Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 28
28 30. október 2010 LAUGARDAGUR É g flutti til Danmerkur sex ára gömul þannig að ég hef aldrei verið í skóla hér á Íslandi og hafði ekki búið hér fyrr en ég sótti um leyfi frá starfi mínu í Danmörku 2008. Hingað kom ég þó alltaf á sumrin til að heimsækja ættingja, pabbi minn bjó hér þar til fyrir nokkrum árum. Mig langað alltaf til þess að koma hingað og prófa að búa hér, en sló því alltaf á frest. Ég vissi að það yrði erfitt að fara aftur frá Íslandi þegar ég væri komin hingað á annað borð,“ segir Kristín Vilhjálmsdóttir, verkefna- stjóri Fjölmenningar á Borgar- bókasafninu. Leyfi til að fara til Íslands Kristín er kennari að mennt og átti að baki tíu ára kennsluferil í Silki- borg á Jótland þegar hún ákvað að sækja um hálfs árs leyfi frá störfum og prófa að búa á Íslandi. „Þegar ég fékk leyfið þá settist ég niður heima hjá mér og hugsaði um hvað það væri sem ég vildi gera á Íslandi. Ég komst að því að það mikilvæg- asta sem ég hafði gert í kennslunni í Danmörku var menningarmóta- verkefni sem ég hafði skipulagt í skólanum. Þá hafði ég fengið inn- flytjendur sem voru í dönskunámi til að koma í heimsókn og segja frá sínum bakgrunni og áhugamálum og það sama áttu nemendurnir að gera. Þetta var mjög vel heppnað og bæði fullorðnir og börn höfðu virki- lega gaman af.“ Kristín segir að hún hafi alltaf haft áhuga á að tengja menningar- heima saman. „Ég var að vinna í skóla þar sem eru fáir innflytj- endur og fannst satt að segja nem- endur vera að missa af miklu. For- dómar spretta upp af vankunnáttu og mér fannst mikilvægt að leiða saman þessa nemendur og innflytj- endur. Þetta tókst afar vel og hafði mikil áhrif á þátttak- endur, það gerist svo margt þegar fólk ræðir saman.“ Þ e s s u l a n g a ð i Kristínu að miðla hér á landi og hún tók sig til heima hjá sér í Silki- borg og skrifaði lýs- ingu á verkefninu, sem hún kallaði Fljúgandi teppi. Verkefnalýsing- una sendi hún til þeirra sem gætu haft áhuga á málinu hér á landi og það skilaði henni fljót- lega eftir komuna hing- að hlutastarfi á þjón- ustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Eftir fyrir- lestur sem hún hélt um verkefnið var hún svo ráðin til starfa á Borgar- bókasafninu í Reykja- vík og hefur verið þar síðan. „Yfirmaður minn hafði áhuga á því að gera bókasafnið að stað þar sem fólk hitt- ist og notar til þess að tengjast samfélaginu betur. Við höfum sett á laggirnar nokkur verk- efni sem stuðla að því, söguhring kvenna þar sem konur hittast og segja reynslusögur, fjöl- skyldumorgna og aðstoð við heima- nám. Öll þessi verkefni eru bæði fyrir innflytjendur og Íslendinga,“ segir Kristín sem er mjög ánægð með hversu vel hefur gengið að efla starf sem hlúir að fjölmenningar- samfélaginu á Íslandi. Tilnefnd til samfélagsverðlauna Það hefur og verið tekið eftir henn- ar starfi en þess má geta að hún var tilnefnd til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins fyrir verk sín. Kristín þekkir til málefna inn- flytjenda frá fleiri sjónarhornum en sjónarhóli kennarans. Eins og áður sagði flutti hún sex ára til Danmerk- ur og þurfti þá að læra nýtt tungumál. „Ég opn- aði vart munninn í hálft ár eftir að ég þó var búin að læra dönsku, en þetta sé ég stund- um hjá krökkum sem hafa flutt á milli landa. Eftir að hafa svo verið í Danmörku alla tíð síðan þá var ég auðvitað inn- flytjandi hér á Íslandi þegar ég flutti hingað. Ég hafði reyndar haldið íslenskunni við því hing- að hef ég komið á hverju ári til að hitta fjölskyld- una. Við tölum hins vegar dönsku heima hjá mér og hún er mér miklu tamari. Það var dálítið erfitt fyrir mig – sem hef verið móður- málskennari alla ævi – að vinna á máli sem ég hef ekki fullkomið vald á. Enn finnst mér hálf óþægilegt að senda póst á fólk sem þekkir ekki mína sögu, ég með þetta langa íslenska nafn og skrifa svo ekki alveg rétta íslensku,“ segir Kristín sem hefur reyndar náð afar góðu valdi á íslensku á þessum tveimur og hálfu ári sem hún hefur verið búsett hér. Viðburðaríkur tími Hálfs árs fríið lengdist nefnilega og þegar Kristín var búin að fá það framlengt nokkrum sinnum sagði hún einfaldlega upp og er sest að á Íslandi, í bili að minnsta kosti. „Það er gott að búa hérna, starfið er mjög áhugavert og það er sérlega gaman að fá að byggja upp svona starf og kynnast svo mörgu jákvæðu fólki eins og ég hef gert. Ég er í sambandi við fjölmarga sem tengjast málefn- um innflytjenda og fjölmenningu og það er mjög gefandi. Ég er hins vegar eins og gefur að skilja mjög tilfinninga- og félagslega tengd Danmörku þannig að ég hef farið þangað á að minnsta kosti hálfs árs fresti síðan ég flutti hingað.“ Tíminn sem Kristín hefur unnið hér á landi hefur verið afar við- burðaríkur. Eins og áður sagði flutti hún hingað í ársbyrjun 2008 og því var hún hér þegar efnahagshrunið varð. Hún fylgd- ist því náið með breytingunni á samfélaginu og þrátt fyrir erfið- leikana sem hafa fylgt því finnst henni ýmislegt hafa breyst til hins betra: „Það var mjög sérstakt að koma til Íslands þegar góðærið stóð sem hæst, efnishyggjan var svo sterk. Ég finn fyrir breyttu viðhorfi og gildismati, fólk hugsar meira um hvað mannleg samskipti eru mik- ilvæg. Á tímum eins og þessum er ekki síst mikilvægt að hlúa að fjölbreytninni í samfélaginu og fjölmenningarsamfélagi án for- dóma.“ Íslenski innflytjandinn á Íslandi Kristín Vilhjálmsdóttir flutti til Danmerkur sex ára og hafði bara komið til Íslands í fríum þegar hún ákvað að fá leyfi frá vinnu sinni á Jótlandi og vera hér í hálft ár. Tveimur og hálfu ári síðar er hún enn hér og vinnur að verkefnum sem tengjast fjölmenningar- samfélaginu. Hún sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur hvernig var að verða innflytjandi í landi sem hún þekkti vel en hafði ekki búið í. KRISTÍN VILHJÁLMSDÓTTIR Konur sem taka þátt í söguhring kvenna, einu af fjölmenningarverkefnunum sem Kristín tengist, unnu listaverkið Tölum saman sem sjá má hér í bakgrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Meðal verkefna sem sett hafa verið á laggirnar í tíð Kristínar er Heilahristingur, heimanámsaðstoð á Gerðubergssafni í Gerðu- bergi 5-10. Aðstoðin er fyrir nemendur í 5. til 10. bekk í grunnskól- um Breiðholts og á innflytjendabraut í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Vel hefur tekist til að sögn Kristínar sem segir aðstoðina eftirsótta og í raun vanti nú sjálfboðaliða til þess að auka þjónust- una, því draumurinn sé að bjóða upp á hana víðar í bænum. ■ EFTIRSÓTT AÐSTOÐ Í HEIMANÁMI Þegar skólaliðar af erlendum upruna taka þátt í menningarmóti með nemendum breytist samband þeirra við nemendur. Það að sitja og tala saman, fræðast um bak- grunn hvers annars og áhugamál opnar augu þeirra sem ræða saman. Sums staðar eru ekki endilega svo mikil samskipti milli nemenda og skólaliða og í einum skóla upplifði ég að starfsfólkið af erlendum upruna varð rosalega þakklátt fyrir að fá að segja nem- endum og kennurum frá sér og sínum bakgrunni og krakkarnir voru mjög áhugasamir,“ segir Kristín sem segir leiðina tilvalda til að draga úr fordómum. „Einnig verða nemendurnir meðvitaðir um gildi eigin menningar, hvort sem hún er íslensk eða erlend, með því að miðla henni til annarra.“ Kristín skipuleggur nú sitt þrítugasta menningarmót, sem fram mun fara í Fellaskóla, en sá skóli hefur verið duglegur við að halda menningarmót fyrir nemendur og starfsfólk. ■ SAMSKIPTIN GJÖRBREYTAST Ég komst að því að það mikilvæg- asta sem ég hafði gert í kennslunni í Danmörku var menn- ingarmóta- verkefni sem ég hafði skipulagt í skólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.