin er hluti af árlegu útskriftarverkefni hárgreiðslunema við Tækniskólann þar sem þeim gefst færi á að sýna afraksturinn af fjögurra ára námi. „Þarna fáum við að sýna hvað við höfum lært á þessum árum, bæði í skólanum og á stofum, allt frá litun upp í perman- ent,“ segir Rakel og getur þess að nemendur úr Airbrush and Make Up School annist förðun. Rakel viðurkennir að mikill- ar eftirvæntingar gæti meðal hár- greiðslunemanna tólf, ellefu kvenna og eins karls, í tenglsum við sýning- una í kvöld enda bera þau sjálf hit- ann og þungann af skipulaginu. „Við erum öll búin að vera á haus enda gegnir hvert og eitt okkar mikil- vægu hlutverki í að hanna og búa til sýninguna. Ég sé til dæmis um fjölmiðla og er þess vegna meðal annars að tala við þig,“ segir hún og hlær. Bætir við að gaman sé að sjá sýninguna smám saman smella saman. „Þetta á eftir að verða flott og líka skemmtilegt, en við höfum fengið til liðs við okkur plötusnúð, Danna Deluxe, sem mun halda uppi stuðinu.“ Spot verður opnað í kvöld klukk- an 19 og hefst hárgreiðslusýning- in klukkan 20.30. Að henni lokinni hefst venjuleg dagskrá á staðnum. roald@frettabladid.is Framsækin og nútímaleg Allt það nýjasta úr heimi hártískunnar verður til sýnis á skemmtistaðnum Spot í kvöld. Sýningin er hluti af útkriftarverkefni nema við hársnyrtiskóla Tækniskólans sem bera hitann og þungann af skipulaginu. Jóhann Eymundsson að prófa sig áfram með vöfflur í hári. Skemmtileg útgáfa af afrókrullum í meðförum Tinnu Bjarkar Guðjónsdóttur. „Stundum ýkjum við veruleikann, annars væri þetta ekki sýning,“ segir Rakel. Það gildir um hárgreiðsluna sem Hanna Khyzhnyak vinnur að. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nýju fötin keisarans er heiti sjónvarpsþátta sem fara brátt í loftið á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Skyggnst er inn í heim fatahönn- unar þar sem nýgræðingar og reynsluboltar segja frá því sem á daga þeirra drífur. Ný þáttaröð um íslenska fatahönn- un, Nýju fötin keisarans, fer í loftið á sjónvarpsstöðinni ÍNN mánudag- inn 1. nóvember. Steinunn Ketils- dóttir er þáttastjórnandi, en sjálf hefur hún hannað og selt vörur undir merkinu Volcano-Iceland. „Þegar ég hóf sjálf að hanna föt uppgötvaði ég hvað það vantaði tilfinnanlega einhvers konar vett- vang sem fjallaði um allt það sem er að gerast í fatahönnun hérlend- is,“ segir Steinunn. „Eftir að hafa fylgst með sjónvarpsstöðinni ÍNN sem var að gera svolítið öðruvísi hluti hafði ég samband við Ingva Hrafn og í september var fyrsti prufuþátturinn tekinn upp.“ Alls verða sex þættir á dagskrá fram að jólum en auk Steinunnar sér Arnar Jónsson um upptöku og klippingu og Ásdís María Grétars- dóttir aðstoðar við upptöku þátt- anna. „Við eigum enn eftir að taka það fyrir sem gerist úti á landi og vonumst til að komast í að gera framhaldsþætti af þessum sex. Gróskan er svo mikil í þessum heimi að við náðum aðeins að gera broti af því sem er í gangi hér á höfuðborgarsvæðinu skil. Við ein- blíndum líka á hönnuði sem hafa fagið að lífsviðurværi.“ Í þáttunum eru viðtöl við hönn- uði sem hafa mismunandi reynslu að baki, allt frá þeim sem eru nýbúnir að opna verslun og svo reynsluboltar sem eru sumir hverj- ir komnir í útflutning. „Við skoð- um einnig aðra þætti er viðkemur þessum heimi svo sem skóla í boði, birgja, efnisöflun og markaðssetn- ingu á vörum. Við gengum ekki út frá neinum stöðluðum spurningum heldur eru viðtölin persónuleg og margir sem deila skemmtilegum sögum. Viðtölin eru því allt öðru vísi en við bjuggumst við og veita fróðlega og skemmtilega innsýn í alls kyns króka og kima fatahönn- unar auk þess að veita praktískar upplýsingar.“ Þættirnir verða sem fyrr segir á dagskrá á mánudögum og hefjast klukkan 20.30. „Upphaflega hug- myndin að þáttunum var að miðla minni reynslu en sjálf hef ég lært ótrúlega margt af gerð þessara þátta,“ segir Steinunn. Nýir þættir um fatahönnun Steinunn Ketilsdóttir, þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni ÍNN, ásamt Arnari Jónssyni, sem sá um upptöku og klippingu þáttanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA teg. 98880 létt fylltur, mjúkur og æðislegur í BC skálum á kr. 4.350,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is teg. 100161 - létt fylltur og flottur í BC skálum á kr. 4.350,- vænar buxur í stíl á kr. 1.990,- TVEIR ALVEG SPLÚNKUNÝIR FULL BÚÐ af flottum fötum fyrir flottar konur Stærðir 40-60 vertu vinur á facebook Firði Hafnarfirði S: 555-4420 S K Ó H Ö L L I N Mikið úrval af kuldaskóm kr. 9.995 st. 24-32 kr. 10.995 st. 31-39 Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing einn barnaís eða Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag í Stöð 2 Vild. Tryggðu þér áskrift í dag! FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.