Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 64
 28. október 2010 FIMMTUDAGUR48 sport@frettabladid.is BJARNI ÞÓR VIÐARSSON skoraði sitt fyrsta mark fyrir KV Mechelen er hann skoraði fjórða mark liðsins í 7-0 sigri á RC Waregem í sjöttu umerð belgísku bikarkeppninnar í gær. Bjarni Þór kom inn á sem varamaður í gær en hann hefur hingað til fengið fá tækifæri í byrjunarliði Mechelen. VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 515 7170 Undankeppni EM 2012 1. RIÐILL Makedónía - Eistland 30-25 2. RIÐILL Spánn - Litháen 33-17 3. RIÐILL Slóvenía - Pólland 34-31 4. RIÐILL Slóvakía - Ísrael 38-24 5. RIÐILL Þýskaland - Austurríki 26-26 Ísland - Lettland 28-26 6. RIÐILL Noregur - Holland 35-30 Tékkland - Grikkland 32-20 7. RIÐILL Danmörk - Hvíta-Rússland 41-33 Rússland - Sviss 36-34 Iceland Express d. kvenna Njarðvík - Grindavík 67-54 (39-29) Stig Njarðvíkur: Dita Liepkalne 24 (16 fráköst, 7 stolnir), Shayla Fields 23 (5 fráköst), Eyrún Líf Sigurðardóttir 6, Árnína Lena Rúnarsdóttir 6, Ína María Einarsdóttir 4, Heiða Valdimarsdóttir 2, Ólöf Helga Pálsdóttir 2. Stig Grindavíkur: Berglind Anna Magnúsdóttir 13 (5 fráköst), Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 11 (6 frák- öst), Charmaine Clark 10, Helga Hallgrímsdóttir 8 (10 fráköst), Harpa Hallgrímsdóttir 8 (17 fráköst, 5 stoðsendingar), Alexandra Marý Hauksdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2. Enski deildabikarinn Newcastle - Arsenal 0-4 0-1 Tim Krul, sjálfsmark (45.), 0-2 Theo Walcott (53.), 0-3 Nicklas Bendtner (83.), 0-4 Theo Walcott (88.). West Ham - Stoke 3-1 0-1 Kenwyne Jones (6.), 1-1 Scott Parker (84.), 2-1 Da Costa (96.), 3-1 Victor Obinna (118.). Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem vara- maður á 58. mínútu. Aston Villa - Burnley 2-1 1-0 Emile Heskey (86.), 1-1 Clarke Carlisle (89.), 2-1 Stewart Downing (96.). Þýska bikarkeppnin Hoffenheim - Ingolstadt 1-0 Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Hoffenheim en var skipt af velli í uppbótartíma. Hollenska úrvalsdeildin Graafschap - AZ 2-1 Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður í liði AZ á 88. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson var á bekknum allan leikinn. Norska úrvalsdeildin Fredrikstad - Levanger 24-20 Berglind Íris Hansdóttir, marrkvörður, lék með Fredrikstad. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði tvö mörk fyrir Levanger sem Ágúst Þór Jóhannsson þjálfar. ÚRSLIT Ísland - Lettland 28-26 Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 6/4 (11/5), Róbert Gunnarsson 5 (5), Logi Geirsson 5 (6), Ásgeir Örn Hallgríms- son 5 (6), Þórir Ólafsson 3 (3), Arnór Atlason 2 (7), Sigurbergur Sveinsson 1 (1), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (4/1). Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 16/1 (33/2) 48%. Hraðaupphlaup: 3 (Þórir, Róbert, Ásgeir). Fiskuð víti: 6 (Róbert 6). Utan vallar: 8 mín. HANDBOLTI Þrátt fyrir áberandi van- mat og dapran leik tókst íslenska landsliðinu að kreista fram sigur á Lettlandi, 28-26, í fyrsta leik liðs- ins í undankeppni EM. Ísland er því á toppnum eftir fyrstu umferð þar sem Þýskaland og Austurríki gerðu jafntefli. Íslenska liðið mætti hálf vankað til leiks og alls ekki tilbúið í slag- inn. Lettarnir voru aftur á móti klárir í slaginn og hreinlega keyrðu yfir íslenska liðið á upp- hafsmínútunum. Staðan var 1-5 fyrir Letta eftir sjö mínútna leik. Íslenska liðið var á þessum kafla á hálfum hraða, hljóp ekki til baka og beið eftir því að hlutirnir gerð- ust af sjálfu sér. Þessi fína byrjun Letta vakti liðið af Þyrnirósarsvefni og strák- arnir fóru loksins að spila af ein- hverjum krafti. Hægt og bítandi vann liðið upp muninn og náði loks að jafna, 10-10. Á þeim kafla fór Róbert Gunnarsson mikinn en hann fiskaði fimm víti í fyrri hálf- leik og nánast undantekningalaust varnarmann Letta af velli í leið- inni en þeir voru alls utan vallar í 10 mínútur í fyrri hálfleik. Hreiðar kom líka í markið og varði vel en Björgvin hafði ekki tekist að verja neinn bolta þær mínútur sem hann stóð á milli stanganna. Það skemmdi heldur ekkert fyrir að dómararnir voru frekar hliðhollir íslenska liðinu. Miðað við þá staðreynd var frek- ar dapurt að leiða aðeins með einu marki í leikhléi, 14-13. Eflaust héldu margir að íslenska liðið myndi hrökkva í gírinn í síð- ari hálfleik en svo var nú alls ekki. Liðið hélt áfram að basla á báðum endum vallarins og Lettarnir neituðu að gefa sig. Dómararnir höfðu þess utan snúist og dæmdu með Lettum í síðari hálfleik. Ein- kennileg sending frá Sviss. Það var enn jafnt þegar sjö mín- útur voru eftir af leiknum og fátt sem benti til þess að Ísland myndi hrista gestina af sér. Þá steig íslenska liðið loksins á bensínið og kláraði leikinn. Ólafur Stef- ánsson, sem var að spila sinn 300. leik, steig upp og skoraði sín einu mörk utan af velli. Þau voru mikil- væg. Erfiður sigur en stigin telja. Frammistaða íslenska liðsins í leiknum olli samt gríðarlegum vonbrigðum. Liðið var einfaldlega slakt. Sóknarleikurinn var þokka- legur lengstum en vörnin var í molum nánast allan leikinn. Hreiðar var flottur í markinu, Róbert var magnaður, Logi var öflugur á báðum endum vallarins þrátt fyrir veikindi og Ásgeir átti flotta innkomu. Aðrir voru einfald- lega slakir og þurfa að girða sig í brók fyrir leikinn gegn Austur- ríki um helgina. Annars tapast sá leikur. henry@frettabladid.is Lettarnir ekki svo léttir Íslenska landsliðið í handknattleik olli mikli vonbrigðum gegn Lettlandi í gær. Strákarnir sluppu þó með sigur sem var afar naumur en varnarleikurinn var sérstaklega slakur. Margt þarf að laga fyrir leikinn gegn Austurríki um helgina. HÁLL SEM ÁLL Lettnesku varnarmennirnir áttu oftar en ekki í miklum vandræðum með Róbert Gunnarsson í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI „Þetta var mjög lélegt og okkur ekki til sóma að spila svona leik. Menn komu bara ekki tilbún- ir í þetta frá byrjun og þeir voru hraðari en við í öllum aðgerðum. Þegar upp er staðið var þetta mjög erfiður leikur fyrir okkur og við getum bara þakkað fyrir að hafa náð í tvö stig,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir leikinn í gær. „Það var algjör óþarfi að vera að koma sér í svona fáránlega stöðu, það er það sem ég er óánægður með. Það var eitt og annað sem klikkaði, þetta var léleg- ur varnarleikur og sóknarleikurinn á köflum stirður og vandræðalegur. Við þurfum að gera miklu betur ef við ætlum að ná hagstæðum úrslitum gegn Austur- ríki.“ Leikurinn í gær var tímamótaleikur hjá Ólafi Stef- ánssyni því hann var að spila sinn 300. landsleik fyrir Ísland. Hann viðurkenndi að hafa gjarnan viljað fá betri leik á þessum tímamótum. „Þetta var mjög slakur leikur hjá okkur og það eigin- lega allan tímann. Þetta var erfið fæðing og vörnin vafasöm. Við erum mjög ósáttir við að vinna aðeins með tveimur mörkum en sættum okkur þó við þessa tvo punkta,“ sagði Ólafur ekkert allt of sáttur. „Menn voru greinilega ekki klárir í slaginn en við lærum af þessu og vonandi nýtist þetta okkur í leikn- um gegn Austurríki um helgina. Við verðum samt að fara vel í gegnum vörnina hjá okkur. Það var afar mikilvægt að klára leikinn en annars er fátt gott um hann að segja.“ - egm, hbg Guðmundur Guðmundsson og Ólafur Stefánsson eftir leikinn í gær: Getum þakkað fyrir tvö stig 300. LEIKURINN Ólafur fer hér framhjá Aivis Jurdzs, skyttunni öflugu, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Theo Walcott skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Arsenal á New- castle í ensku deildabikarkeppn- inni í gær en þrír leikir fóru þá fram. West Ham vann Stoke, 3-1, og Aston Villa vann Burnley, 2-1, í framlengdum leikjum. Arsenal hafði góð tök á leikn- um í gær en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hrósaði Walcott eftir leikinn. „Theo Walcott er 21 árs gam- all. Aðrir leikmenn hefja sinn feril á þessum aldri. Hann er mjög ungur og afar klókur leik- maður. Þess vegna hef ég trú á því að hann muni halda áfram að þróa sinn leik eins og venjulegt er fyrir mann á hans aldri,“ sagði Wenger. Eiður Smári Guðjohnsen var óvænt ekki í byrjunarliði Stoke eins og Tony Pulis, stjóri liðsins, hafði gefið í skyn fyrir leikinn. Hann kom þó inn á sem vara- maður á 58. mínútu og fékk því dýrmætar mínútur í gær. - esá Enski deildabikarinn: Walcott minnti rækilega á sig FAGNAÐ Cesc Fabregas og Nicklas Bendtner fagna í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Þýskaland lenti í mikl- um vandræðum með Austurríki á heimavelli í undankeppni EM 2012 í gær en þessi lið eru með Íslandi í riðli. Niðurstaðan var jafntefli, 26- 26, eftir að Austurríki hafði verið með sex marka forystu í hálfleik, 14-8. Austurríki leiddi næstum allan leikinn en jöfnunarmark Þjóðverja skoraði Adrian Pfahl á lokasekúndum leiksins. Marga sterka leikmenn vantaði í þýska liðið að þessu sinni. Ísland mætir Austurríki í Wiener Neustadt á laugardaginn. - esá Leikið í riðli Íslands í gær: Stálheppnir Þjóðverjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.