Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 20
20 30. október 2010 LAUGARDAGUR A ðbúnaður barna sem vist- uð voru á vist- og með- ferðarheimilum ríkisins hefur verið áberandi í umræðunni síðustu miss- eri. Vistheimilanefnd hefur frá árinu 2007 unnið að úttekt á starfsemi þessara stofnana og birti í síðasta mánuði þriðju skýrslu sína, þar sem rannsókn beindist að Silungapolli, Reykjahlíð og Jaðri. Hvað varðar Heimavistarskólann að Jaðri var það niðurstaða nefndar- innar að ekki þætti sannað að ofbeldi hafi viðgengist á þeirri stofnun, en sú niðurstaða er ekki í samræmi við upp- lifun Jens Jenssonar, sem dvaldi á Jaðri um fjögurra ára skeið. Jens segir í sam- tali við Fréttablaðið að ekki líði sá dagur að hann hugsi ekki til þess ofbeldis og óréttlætis sem hann var beittur þar. Á Jaðar sökum fátæktar „Við vorum átta systkinin og mamma okkar var oft veik. Hún var smávaxin og grönn og með átta börn sem tók mikið á hana og hún var þess vegna mikið á spítala.“ Jens var átta ára gamall þegar honum og yngri bróður hans var komið fyrir á Jaðri, árið 1966. Engin óregla var á heimilinu og engin hegðunarvandamál hjá þeim bræðrum, en mikil fátækt á stóru heimili og flest systkinin voru til skemmri eða lengri tíma tekin af heim- ilinu og vistuð á vistheimilum og í skól- um. Ofbeldi einkenndi lífið á Jaðri þar sem drengirnir slógust miskunnarlaust sín á milli fyrir utan það sem þeir máttu þola af hendi sumra kennara, segir Jens. Strax á fyrsta degi á Jaðri réðist annar drengur að Jens með ofbeldi. Það sem vakti athygli hans var þó að kenn- ari sem varð vitni að árásinni gerði ekki neitt til að sporna við henni. „Hann aðhafðist ekkert og það var fyrirboði um það viðhorf sem kennar- arnir þar höfðu gagnvart slagsmálum og ofbeldi.“ Misþyrmt alvarlega Jens tiltekur mörg önnur dæmi um ofbeldið sem viðgekkst á Jaðri. Til dæmis var hann eitt sinn læstur úti að vetri til, berfættur í skyrtu og buxum einum fata. Á endanum gekk Jens, ber- fættur, 15 kílómetra leið heim til sín og tók ferðin nærri þrjá klukkutíma í níst ingskulda. Alvarlegasta atvikið átti sér þó stað þegar Jens var tíu ára gamall, en þá misþyrmdi kennari honum með þeim afleiðingum að hann var lagður inn á sjúkrahús. Aðdragandi málsins var sá að hann hafði verið að tuskast við vini sína í ærslaleik þegar kennarinn kallaði hann til sín inn í anddyri hússins. „Það næsta sem gerðist var að hann greip mig föstu taki um hálsinn, sneri mér við og slengdi höfðinu á mér harka- lega í vegginn. Við þetta vankaðist ég og var hálf rænulaus, en hann hélt mér upp við vegginn og kýldi mig í maga, brjóstkassa og andlit.“ Daginn eftir fór hann heim í helgarfrí, en var þá umsviflaust fluttur á slysadeild, enda mikið bólginn í and- liti og með glóðarauga á báðum augum. Við læknisskoðun kom í ljós að Jens var með heilahristing og bólgur og mar í kringum kviðarhol, en hin and- legu sár sem þessi árás skildi eftir sig voru hálfu verri. „Þetta hefur fylgt mér alla tíð síðan, og sem barn var ég stanslaust að endur- upplifa þennan atburð og reyna að finna einhverja ástæðu eða eitthvað sem ég hefði gert til að eiga þetta skilið.“ Jens segir þetta hafa legið á sér allt fram á fullorðinsár, eða þangað til hann eignaðist sjálfur barn. Þá áttaði hann sig á því að ástæðan hefði legið hjá kennaranum og fyrir tilviljun hefði hann orðið fyrir barðinu á honum í þetta skiptið. Ofbeldi smitast til nemenda Jens segist geta tínt til ótal dæmi um ofbeldið sem viðgekkst í heimavistar- skólanum. „Vistin á Jaðri var hryllileg og þrátt fyrir að vissulega hafi verið einhverjar góðar stundir inn á milli, man ég ekki eftir einum einasta degi þar sem ekki voru einhver slagsmál eða ofbeldi í gangi.“ Jens segir ofbeldið hafa tekið sér ból- festu í hópi kennaranna á þessum árum og þeirra menning hafi einkennst af ofbeldi. Ekki er síður ámælisvert, að mati hans, að kennarar og starfsfólk hafi látið undir höfuð leggjst að koma í veg fyrir ofbeldi. Þar hafi stærri strák- arnir miskunnarlaust misþyrmt þeim yngri í slagsmálum. „Það er einmitt þetta sem þarf að koma í veg fyrir. Þetta gerðist á Jaðri og Breiðavík og víðar. Svona mynd- ast þetta og það verðum við að stöðva. Utanaðkomandi aðilar þurfa að benda á hvað er að áður en það magnast upp.“ Þoldi ekki við í skóla Jens yfirgaf Jaðar fyrir fullt og allt þegar hann var 12 ára gamall og fór eftir það í Reykjahlíð, þaðan í Réttar- holtsskóla um skamma hríð og svo í skóla í Mosfellssveit þar sem hann seg- ist hafa upplifað allt annað og eðlilegra ástand. Þrátt fyrir það var breyting- in svo mikil að hann hrökk í baklás og mælti vart orð af munni í heilt ár. „Það var bara sjokk að vera allt í einu kominn í umhverfi þar sem maður var ekki alltaf að berjast.“ Hann fór eftir það í Fellaskóla en flosnaði upp úr námi og vann eftir það ýmis verkamannastörf. Jens segir þessa andstöðu hans við skólagöngu eina afleiðingu hinnar bitru reynslu hans og annarra drengja frá þessum árum. „Meirihluti strákanna sem voru þarna eru ólærðir í dag og ég sjálfur áttaði mig á því síðar, þegar ég ætlaði í kvöldskóla, að ég hataði skóla. Við það rifjuðust upp minningar sem ég vildi helst forðast.“ Jens bætir því þó við að margir pilt- anna hafi gert það gott síðar á lífsleið- inni. Reiður vegna skýrslu Þegar Jens fékk boð um að koma fyrir vistheimilanefndina og segja sína sögu leit hann á það sem gott tækifæri til að koma hinu sanna á framfæri. „Ég var ekkert að hugsa um peninga eða neitt þess háttar. Ég vildi bara koma minni sögu á framfæri áður en ég dræpist.“ Þegar í viðtalið var komið sagði Jens frá stærstu tilvikunum sem höfðu setið í honum, en bætti því við að hann gæti Gleymir ekki ofbeldinu á Jaðri Jens Jensson dvaldi á Heimavistarskólanum að Jaðri í fjögur ár. Þar upplifði hann ofbeldi og óréttlæti daglega og hefur ekki enn beðið þess bætur. Í samtali við Þorgils Jónsson segist hann afar ósáttur við niðurstöður Vistheimilanefndar, sem hafi gert lítið úr frásögnum hans og annarra af ofbeldinu sem þar viðgekkst af hendi kennara og nemenda. ÚTTALAR SIG UM OFBELDI Jens Jensson upplifði mikið ofbeldi á þeim fjórum árum sem hann dvaldi á Heimavistarskólanum að Jaðri, meðal annars af hendi kennara. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ■ Heimavistarskólinn að Jaðri var staðsettur við Gvendarbrunna í Heiðmörk, ekki langt frá núver- andi byggð í Norðlingaholti. Hann var starfræktur á árunum 1946-1973. ■ Á starfstíma Jaðars voru þar alls 378 nemendur á aldrinum 6-16 ára. Flestir, eða tæp 80%, dvöldu þar aðeins einn eða tvo vetur. ■ Skólinn var í fyrstu ætlaður börnum sem „spilltu starfi skóla“ eða voru „miður heppileg fordæmi“ fyrir önnur börn. Hins vegar voru sumir drengirnir, líkt og Jens, vistaðir þar sökum fátæktar á heimili. ■ Af 378 nemendum komu 54 til viðtals við vist- heimilanefnd, eða 14,3% af heildarfjölda. ■ Á tímabilinu 1963-1973, sem var eitt af viðmið- unartímabilum nefndarinnar, voru 138 nemendur á Jaðri, þar á meðal Jens. Nefndin tók til greina viðtöl sín við 24 fyrrverandi nema, þar sem 14 sögðu reynslu sína í heildina litið jákvæða, en 10 sögðu að vistin hafi ekki verið góð og greindu sex þeirra frá ofbeldi af höndum starfsmanna, nánar tiltekið tveggja kennara. ■ Þrátt fyrir það var niðurstaða nefndarinnar að: „Þótt ekki sé í sjálfu sér ástæða til að draga í efa þessar frásagnir telur nefndin að á þeim grund- velli verði ekki dregin sú almenna ályktun að meiri líkur en minni séu á því að starfsmenn eða kennarar skólans hafi beitt nemendur illri með- ferð eða ofbeldi […].“ ■ Þá segir einnig: „Hefur nefndin áður lagt til grundvallar í störfum sínum að þvingunarráðstaf- anir eða líkamleg valdbeiting hafi undir einhverj- um kringumstæðum verið réttlætanleg, en þó eingöngu að uppfylltum lagaskilyrðum fyrir slíkri valdbeitingu, svo sem neyðarvarnarsjónarmiðum.“ Heimild: 2. áfangaskýrsla vistheimilanefndar ■ SKÝRSLUBROT FRÁ JAÐRI: lengi talið upp. Útkoman var hins vegar vonbrigði, eins og fram hefur komið, því að í skýrslunni segir að ekki séu miklar líkur á að nemendur hafi almennt verið beittir ofbeldi. Jens finnst lítið til skýrslunnar koma þar sem mestallt sem fram kemur þar komi ofbeldi á börnum ekkert við. „Skýrslan er stór en þarna er mikil vinna sem hefur farið í ekki neitt! Það sem gerðist á Jaðri eru örfáar blað- síður. Svo er verið að vitna í plögg og annað sem skipta engu í sambandi við ofbeldi.“ Hann er einnig reiður yfir því að í skýrslunni sé minna mark tekið á vitnis- burði nemendanna en kennaranna. Misjöfn upplifun Jens segir þó að greinilegt sé af því hve fáir hafi tjáð sig við nefndina að lítill vilji sé í þessum hópi til að tjá sig um reynsluna á Jaðri. „Þetta er í raun rök- rétt því að strákarnir vilja ekkert fara aftur í þennan tíma frekar en ég.“ Jens bætir því við að í skýrslunni sé ekki tekið tillit til þess að nemendur hafi komið frá mismunandi heimilum og upplifi því vistina á misjafnan hátt. Sumir, líkt og hann sjálfur, hafi verið vistaðir þar sökum fátæktar, en aðrir komu frá heimilum þar sem ofbeldi og misnotkun var jafnvel daglegt brauð. Það skipti því máli við hvað er miðað þegar talað er um jákvæða eða nei- kvæða upplifun. „Ég veit ekki um einn einasta mann sem var þarna sem talar ekki um þetta sem hryllilega vist,“ segir Jens, en bætir því við að enn séu margir sem hann þekki sem geti ekki rætt um reynslu sína á Jaðri og þeir hafi ekki heldur tjáð sig við nefndina. Vonast eftir breytingum Jens er því afar ósáttur við niðurstöðu skýrslunnar þar sem honum finnst vanta mannlega þáttinn. Meðal annars er talað um að valdbeiting hafi undir vissum kringumstæðum verið rétt- lætanleg til að „kveða niður óæskilega hegðun nemenda“. „Ég er ekki að efast um að fólkið í nefndinni er gott fólk,“ segir Jens, „en það er ekki að horfa á okkur sem börn á aldrinum 7 til 12 ára.“ Jens segist þó vonast til þess að saga hans verði til þess að nefndin muni íhuga stefnu sína. „Í mínum huga er það að segja frá þessum hlutum aðferð til að forða því að þeir endurtaki sig,“ segir Jens og bætir því við að honum þyki skýrslan breiða yfir vandamálin sem voru til staðar. Þarna viðgekkst ofbeldiskúltúr og það verður að viðurkenna það. Þessu eiga eftirlitsaðilar að leita að því ann- ars er hægt að skrifa hundrað skýrslur án þess að nokkuð gerist. Ég er að vona að eftir þessa grein muni nefndin horfa öðruvísi á þær stofnanir sem enn á eftir að rannsaka.“ Ég veit ekki um einn ein- asta mann sem var þarna sem talar ekki um þetta sem hrylli- lega vist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.