Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 28. október 2010 5 Eins flestir vita hefur gengið á ýmsu hér í Frakklandi undanfarið. Verkföll og ýmis konar mótmæli um allt land nærri lát- laust í tvær vikur aðallega vegna frumvarps um breytingar á eftir- launakerfinu hér í landi. Verkföll í samgöngum, í opinberri þjón- ustu og eldsneyti víða uppurið. Ástandið í landinu hefur ekki aðeins áhrif á daglegt líf fólks sem á í erfiðleikum með að kom- ast til og frá vinnu heldur einnig á allt efnahagslíf landsins. Versl- un og viðskipti dragast að sjálf- sögðu saman í þessu ástandi, fólk hefur einfaldlega um annað að hugsa en að kaupa kjóla. Haustið er mikilvægur tími í tískunni því september og október eru stærstu sölumán- uðirnir í vetrartískunni, sér- staklega hjá fínu tískuhúsunum. Verslun er líklega dreifðari hjá minni spámönnum og í ódýr- ari verslunarkeðjum þó að haustið sé einnig mikil- vægt hjá þeim. Í október- lok hafa flestir fastir við- skiptavinir komið við og hitt sinn fasta sölu- mann sem þeir treysta og endurnýjað innihald- ið í klæðaskápnum fyrir veturinn. Þeir sem koma lengra að eru búnir að skreppa til Parísar í inn- kaupaferð þegar kemur fram í nóvember enda oft lítið eftir í algeng- ustu stærðum. En þegar flug- samgöngur fara úr lagi, ferðum er aflýst, lestir ganga illa eða jafnvel ekki neitt, umferð er reglulega trufl- uð af kröfugöngum og ólátum, þá fækkar snarlega erlendum við- skiptavinum í París. Enda ekki skrýtið því hver vill eyða í París- arferð og sitja svo á hótelinu eða eyða fleiri klukkutímum hneppt- ur í umferðarhnút í leigubíl og komast hvorki lönd né strönd. Miklu auðveldara er bara að fara til Lundúna, New York eða eitt- hvert annað og koma seinna til Parísar þegar blóðið hefur róast í Frökkunum. Fjármálaráðherr- ann metur kostnað vegna verk- fallsins á dag vera 200-400 millj- ónir evra svo það er mikið í húfi. Í ferðamálageiranum tala sumir um allt að helmings fækkun á bókunum og á veitingastöðum má sjá verulega fækkun. Það er sama hvort litið er inn í fínu tískuhúsin á Avenue Montaigne eða í stóru maga- sínin eins og le Bon Mar- ché eða Printemps, starfsfólkið kvartar alls staðar yfir því að lítið sé að gera. Til að setja punktinn yfir i-ið í þessum lélega mánuði eru borgar- búar nú komnir í vetrarfrí kennt við allraheilagra- messu og margir skreppa burt. Loksins þegar kalt er í lofti og vetrarkápur ættu að seljast er enginn á staðnum til þess að kaupa þær. Góðu fréttirnar eru að að hægt verður gera góð kaup á útsölun- um í janúar. bergb75@free.fr Kjólakaup í kröfugöngu Lundúnabúinn og hönnuðurinn David Koma fór bil beggja með nýjustu línu sinni fyrir sumarið 2011. Tískusýning hönnuðarins Davids Koma sem var haldin á nýliðnum haustdögum hófst með fallegum bleikum og hvítum flíkum, sem minntu einna helst á ævintýra legar ballerínur og fíngerðar prinsess- ur. Flíkurnar þróuðust þó fljótt frá hinu settlega og yfir í meiri hörku og töffaraskap, með svörtu leðri og gylltum tónum, stór- um munstrum og etnískum áhrifum, sem hefur einmitt einkennt fyrri línur Koma. Hið breiða bil sem Koma fór með þessari sýn- ingu gaf til kynna nýjar víddir og áskorun á bæði hönnuð og áhorf- endur sem sóttu þessa fjölbreyttu sýningu. Fjöl- breytnin ætti að auðvelda aðdá- endum Koma að finna eitthvað við sitt hæfi, jafnt pjattrófur sem töffara. - jbá Pjattrófur og töffarar Mikilfengleg og etnísk munstur hafa einkennt fyrri framleiðslu Davids Koma. Pilsin eru að síkka og buxurn- ar að víkka. Tískustraumarnir koma úr ýmsum áttum þetta árið en á vefsíðunni www.style.com er að finna hugmyndir að því hvernig megi hressa upp á fataskápinn í takt við þá. Hér eru nokkrar: 1. Fáðu þér eitthvað hvítt og þá helst hvítan kjól í anda Francis- co Costa og Calvin Klein. 2. Fáðu þér flík með yfir- gengilegu prenti. 3. Fáðu þér kjól eða pils sem nær rétt niður fyrir hné. Í því sambandi er vert að kynna sér nýjustu línu Nar- ciso Rodriguez. 4. Fáðu þér flík í fjólubláu eða túrkís eins og Frida Giannini hjá Gucci leggur upp með. 5. Kauptu þér stóra skyrtu eða fáðu hana lánaða hjá kærastanum. 6. Skiptu þröngu buxunum út fyrir víðari týpu með háu mitti. Kærastaskyrtur og hólkvíðar buxur ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París kr. 19.900 Úlpur, kápur, hattar, húfur Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 NÝ BÚTASAU MSEFNI, ULL AREFNI, JER SEY, JOGGIN G, FLAUEL, S AMKVÆMISE FNI Au gl ýs in ga sím i Námskeið í andlits- og höfuðnuddi eru kennd í Heilsusetri Þórgunnu. Þar er hægt að læra andlits-, háls- og herða- nudd ásamt höfuð- nuddi. Þá er farið í punktanudd á andliti sem er talið virka vel á húðina og misfellur eins og poka undir augum og hrukkur. heilsusetur.is www.fm957.is ALLA DAGA FRÁ YNGVI 13 – 17 TOPPNÁUNGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.