Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 58
42 28. október 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Bandaríski leikarinn Danny Trejo er andlit sem flestir kannast við. Og flestir vildu sleppa við að mæta í dimmu skuggasundi. En á bak við hrjúft og hörkulegt yfir- borð er saga sem er lyginni líkust. Kvikmyndin Machete eftir Robert Rodriguez er fyrsta kvikmynd- in þar sem bandaríski leikarinn Danny Trejo er í aðalhlutverki en hann hefur hingað til aðallega birst í litlum aukahlutverkum og þá helst sem sálarlaus slátrari. Myndin er framhald af mynd- broti sem birtist í Grindhouse, kvikmyndatvíleik Rodriguez og Quentins Tarantino. Myndin segir frá Machete, sem er ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó. Honum er falið af dularfullum manni að koma ríkisstjóraframbjóðanda fyrir kattarnef en sá vill alla ólög- lega innflytjendur úr sínu fylki. Machete er hins vegar illa svikinn og skotinn í bakið og upphefst þá mikil flétta með tilheyrandi blóð- baði og hasar. Saga Danny Trejo er mögn- uð. Hann er alinn upp í San Fern- ando dalnum og stundaði smá- glæpi á sínum yngri árum. Hann þróaði einnig með sér hnefaleika- hæfileika sem áttu eftir að koma honum til góða og ánetjaðist þar að auki heróíni. Þegar Trejo þurfti að sitja af sér nokkra dóma í San Quentin fangelsinu tók hann þátt í fylkiskeppni fanga í hnefaleikum og hafði sigur í bæði léttvigt og millivigt. Trejo virðist hafa tekið sig saman í andlitinu í kjölfarið því hann tók ástfóstri við tólf spora kerfið, sem hann hefur síðar sagt að hafi bjargað lífi sínu. Þegar Trejo losnaði úr fangelsi komst hann í íhlaupavinnu við gerð kvikmyndarinnar Runaway Train. Og þar bar handritshöfundurinn Edward Bunker kennsl á hann en Bunker og Trejo höfðu setið inni saman um stundarsakir. Bunker fékk hann til að þjálfa sjálfan Eric Roberts í hnefaleikum, sem endaði með því að leikstjóri myndarinnar lét Trejo hafa lítið hlutverk. Síðan þá hefur líf Danny Trejo legið upp á við. Ferill hans náði þó nýjum hæðum þegar hann hóf samstarf við Rodriguez í Despe- rado. Og síðan hefur hann alltaf getað bókað gott kvikmyndahlut- verk. Trejo er einstaklega dugleg- ur í kvikmyndagerðinni, birtist að meðaltali í fimm kvikmyndum á hverju ári og leikur bæði í sjón- varpi og á hvíta tjaldinu. Trejo er fjögurra barna faðir en stendur í skilnaði við eiginkonu sína, Debbie Trejo. freyrgigja@frettabladid.is Saga sem er lyginni líkust EINSTAKUR Bandaríski leikarinn Danny Trejo er einstakur og það er saga hans líka. Þessi fyrrverandi smáglæpamaður og heróin- neytandi náði að brjótast út úr viðjum afbrota og inn á hið hvíta tjald Hollywood. NORDIC PHOTOS/GETTTY Íbúar Nýja-Sjálands önduðu marg- ir hverjar léttar í gær þegar for- sætisráðherra landsins, John Key, tilkynnti að samningar hefðu náðst milli ríkisstjórnarinnar og kvik- myndafyrirtækisins Warner Bros. Það er því ljóst að tökur á tveimur myndum upp úr Hobbitanum, for- leiknum að Hringadróttinssögu, geta hafist í febrúar á næsta ári eins og ráðgert hafði verið. Warner Bros. hafði hótað að fara með myndina úr landi ef fyrirtæk- ið fengi ekki betri skattaívilnanir og vinnulöggjöfinni yrði breytt. Ríkisstjórnin féllst á það enda um ógnarstórt verkefni að ræða; talið er að um tvö þúsund Ný-Sjálend- ingar fái vinnu við gerð myndar- innar auk þess sem framleiðslan kemur með nokkrar krónur inn í hagkerfi landsins. Andy Serkis, sem er þekktastur fyrir hlutverk Gollris í Hringadróttinssögu, sagði í samtali við fjölmiðla áður en samningur var í höfn að það yrðu mikil vonbrigði ef myndin yrði ekki tekin upp í landinu. Aðdáendur þessarar vinsælu bókar geta því farið að hlakka til. Martin Freeman hefur verið ráð- inn í hlutverk Bilbó Bagga og Peter Jackson mun leikstýra myndinni en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að Guillermo del Toro myndi sitja í leikstjórastólnum. Fram- leiðsla myndarinnar hefur tafist töluvert sökum deilna við verka- lýðsfélög og erfiðleika við fjár- mögnun en nú virðist allt vera að smella saman. - fgg Lausn fundin á Hobbitanum ALLT Á FULLT Peter Jackson verður væntanlega kominn á fullt í febrúar á næsta ári þegar tökur á Hobbitanum hefjast. Leikarinn með flókna nafnið, Zach Galifianakis, er sagður eiga í viðræðum við fyrirtæki Jims Henson um að gera kvikmynd með Prúðuleikurunum ásamt Jason Segel. Myndinni hefur enn ekki verið gefið nafn en samkvæmt Emp- ire Online gengur hún undir hinu hógværa nafni The Greatest Muppet Movie Ever Made. Chris Cooper, Amy Adams og Rashida Jones hafa þegar samþykkt að leika í myndinni en ný brúða verður kynnt til leiks í myndinni, Walter. Söguþráðurinn er á þá leið að Segel og Walter reyna að hafa uppi á gamla genginu og fá það til að aðstoða við að bjarga gömlu kvikmynda- veri sem á að rífa. Leikstjóri myndarinnar er Flight of the Conchords-maðurinn James Bobin, en handritið var skrifað af Segel og Nick Stoller. Vafalítið kemur það ekkert á óvart að Galifianakis skuli orðaður við myndina því hann er ein- hver eftirsóttasti gaman- leikari Hollywood um þess- ar mundir. Galifianakis leikur einmitt aðalhlut- verkið í Due Date á móti Robert Downey Jr. sem verður frumýnd hér á landi 4. nóvember í nýju bíóhúsi Sambíóanna í Egilshöll. Zach Galifianakis í Prúðuleikarana EFTIRSÓTTUR Galifianakis er eftir- sóttur gamanleikari um þessar mundir og er orðaður við nýja Prúðuleikaramynd. > RIFIST UM ALLT Robert Downey Jr. er þekktur fyrir að vera fremur erfiður í sam- starfi og sannaði það við tökur á gaman- myndinni Due Date því hann reifst við leikstjóra myndar- innar, Todd Phill- ips, um hvert einasta atriði sem tekið var upp. Casey Affleck hyggst skella sér aftur í leikarabux- urnar eftir að hafa leikstýrt Joaquin Phoenix í gaman- heimildarmyndinni I‘m Still Here. Casey hyggst leika í kvikmyndinni Tower Heist en um has- argamanmynd er að ræða. Meðal þeirra sem munu leika í myndinni eru Ben Stiller, Eddie Murphy og Matthew Broderick. Myndin fjall- ar um hóp svikahrappa sem ákveða að svíkja leigjendur í háhýsi. Affleck með Stiller Tilboð kr.: 24.900 Verðlistaverð kr.: 33.200 Vinsælasta ryksugan frá Miele Miele Tango Plus Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar, með stillanlegu röri og úrvali fylgihluta. Þær hafa hlotið hæstu einkunn hjá neytendasamtökum í Þýskalandi. AFSLÁTTUR Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Hefur leikið tæplega tvö hundruð hlutverk og er því einn af- kastamesti leikari Hollywood samkvæmt imdb.com 200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.