Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 38
 28. OKTÓBER 2010 FIMMTUDAGUR Verslunartækni er innflutn- ings- og söluaðili á vörum, svo sem hillum og innréttingum, fyrir verslanir og vöruhús, veitinga- og þjónustufyrirtæki. Verslunartækni fagnar 20 ára starfsafmæli í ár. „Verslunartækni býður upp á heildar lausnir fyrir verslanir og vöruhús ásamt því að hafa gott úrval af öðrum vörum. Við leggj- um einnig mikið upp úr því að eiga vissa vöruflokka alltaf til á lager,“ útskýrir Sigurður Hinrik Teits- son, framkvæmdastjóri og eigandi Verslunartækni að Draghálsi 4. Helstu umboð Verslunartækni til margra ára eru Linde, Carrier, Isa, Itab, Pan Oston, Tensator, Vkf, Dsi svo einhver séu nefnd. „Þetta eru aðallega hillukerfi, kæli og frystitæki, innréttingar og vöruhúsalausnir. Einnig erum við með lyftara, innkaupavagna, öryggislausnir og ýmsar vörur tengdar markaðslausnum ásamt úrvali af vörum fyrir mötuneyti, veitingastaði og hótel,“ bætir Sig- urður við. „Um síðustu áramót keyptum við upp lager og tókum yfir sölu á öllu vörum frá Straumi-Hraðberg fyrir vöruhús. Þetta eru mjög góð umboð sem góð reynsla er komin á en þau hafa verið seld hér á landi í mörg ár eins og Mecalux, Crown, TCM og Beaverswood, Barton Storage og fleiri. Við sér- hæfum okkur einnig í ráðgjöf og hugmyndavinnu fyrir verslanir og fyrirtæki, ásamt því að gera teikningar og sjá um uppsetningu á þessum vörum.“ Starfsemi Verslunartækni er í dag á fjórum stöðum í borginni en unnið er að því að koma starfsemi fyrirtækisins allri undir eitt þak að Draghálsi 4. Eftir tuttugu ára starf er Sigurður ánægður með stöðu fyrirtækisins í dag. „Við í Verslunartækni erum bjartsýn á framtíðina því við höfum mjög góða samstarfsaðila bæði hér heima og erlendis. Við erum líka svo heppin að hafa haft frábært starfsfólk sem hefur stað- ið sig ótrúlega vel öll þessi ár. Það fengum við staðfest á dögunum þegar við fengum verðlaun hjá VR. Verslunartækni er fyrirmyndar- félag en við lentum í fjórða sæti sem Fyrirtæki ársins hjá VR.“ Heildarlausnir í hillum fyrir verslanir og vöruhús „Verslunartækni er fyrirmyndarfélag en við lentum í fjórða sæti sem Fyrirtæki ársins hjá VR,“ segir Sigurður Hinrik Teitsson, fram- kvæmdastjóri og eigandi Verslunartækni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Verslunartækni á 20 ára afmæli í ár en saga þess nær þá töluvert lengra aftur í tímann eða allt til ársins 1975 þegar fyrirtækið Mat- kaup byrjaði með deild sem ann- aðist ráðgjöf og sölu á innrétting- um,“ útskýrir Sigurður. „Eigendur Matkaupa voru á þessum tíma 40 kaupmenn héðan og þaðan af landinu. Á vormánuð- um 1990 var Matkaup hf. selt til Danól. Í kjölfarið seldi Danól Jóni Ísakssyni innréttingardeildina og stofnaði hann Verslunartækni í byrjun júní 1990 en Jón Ísaks- son hafði starfað og stýrt þessari deild frá upphafi. Í dag erum við með umboð fyrir tugi vörumerkja sem sum hver hafa verið leiðandi á markaðnum til fjölda ára. Einnig erum við í samstarfi við íslenska framleiðendur um sölu á þeirra vörum.“ Verslunartækni tuttugu ára Starfsmenn Verslunartækni á góðri stundu. S C H U L T E LAGERTECHNIK VERSLUNARTÆKNI www.verslun.is Hillukerfi fyrir allar stærðir vöruhúsa Lagerhillukerfi fyrir smávörulagerinn til í mörgum stærðum Starfsmannaskápar fyrir fyrirtæki og stofnanir LINDE hillukerfi sem hentar fyrir allar gerðir af verslunum DRAGHÁLS 4 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 535 1300 Verslunartækni þjónustar verslanir og fyrirtæki meðal annars með hillur og innrétt- ingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.