Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 70
54 28. október 2010 FIMMTUDAGURMORGUNMATURINN „Tracey kom hingað fyrir sex árum síðan, þegar við gáfum út bókina hennar Súpersex. Og það má eiginlega segja að hún hafi fallið fyrir landi og þjóð,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, bókaút- gefandi hjá Forlaginu. Kynlífs- og sambandssérfræðingurinn Tracey Cox heimsækir Ísland á nýjan leik 10. nóvember til að kynna bókina sína Lostaleikir. „Tracey hefur margoft óskað eftir því að fá að koma hingað aftur. Hún hlaut mjög góðar viðtökur hjá þjóðinni á sínum tíma og kenndi Íslendingum heilmikið um rómantík og nýstár- leg rekkjubrögð.“ Jóhann sjálfur segist ekki hafa notið persónulegrar leiðsagnar hennar heldur hafi samband þeirra eingöngu verið á faglegum nótun- um. „Ástæðan fyrir því að fáum hana til landsins er sá mikli drungi og þungi sem hvílir yfir samfélag- inu. Við erum auðvitað að gefa út nýja bók eftir hana en ég held að Íslendingar hafi gott af því að fá ráð hjá henni varðandi rómantík og rekkjubrögð því Tracey fullyrð- ir í nýju bókinni að hún geti hjálp- að til við að senda fólk upp í sjö- unda unaðsheiminn. Og hver hefur ekki gott af því á þessum síðustu og verstu?“ Jóhann lumar jafnframt á leynd- armáli sem ekki hefur áður verið dregið fram í dagsljósið en Trac- ey átti í rómantísku ástarsambandi við íslenskan karlmann meðan á dvöl hennar stóð fyrir sex árum. „Og það var ekkert til að draga úr áhuga hennar á heimsókninni,“ segir Jóhann og bætir því við að karlpeningurinn hafi gengið með grasið í skónum á eftir Cox, sumir hafi gengið lengra en aðrir og jafn- vel þjónar á fínustu veitingastöð- um hafi gert hosur sínar grænar fyrir henni. „Íslenskir karlmenn mega vera stoltir því Tracey er mikill sér- fræðingur á sínu sviði og hátt skrifuð,“ segir Jóhann og bætir því við að hann viti ekki betur en að Tracey sé á lausu um þessar mundir. freyrgigja@frettabladid.is JÓHANN PÁLL: TRACEY COX ÁTTI Í ÁSTARSAMBANDI HÉR FYRIR SEX ÁRUM Heimsþekkt daðurdrottning á leið til Íslands á nýjan leik COX VINSÆL Tracey Cox naut mikilla vinsælda hjá hinu kyninu þegar hún heimsótti Ísland fyrir sex árum. Þá átti hún, að sögn útgefandans Jóhanns Páls, í ástarsambandi við íslenskan mann. Hún sækir landið heim aftur 10. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Ég fæ mér yfirleitt alltaf hafragraut í morgunmat. Ég fæ mér samt alltaf hafragraut á leikdegi. Stundum leyfi ég mér meira að segja að setja kanil- sykur út á.“ Karen Knútsdóttir, landsliðskona í handbolta. Ísland hefur verið tekið af svört- um lista tryggingarfélaga sem sér- hæfa sig í að tryggja kvikmynda- gerð utan Ameríku. Ísland lenti á þessum lista þegar eldgosið í Eyja- fjallajökli stóð sem hæst og flug- samgöngur um allan heim rösk- uðust. Fulltrúi stórfyrirtækisins Warner Bros. gerði úttekt á nokkr- um atriðum hér á landi sökum þess að fyrirtækið leitar nú að tökustað fyrir stórmynd sem það hyggst framleiða og kemur Ísland til greina sem mögulegur töku- staður. Leifur B. Dagfinnsson, framleið- andi hjá True North, segir þetta ánægjulegt enda hafi eldgosið sett strik í reikninginn og þá ekki síst tryggingarþáttinn. Leifur bendir jafnframt á að allur kraftur hafi verið lagður í ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar en minna hafi borið á átaki vegna kvikmyndagerð- ar. „Menn geta bara horft til Nýja- Sjálands og hversu mikils virði kvikmyndagerð er í þeirra huga og spurt sig hvort íslensk stjórn- völd séu að gera nóg,“ segir Leif- ur. Eins og kemur fram á öðrum stað í Fréttablaðinu leiddi forsæt- isráðherra Nýja-Sjálands samn- inganefnd við Warner Bros. vegna kvikmyndanna um Hobbitann eftir Peter Jackson sem tryggir hátt í tvö þúsund manns vinnu. - fgg Ísland fær samþykki frá Hollywood ELDGOSINU LOKIÐ Tryggingarfélög í Hollywood eru nú reiðubúin að tryggja kvik- myndagerð á Íslandi eftir að eldgosið setti landið á svartan lista. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er mjög gott lag, svo von- andi gengur þetta upp hjá okkur,“ segir Kristmundur Axel Krist- mundsson sem frumflutti lagið „Það birtir alltaf til“ á tónlistar- stöðinni FM 957 í gær. Kristmund- ur Axel sló í gegn í Söngkeppni framhaldsskólanna síðasta vor þegar hann rappaði lag um pabba sinn. Kristmundur hefur síðustu mán- uði fylgt eftir vinsældum lagsins, Komdu til baka, en nú er hann til- búinn að taka næsta skref. Með honum syngur Elín Lovísa Elías- dóttir, en hún er yngri systir söng- konunnar Klöru Óskar Elíasdótt- ur sem söng með Nylon en er nú í söngflokknum The Charlies. „Elín Lovísa er rosalega góð og það var gaman að vinna með henni,“ segir Kristmundur. Elín sjálf var ekki viðstödd í hljóðveri FM 957 þegar lagið var frumflutt. „Ég var ekki á staðnum en var með stillt á FM og fannst þetta æði,“ segir Elín Lovísa. Klara Ósk, systir Elínar, er löngu orðin þekkt innan tónlistargeirans og því athyglisvert að vita hvort Elín stefni hærra en systir sín. „Ef þetta lag slær í gegn er aldrei að vita hvað tekur við. Er hægt að verða eitthvað frægari en hún?“ segir Elín og hlær. Kristmundur Axel segist ekki vita hvort von sé á fleiri lögum frá honum. „Við byrjum bara á þessu og sjáum svo til hvað gerist.“ Það voru strákarnir í Stop Wait Go sem sáu um útsetninguna á lag- inu en þeir hafa verið að útsetja lög fyrir The Charlies, Frikka Dór, Haffa Haff, Steinda jr. og fleiri. - ka Kristmundur Axel með nýtt lag „Við duttum í lukkupottinn og endur heimtum allan lagerinn okkar gegn fundarlaunum,“ segir Mundi fatahönnuður en Frétta- blaðið sagði frá því um daginn að brotist hefði verið inn í nýopnaða búð hans á Laugaveginum og lager- inn nánast tæmdur. „Við fengum allt til baka og þurfum því ekki spá í þessu meir sem er mikill léttir,“ segir Mundi. Hann er þessa dagana að undir- búa frumsýningu hér á landi á sinni fyrstu stuttmynd sem nefn- ist Rabbit Hole. Myndin var sýnd í fyrsta skiptið á tískuvikunni í París þar sem henni var vel tekið. „Viðtökurnar voru frábærar og áhorfendur voru ánægðir,“ segir Mundi en hann er bæði handrits- höfundur og leikstjóri myndar- innar en aðstandendur netmiðils- ins Daze Digital hrifust af henni og verður hún sýnd þar á næstu dögum. En hvað er tískustuttmynd? „Þetta er kannski ekki beint tískustuttmynd heldur meira svona súrrealískt ævintýri. Allir leikarar klæðast fötum frá mér og auðvit- að sýnir hún fatnaðinn vel,“ segir Mundi en myndin hefur lúmska tengingu við ævintýrið um Lísu í Undralandi og fjallar um unga og sæta norn, sem leikin er af fyrir- sætunni Brynju Jónbjarnadóttur. Hún lendir í ýmsum ævintýrum í myndinni rétt eins og Lísa. Myndin verður sýnd í kvöld í Bíó Paradís klukkan 20 og býður Mundi alla velkomna að sjá hana. „Ég hlakka mikið til að sýna mynd- ina hér heima og get vel trúað mér til að setjast í leikstjórastólinn aftur. Þetta var mjög gaman.“ - áp Mundi fékk fötin sín aftur Í LEIKSTJÓRAHLUTVERKI Fatahönn- uðurinn Mundi frumsýnir sína fyrstu stuttmynd í kvöld og er spenntur að sjá viðbrögðin hjá samlöndum sínum en myndin fékk góðar viðtökur á tískuvikunni í París. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR NÝTT DÚÓ Kristmundur Axel og Elín Lovísa voru að senda frá sér lagið Það birtir alltaf til. Elín Lovísa er yngri systir Klöru úr Nylon. Í bakgrunni eru upptökustjórarnir í Stop Wait Go. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lau 30.10. Kl. 20:00 4. sýn Sun 31.10. Kl. 20:00 5. sýn Fös 5.11. Kl. 20:00 6. sýn Lau 6.11. Kl. 20:00 7. sýn Fim 11.11. Kl. 20:00 8. sýn Fös 12.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Sun 21.11. Kl. 15:00 br. sýn.tími Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 28.11. Kl. 20:00 Lau 30.10. Kl. 13:00 Lau 30.10. Kl. 15:00 Sun 31.10. Kl. 13:00 Sun 31.10. Kl. 15:00 Lau 6.11. Kl. 13:00 Lau 6.11. Kl. 15:00 Sun 7.11. Kl. 13:00 Sun 7.11. Kl. 15:00 Lau 13.11. Kl. 13:00 Lau 13.11. Kl. 15:00 Sun 14.11. Kl. 13:00 Sun 14.11. Kl. 15:00 Lau 20.11. Kl. 13:00 Lau 20.11. Kl. 15:00 Sun 21.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 15:00 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 15:00 Fim 28.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Lau 30.10. Kl. 20:00 Sun 31.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Fös 5.11. Kl. 20:00 Lau 6.11. Kl. 20:00 Fim 11.11. Kl. 20:00 Fös 12.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Lau 27.11. Kl. 20:00 Fös 3.12. Kl. 20:00 Lau 4.12. Kl. 20:00 Mið 27.10. Kl. 19:00 Fim 28.10. Kl. 19:00 Mið 3.11. Kl. 19:00 Aukas. Sun 7.11. Kl. 19:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Sun 14.11. Kl. 19:00 Mið 24.11. Kl. 19:00 Aukas. Fim 25.11. Kl. 19:00 Aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 Aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 Aukas. Fös 29.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fim 18.11. Kl. 20:00 Aukas. Fös 26.11. Kl. 20:00 Fim 2.12. Kl. 20:00 Aukas. Fös 3.12. Kl. 20:00 Ö Ö U U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) U U Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö U Ö Ö U Ö U U U Ö Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 14:30 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 14:30 Lau 4.12. Kl. 11:00 Lau 4.12. Kl. 13:00 Lau 4.12. Kl. 14:30 Sun 5.12. Kl. 11:00 Sun 5.12. Kl. 13:00 Sun 5.12. Kl. 14:30 Leitin að jólunum U U Ö U U Ö Ö Ö Ö U U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.